Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 3
Ritstjórnarrabb Efnisyfirlit: blsi Viðtal við námsstjóra í ensku............... 5 Viðtal við námsstjóra í dönsku ............ 9 Hugleiðingar kennara um samræmdu prófin vorið 1987: Erla Elín Hansdóttir ... Guðrún Jónsdóttir..... Ragnhildur Pálsdóttir . . Sigurlína Magnúsdóttir . Trausti Steinsson..... Pórir Jónsson......... Þriðja mál, fyrsti áfangi — fyrir hvern — Eva Jónasson 20 Megum ekki lokast inni menningarlega, viðtal við Sigurlaugu Bjarnadóttur .......... 21 Ekki á kortinu — ekkert námskeið fyrir frönsku- kennara................ 23 Otto Jespersen og tungu- málakennsla á íslandi vekja spurningar til um- hugsunar — Auður Hauksdóttir ........... 27 Bókmenntir í tungu- málakennslu: Anne Berit Mörch...... Björg Árnadóttir Juhlin Sigrún Helgadóttir Hallbeck.............. 31 Bréf til Málfríðar...... 35 Bækur .................. 37 Fréttir ................ 37 LögSTÍL ................ 38 Heimihstang Málfríðar er: Pósthólf 8247 128 Reykjavík Ágætu lesendur! í þessu fyrra tölublaði ársins 1988 er aðallega fjallað um samræmdu prófin í tungumálum. Hefst sú umfjöllun á viðtölum við námsstjóra í dönsku og ensku þar sem þeir gera m.a. grein fyrir prófsamningu, yfirferð og ýmsu fleiru sem kennara fýsir að vita. Á eftir viðtölunum fylgja hugleiðingar fjögurra grunnskólakennara og tveggja framhaldsskólakennara um kosti, galla og forspárgildi þessara prófa. Tekið skal fram að þessir kennarar, að Erlu Elínu undanskilinni, festu hugleiðingar sínar á blað fljótlega eftir að skólastarfi lauk í fyrra. Viðtölin við námsstjórana voru tekin í desember 1987 og Erla Elín kannaði forspárgildi prófanna í upphafi árs 1988. í blaðinu er einnig fjallað um stöðu þriðja máls, þ.e. þýsku og frönsku í 9. bekk grunnskóla og í framhaldsskóla, en margir eru uggandi um framtíð þessara tungumála í skólakerfi okkar. En það er von okkar að þessi umfjöllun megi koma að gagni í umræðunni um tungumálakennslu á síðustu árum grunnskólanáms og fyrstu árum fram- haldsskólanáms. Auk þessa er umfjöllun um námskeið haldið á vegum STIL á Laugarvatni í september 1987 og erindi Auðar Hauksdóttur haldið á málþingi STIL í október sl. Fastir liðir eins og bréf, fréttir og bækur eru á sínum stað. Við viljum minna á að Málfríður gleðst mjög yfir sendibréfum, og óskum við eindregið eftir að heyra frá kennurum sem reynt hafa nýtt námsefni í vetur. Frá því síðasta tölublað kom hafa orðið breytingar á ritnefnd. Guðrún Einarsdóttir er farin til ársdvalar í Frakklandi og er það von okkar að henni sækist frönskunámið vel um leið og við þökkum henni vel unnin störf. Málfríður Tímarit samtaka tungumálakennara 1. tbl. 4. árg. apríl 1988 Útgefandi: Samtök tungumálakennara á íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Brynhildur A. Ragnarsdóttir Fanný Ingvarsdóttir Gerður Guðmundsdóttir Sigþrúður Guðmundsdóttir ú’iNiÁÖÁÁ. G " 0 0 !»; t. r ■'4 o O • 4 j í :; AHlpr Prófarkalestur: María Gréta Guðjónsdóttir Setning, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar 3

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.