Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 22
kynntist ég mjög skemmtilegu
frönsku kennsluprógrammi frá BBC
og danska sjónvarpinu. Annað var
um 40 mín. langt, hitt 15 mín. og
sérstaklega ætlað til notkunar í skól-
um. Ég benti ráðamönnum sjón-
varpsins hér á þessa þætti og hvort
þeir vildu ekki láta íslenska þá. Þó
að sjónvarp leysi engan veginn
kennara af hólmi, getur það verið til
uppfyllingar og aukið áhuga og ég sé
hvergi meiri þörf fyrir skólasjónvarp
en í svo dreifbýlu landi sem Islandi. “
Með hvaða móti mætti helst
styrkja stöðu frönskunnar nú?
„Við í félaginu höfum áhuga á að
fá samda góða íslenska kennslubók í
frönsku. Ráðuneytið hefur tekið því
vel að kennari fengi launað orlof til
þess að semja bókina. En því er ekki
að leyna að skortur á hentugum bók-
um er hluti af okkar vanda.
Vel menntaðir kennarar skipta
miklu og 21. til 23. apríl var haldið
námskeið fyrir frönskukennara sem
skipulagt var í samvinnu við sendi-
ráðið. Þrír franskir kennarar frá Par-
ís, Toulouse og Glasgow komu og
voru leiðbeinendur okkar í þrjá
daga. Við tókum tvo frídaga í þetta
og fengum leyfi í einn dag. Samhliða
námskeiðinu var frönsk kennslu-
bókasýning á vegum Bókaverslunar
Sigfúsar Eymundssonar. Kostnað-
upinn var töluverður, en við fengum
verulegan styrk frá endurmenntun-
arsjóði og franska sendiráðinu.
Námskeiðið var mjög vel sótt og
kennarar á einu máli um að það
hefði verið fræðandi og upplífgandi.
Því lauk með veglegu hófi og varð af
hinn besti mannfagnaður.
Holtaskóli í Keflavík og St.Paul
skólinn í Hem ruddu brautina fyrir
nemendaskipti, en nú er stefnt að
auknum vináttutengslum milli
franskra og íslenskra skóla. Þetta
verkefni er erfitt í framkvæmd, en
nú þegar hafa borist umsóknir frá
þremur skólum í Frakklandi, tveim-
ur á grunnskólastigi og einum
menntaskóla. Franska sendiráðið
hefur styrkt okkur myndarlega til
þess að af þessum vináttutengslum
geti orðið.
Að síðustu má geta þess að
frönskukennarafélagið tekur virkan
þátt í STÍL og höfum við stutt hug-
myndir samtakanna um að tekin
verði upp kennslufræði tungumála
við H.I. Það mál mun nú vera á góð-
um vegi.“
Þú virðist ekki svartsýn á fram-
gang frönskunnar, þótt ekki gefi
góðan byr í bili?
„Nei, franskan er ódauðleg. Ég er
ekki svartsýn, - þó ber að vera vak-
andi á verðinum. Hver getur annað
en hrifist af þessu tungumáli, „qui
est comme du miel sur la langue des
femmes?“
-FI
ENSKA, ÞÝSKA, FLÆMSKA, SÆNSKA, GRÍSKA, PORTÚGALSKA,
BÚLGARSKA, ARABÍSKA, FRANSKA, UNGVERSKA, INDÓNESÍSKA,
ÍTALSKA, JAPANSKA, MALAÍSKA, SPÆNSKA, PORTÚGALSKA,
PÓLSKA, RÚMANSKA, RÚSSNESKA, THAILENSKA, KÍNVERSKA ,
TYRKNESKA, URDU...
... í ÁSTRALÍU, AUSTURRÍKI, BANDARÍKJUM NORÐUR AMERÍKU, BELGÍU, BRASILÍU, BRETLANDI,
BÚLGARÍU, EGYPTALANDI, FRAKKLANDI, GRIKKLANDI, HOLLANDI, INDÓNESÍU, ÍRLANDI, ÍTALÍU,
JAPAN, JORDANÍU, KANADA, MALASÍU, MÖLTU, MEXIKÓ, NÝJA SJÁLANDI, PAKISTAN, PORTÚGAL,
PÓLLANDI, RÚMENÍU, SOVÉTRÍKJUNUM, SPÁNI, SUÐUR AFRÍKU, SVISS, SVÍÞJÓÐ, TAIWAN,
THAILANDI, TYRKLANDI, UNGVERJALANDI OG ÞÝSKALANDI
HVERT SEM ÞÚ VILT FARA,
HVAÐA TUNGUMÁL SEM ÞÚ VILT LÆRA
FERÐASKRIFSTOFA STUDENTA
ÖÐRUVÍSI FERÐIR
SKRIFSTOFA
STUDENTA
Hnngbraut. simi 16850
22