Málfríður - 15.05.1988, Qupperneq 30
ferða og áherslna sem einkenna
dönskukennsluna. Og hér tala ég af
reynslu minni sem kennari, foreldri
og nemandi. Áherslurnar í dönsku-
kennslunni sem og í öðrum málum
eru oft á lestur, skilning og skriflega
færni. Ekki þarf að fjölyrða um mik-
ilvægi þessara þátta, en hins ber að
gæta að vægi þeirra útiloki ekki aðra
mikilvæga þætti tungumálanámsins,
svo sem þjálfun hlustunar og tal-
máls. í s.l. viku spurði ég nemendur
mína, tæplega 200 talsins, hvað þeir
teldu helst ábótavant í tungumála-
kennslunni almennt. Eindregnar
skoðanir þeirra voru að talmálinu
væri ekki nægilega sinnt. Mér er vel
ljóst að ekki er hægt að alhæfa út frá
slíkum dæmum. En ég býst við að
allir séu sammála mér um það að
þetta sé í nokkru samræmi við raun-
veruleikann.
Þegar ég lít í eigin barm sem kenn-
ari verð ég að viðurkenna að þetta er
sá þáttur sem ég er langóöruggust
með í kennslu, en jafnframt sá þátt-
ur sem nemendur þyrstir eftir og eru
hvað þakklátastir fyrir þegar vel
tekst til með talæfingar. Þegar ég
spyr sjálfa mig hverju þetta sæti hef
ég mér margt til málsbóta - við fyrstu
sýn a.m.k. Mér finnst þessi þáttur
t.d. tímafrekur og hann tekur tíma
frá „alvarlegri viðfangsefnum“. Og
hver eru svo þessi „alvarlegu og mik-
ilvægu viðfangsefni". Jú, þau eru
textaskilningur og málfræði. En
hvort er nú mikilvægara fyrir nem-
endur að geta skrifað þolmynd hár-
rétta og að geta gert greinarmun á
„det“ og „der“ eða að geta svarað
spurningum ferðalanga á íslandi eða
bjargað sér í Danmörku og annars
staðar á Norðurlöndum? Annað
sem ég hef og mér til afsökunar er að
ég hef aldrei lært að búa til talæfing-
ar. Kennaramenntun mín gerði
aldrei ráð fyrir að ég ætti að kenna
nemendum að tala dönsku. Ég átti
að kenna þeim bókmenntir, greina
vanda hinna ýmsu þjóðfélagshópa,
kynna danskt þjóðfélag o.s.frv. en
það var aldrei á dagskrá nein að-
ferðafræði sem leiðbeindi mér með
hvernig ég ætti að kenna dönsku sem
erlent tungumál. Það var kannski
heldur ekki svo skrýtið því allir
dönskukennarar sem ég hafði í há-
skóla voru móðurmálskennarar.
Það er t.d. alveg dæmigert að þrátt
fyrir margra ára háskólanám í
dönsku hafði ég aldrei rekist á nafn
Otto Jespersens, hvað þá séð bækur
hans á listum yfir námsefni. Hins
vegar hafði ég eytt löngum tíma í að
lesa „Danske folkeviser“ og kunni
um tíma ýmislegt fyrir mér um Ebbe
Skammelsen og Liden Kirsten.
Svipaða sögu var að segja um
kennsluréttindanámið. Þar var
kennslufræði erlendra mála aldrei á
dagskrá. Við lásum um þróun fóst-
urs í móðurkviði og hrörnunarsálar-
fræði, en aldrei neitt um það hvernig
við ættum að bera okkur að við
tungumálakennsluna þegar inn í
skólastofuna var komið. Og hvað
gerist svo þegar okkur er sleppt laus-
um í skólastofunni? Jú, við hverfum
til gömlu góðu aðferðanna sem við
kynntumst í menntaskóla eða reyn-
um að heimfæra háskólanámið upp
á framhaldsskólann.
Lýsing Otto Jespersens á kjörum
og menntun kennara kemur okkur
að mörgu leyti kunnuglega fyrir
sjónir. Aðstæður kennara eru að
mörgu leyti erfiðar, bekkir stórir,
launin í lægri kantinum og kennslu-
skylda allt of mikil. Víst er einnig að
framhaldsskólinn á íslandi á í
„identitetskrisu“ sem eykur enn á
álag kennara. Þó að nemendur okk-
ar hafi sjálfviljugir valið mennta-
brautina finnst manni oft að áhugi
þeirra á náminu sé sáralítill. Til að
varpa ljósi á þetta vil ég segja ykkur
smá sögu. Ég hef haft það fyrir
„prinsip" að taka aldrei nemendur í
aukatíma. Fyrir rúmu ári hringdi til
mín nemandi sem ég hafði kennt og
bað mig um að taka sig í aukatíma f
dönsku. Ég sagði honum sem satt
var að ég tæki aldrei nemendur í
aukatíma og taldi að þar með væri
málið afgreitt. Viðbrögð drengsins
urðu þau að hann sagði: „Gerðu það
Auður, viltu kenna mér dönsku“.
Þetta var alveg ný reynsla fyrir mig
og mér varð svo mikið um að ég var
búin að segja já áður en ég vissi af.
Og hvar stöndum við svo tungu-
málakennarar í lok 20. aldarinnar og
hvert er ferðinni heitið? Við verðum
að efla með okkur faglegan metnað,
leita nýrra leiða, knýja á um betri
kennaramenntun og krefjast viður-
kenningar á störfum okkar. En við
verðum að gera okkur ljóst að þá
viðurkenningu verður eflaust auð-
veldara að fá ef við stuðlum að
skólastarfi sem nýtist nemendum í
lífinu. Og hér á ég ekki við hagnýt
not í þröngum skilningi, heldur bæði
not í frítíma og starfi. Það er hæfi-
lega blöndu af „dannelse“ og færni.
Það er nefnilega bjargföst skoðun
mín að störf kennara séu afar mikil-
væg og að það skipti miklu máli
hvernig þau eru innt af hendi.
Mig langar til að ljúka máli mínu
með því að segja ykkur frá smá at-
burði sem ég upplifði á s.l. sumri,
sem er mér minnistæður. Ég var
stödd í Kröfluvirkjun með hóp
danskra verkfræðinga. Einn verk-
fræðinganna sneri sér að ungum
pilti, 15-16 ára gömlum, sem var að
hreinsa. í ljós kom að pilturinn tal-
aði allt að því reiprennandi dönsku.
Ég gaf mig á tal við hann og spurði
hvort hann hefði dvalið í Dan-
mörku. „Nei, svaraði hann, en ég
hafði svo góðan dönskukennara í
grunnskólanum. “
Höfundur er kennari við
Verzlunarskóla íslands.
30