Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 6
Samrœmdu prófin fræðinnar) - maður reynir að velja texta sem fyrst og fremst eru skemmtilegir aflestrar fyrir krakk- ana með þeim orðaforða sem er í flestum kennslubókum - ég fer í gegnum textana og ef þar eru orð sem er ólíklegt að hafi komið fyrir í bókunum eða að nemendur geti giskað á hvað þýða, þá breytum við þeim orðum yfirleitt - við breytum texta sem við veljum. Pað er engin forprófun á prófunum og þau eru ekki villugreind eftir á. Prófin eru byggð á huglægu mati og reynslu þeirra sem semja prófin. Eg veit nógu mikið um það hvernig próf á að vera samið til að vita að þetta er ekki vísindalega unnið. Við val á þessum smásögum legg- ið þið þá til grundvallar eitthvert efni sem höfðar til þessa aldurs- flokks? Ég valdi það sem gengur vel hjá þeim nemendum sem ég þekki og sem þeim finnst skemmtilegt. Ég hefði viljað fá uppástungur að ein- hverju efni sem kennarar vildu frek- ar nota því það skiptir ekki máli fyrir mig hve margar bækur ég les til að búa til ritgerðarverkefni, en til þess vannst ekki tími. Og hvað vegur þessi þáttur mikið á prófinu? Þetta er 20% af prófinu því þetta er ritgerð. Hvernig skiptist vægi prófsins? 30% hlustun, 50% lestur og 20% ritað mál, en maður veltir því fyrir sér hvort þessi próf eru marktæk eða ekki. Það er auðvitað markmið grunnskóla að krakkar læri að tala ensku og talmál er ekki prófað og það er mikil synd - að geta ekki próf- að hvort krakkar geti talað. Finnst þér koma til greina að hluti af samræmdu prófunum væri þannig að kennarar prófuðu talmálið? Þá eru prófin ekki áreiðanleg lengur því það verður að vera sam- ræmt gefið fyrir þetta. Ég sendi út 1982 plagg um það hvernig kennarar eiga að prófa munnlega og hvernig mögulegt er að prófa munnlega. Það er tóm della að hafa skólapróf skrif- legt í 9. bekk. Þetta á að vera munn- legt próf. Svona gef ég að minnsta kosti fyrir, 50% er fyrir munnlegt og 50% er fyrir það hvernig þau hafa staðið sig yfir veturinn. Er hægt að fá þessar leiðbeiningar hjá þér? Já, þær eru til. En í stórum drátt- um prófa ég munnlega þannig: 1. Ég sendi nemendur heim með 10 hlutverkaleiki sem þau eiga að æfa tvö og tvö. Þegar í prófið er komið draga þau einn þessara leikja og leika hann í prófinu. 2. Síðan spyr ég hvort um sig út úr einni smásögu sem þeir hafa valið. 3. Þeir fá ólesinn texta sem þeir lesa yfir inni í prófinu og við ræðum um innihald hans. Hvað tekur svona munnlegt próf langan tíma? Það tekur u.þ.b. 15 mínútur á mann. Þetta er langt, en maður er líka lengi að fara yfir skrifleg próf. En viðvíkjandi samningu próf- anna - hverjir semja prófin? Tveir grunnskólakennarar, einn framhaldsskólakennari og einn há- skólakennari sem var líka fram- haldsskólakennari. Og svo þú?.... Nei, ég er með en ég er grunn- skólakennari fyrst og fremst. Ég er bara í hálfu starfi sem námsstjóri. Þeir sem semja prófið eru auk mín þau Wincie Jóhannsdóttir, Magnús Fjalldal og Ingi Viðar Arnason. Af hverju hafið þið mann úr Há- skólanum? Hann var framhaldsskólakennari þegar hann var valinn í þetta. Þetta er spurningin um að finna fólk sem er nógu gott í ensku. Það er sem sagt grundvallaratriði að þetta fólk hafi mjög gott vald á ensku máli? Það verður að vera t.d. í „cloze test“. Það verður að vera fólk sem er það gott, þegar það skrifar leiðbein- ingar sem farið er eftir í yfirferð á samræmdu prófunum, að nemendur sem eru enskumælandi fái ekki vit- laust fyrir það sem er 100% rétt. Sem dæmi um þetta má taka að „Oh - sugar“ getur verið feluorð fyrir SHIT eða DAMN og er því fullgilt svar. En finnst þér samt ekki of margir framhaldsskólakennarar í þessum hópi miðað við grunnskólakennara? Nei, það finnst mér ekki af því að ég vel alla texta - ekki þeir - ég kem með alla texta - þeir velja bara úr og þótt við veljum textana saman þá kem ég með þá texta sem mér finnst passa - þeir koma ekki með neinar uppástungur frá framhaldsskólun- um og það er minn mælikvarði sem er lagður á ritgerð. Þeir hafa aðra viðmiðun? Já. Er þetta alltaf sami hópurinn? Já, en fólkið er bara ráðið til eins árs í senn. Fyndist þér ekki gott að reyna að skipta um og fá einn ferskan inn? Nei, þetta fólk er það vant að gera þetta - það vinnur miklu betur. Þegar inn kemur nýtt fólk eins og maður hefur fengið, tekur það svo- lítinn tíma að komast inn í samning- una. Er allt þetta fólk héðan af Reykja- víkursvæðinu? Já. Hefur aldrei komið til greina að fá fólk utan af landi til að vinna í þess- um hóp með ykkur? Nei, það hefur ekki komið til greina. Þetta er svo knappur tími. Auðvitað gætu þeir unnið þetta í sumar - eða í jólafríi. Þetta eru allt starfandi kennarar, allir með meiri og minni yfirvinnu. Það eina sem ég get sagt er að við reynum núna að passa upp á að textarnir séu ekki bara um stórborgarbörn. Maður verður að gæta þess í vali texta, sér- 6

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.