Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18
JÓLASNAPSMÓT LMFÍ
NÝ KYNSLÓÐ KOMIN FRAM Á
SJÓNARSVIÐIÐ
Hið árlega jólasnapsmót LMFÍ var haldið í
íþróttahúsi Fram í Safamýri þann 21.
desember s.l.
Sex lið mættu til leiks. Það voru KF Þruman, Opus, KPMG
lögmenn, KF Ungir og LEX lögmenn og Land.
Segja má að það séu að verða kynslóðaskipti í fótboltanum
eins og annars staðar. Sá sem þetta ritar saknar þess reyndar
að eldri leikmenn hafi dregið sig of snemma í hlé, menn
á bezta aldri, sem hafa snúið sér að öðrum og litlausari
íþróttum, t.d. golfi.
Þrumumenn komu ekki með fullskipað lið en fengu einn
skiptimann, Smára Hilmarsson, á síðustu stundu til að
styrkja liðið. Máttarstólpar liðsins voru fjarverandi, þeir
Guðni Á. Haraldsson og Grétar Jónasson sem tilkynnti sig
veikan rétt fyrir leik. Engu að síður var mætt til leiks, bitið
í skjaldarrendur og menn staðráðnir í að ná a.m.k. í silfrið
eins og liðinu hefur tekist tvívegis áður. Lið Þrumunar
var skipað reynsluboltum og yngri mönnum, sem eru afar
efnilegir, þeim Þóri Júlíussyni, Einari Brynjarssyni og Ívari
Þór Jóhannssyni.
Uppistaðan í hinum liðunum voru ungir karlar og ein
kona, öll ákveðin í að láta til sín taka. Nú þegar konur eru
orðnar fjölmennar í lögmannastétt væri góð tilbreytni að
sjá þær taka þátt í móti sem þessu eða þá að stofna til sér
kvennamóts.
Í liði KPMG lögmanna var einn leikmaður sem vakti
sérstaka athygli fyrir lipra boltameðferð en lið hans hafði
ekki erindi sem erfiði, þar sem það lenti í 5. sæti.
Eins og endranær spilaði Þruman glæsilegan fótbolta
og nýttu þeir eldri reynzlu sína og staðsetningar meðan
yngri leikmennirnir notuðu hraða sinn, leikni og þol til