Málfríður - 15.05.1988, Side 18

Málfríður - 15.05.1988, Side 18
Samrœmdu prófin eldri, þá sleppti ég þeim í úrtakinu. Alls urðu þetta 298 nemendur frá þessum þremur skólum. Vorið 1987 tóku 3771 nemandi samræmda próf- ið í dönsku og eru þetta því tæp 8% þeirra. í raun segja töflur þær sem fylgja grein þessari mun meira heldur en orðin. Tafla 1 sýnir dreifingu ein- kunna frá samræmda prófinu í dönsku vorið 1987 til fyrsta prófs í framhaldsskóla. Tafla 2A sýnir fjölda nemenda með hverja einkunn á samræmda prófinu til samanburð- ar við fyrsta próf í framhaldsskóla og tafla 2B sýnir sömu upplýsingar í súl- uriti. Tafla 3A sýnir hækkun eða lækkun frá samræmdu prófi til fyrsta prófs í framhaldsskóla og tafla 3B sýnir sömu upplýsingar í súluriti. Við skoðun á þessum upplýsingum kemur ýmislegt athyglisvert fram. Hér að neðan geri ég grein fyrir því helsta. A. Meðaltal einkunna á sam- ræmda prófinu er 6,1 en meðaltal einkunna á fyrsta prófi í framhalds- skóla er 5,2 sem er 0,9 í lækkun. B. Einungis 10,3% nemenda hækka í einkunn, flestir um einn heilan (9,4%) og einungis tveir nem- endur hækka um tvo heila í einkunn eða 0,7%. Á sama tíma lækka 62,4% nemenda í einkunn, flestir um einn heilan eða 33,6%, um tvo lækka 20,1% og 8,7% nemenda lækka um þrjá heila eða meira. í þessu sambandi vakti það nokkra at- hygli að eftir því sem einkunnin á samræmda prófinu er lægri þá virð- ast líkurnar á lægri einkunn í fram- haldsskólanum aukast. C. 65,8% nemendanna eða u.þ.b. 2/3 hlutar þeirra fengu mið-einkunn- irnarþrjár, þ.e. 5,6og7. Ef frammi- staða þessara nemenda á fyrsta prófi sínu í framhaldsskóla er athuguð kemur fram að einkunnir þeirra dreifast frá 9 og niður í 3 fyrir þá sem fengu 7 á samræmdu prófi og frá 7 og niður í 2 fyrir þá sem fengu 5 eða 6. D. Ef mið-einkunnarhópurinn er skoðaður á fyrsta prófi í framhalds- skóla eru 50% nemenda í þessum hópi og einkunnir þeirra á sam- ræmdu prófi dreifðust á bilið 2 til 9. Parna munar um 15% og eru þeir nemendur allir (nema 4) komnir niður fyrir mið-einkunnirnar. Til að mynda voru 12,7% nemenda í at- huguninni undir 5 á samræmda próf- inu en 36,6% nemenda undir 5 á fyrsta prófi í framhaldsskóla og munar þar sérstaklega um fjölgun nemenda með einkunnina 3 (úr 3,3% í 17,1%). Einkunnin 4 og neð- ar er fall í áfangakerfinu og verða nemendur þá að endurtaka áfang- ann. Aftur á móti hafa nemendur í heilsvetrarskólunum möguleika á að bæta sig á vorprófi. E. Meðaltal nemenda í könnun- inni á samræmda prófinu var 6,1 og fyrsta prófs í framhaldsskóla 5,2. í báðum tilfellum voru um 40% nem- enda með hærri og lægri einkunnir og um 20% nemenda með u.þ.b. þessa einkunn. Til samanburðar má geta þess að landsmeðaltal á sam- ræmda prófinu í dönsku vorið 1987 var 5,2. Skýringin á þessum mun er m.a. að í þessu úrtaki eru einungis örfáir nemendur, sem ekki náðu lágmarkseinkunn á samræmdu prófi og engir þeirra sem fóru í hægferð. F. Engin samræmd próf eru til á framhaldsskólastiginu og voru próf þau, sem nemendurnirgengu undirí desember 1987 því mismunandi. Ég hef ekki borið þau saman. Enginn skólanna sýndi verulegan mismun frá heildarmyndinni, þannig að þó um þrjú mismunandi próf hafi verið að ræða virðist það ekki hafa nein áhrif á dreifingu einkunna. G. Nýjustu tölur um fjölda ný- nema á 1. ári framhaldsskólastigs eru fyrir haustið 1985. Samkvæmt þeim voru 2932 sextán ára nemendur á fyrsta ári framhaldsskólastigs, en alls voru 5806 skráðir á fyrsta ár. Inni í þeirri tölu eru m.a. allir nem- endur í iðnnámi, fornámi og öld- ungadeildum. Með því að bera sam- an heildarfjölda nemenda næstu ár á undan má gera ráð fyrir að nemar á 1. ári framhaldsskólastigsins haustið 1987, sem luku samræmdum prófum vorið 1987, hafi verið um 3000. í>ví lætur nærri að athugun þessi hafi náð til um 10% þeirra sem innrituðust á 1. ár í framhaldsskóla landsins s.l. haust. H. Fylgnin í þessum samanburði er 0,81 á skalanum -1 til +1. Þetta er talin góð til mjög góð fylgni enda gefa tölurnar hér að ofan það til kynna því langalgengast er að nem- endur haldi sinni einkunn frá sam- ræmda prófinu eða lækki um einn heilan. Könnun þessi hefur ýmsa ann- 18

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.