Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 37
FRÉTTIR
TUNGUMÁL -
MENNING -
ATVINNULÍF
Ráðstefna tungumála
kennara í Umeá
Eins og skýrt var frá í síðasta blaði
verður haldin norræn ráðstefna um
tungumálakennslu, í Umeá í Svíþjóð
dagana 19.-23. júní n.k. Væntanleg-
um þátttakendum skal bent á að hægt
er að sækja um ferðastyrk til BHM.
(Svonefndur STRÍP styrkur). Far-
gjald getur verið nokkuð mismunandi
eftir því hvaða ferðamáta menn velja.
Dagskrá ráðstefnunnar verður
mjög fjölbreytt og mun stundum
fleira en eitt verða í boði á sama tíma
þannig að menn velja eftir greinum
og áhugasviðum. Fyrirlestrar og um-
ræður verða ýmist á norðurlanda-
málum, ensku, frönsku eða þýsku.
Ráðstefnan verður sett sunnudaginn
19. júní og hefjast síðan pallborðs-
umræður um þörf atvinnulífsins fyrir
tungumálakunnáttu. Einnig mun
ráðstefnunni ljúka með pallborðs-
umræðum og verður þar fjallað um
tungumál og menningu. Fyrir hönd
íslands taka þær Valgerður Bjarna-
dóttir viðskiptafræðingur og Guð-
rún Helgadóttir rithöfundur þátt í
þessum umræðum.
Mánudag, þriðjudag og miðviku-
dag verður svo fjallað um ýmis hag-
nýt atriði sem snerta tungumála-
kennslu t.d. hvernig þjálfa megi
skriflega færni og lesþjálfun (read-
ing) svo eitthvað sé nefnt. Ennfrem-
ur verður rætt um bókmenntir, t.d.
þýskar nútímabókmenntir og nýja
strauma í bandarískum bókmennt-
um. Einn fyrirlesari lítur til framtíð-
arinnar og ætlar að tala um menn-
ingarsamskipti í Evrópu „sans front-
BÆKUR
ENSK MÁLFRÆÐI
FYRIR FRAMHALDS-
SKÓLA
í haust kom út hjá Máli og menn-
ingu Ensk málfræði fyrir fram-
haldsskóla eftir Raymond Murphy.
Elísabet Gunnarsdóttir, kennari við
Ármúlaskóla, hefur séð um íslensku
gerðina.
Bókin er ætluð nemendum á
framhaldsskólastigi. Hún skiptist í
130 greinar sem hver um sig fjallar
um ákveðið málfræðiatriði. Á
vinstri síðunni í hverri grein eru út-
skýringar og æfingar á hægri síð-
unni. Aftast í bókinni eru sex kaflar
sem fjalla um tíðir sagna, reglulegar
sagnir og óreglulegar, stafsetningu,
styttingar, mun á bandarískri ensku
og breskri og að lokum listi yfir
landa- og þjóðaheiti.
Fjölbreytni í uppbyggingu æfing-
anna er töluverð. I sumum æfingun-
um er aðeins beðið um að fylla út í
eyður. Þetta á t.d. við um æfingar í
tíðum sagna. I öðrum æfingum eru
stöku orð gefin og nemendur beðnir
að mynda t.d. spurnarsetningar.
Ennfremur þurfa nemendur að
skrifa heilu setningarnar t.d. þar
sem verið er að æfa skilyrðissetning-
ar og þolmynd.
í þessari yfirgripsmiklu bók er
ekki nauðsynlegt að taka greinarnar
fyrir í réttri röð heldur velja þær sem
henta best hverju sinni. Ennfremur
er hægt að láta nemendur í sama
bekk gera mismargar æfingar í
hverjum málfræðiþætti allt eftir getu
hvers og eins.
Þetta er ekki aðeins mjög góð
kennslubók í enskri málfræði, held-
ur mjög góð handbók fyrir nemend-
ur.
Kristín Guðmundsdóttir.
iére“, en þetta eru aðeins sýnishorn.
Einnig munu verða kynnt menninga-
og stjórnmálaviðhorf í ýmsum lönd-
um utan Norðurlanda. Sænska
skólaútvarpið verður með kynningu
á starfsemi sinni. - I tengslum við
ráðstefnuna verður bókasýning alla
daga.
Auk fyrirlestra og annars fróð-
leiks verður séð fyrir ýmiss konar
„tómstundargamni“. Á þriðjudags-
kvöldið verður haldin hátíð á Sav-
argárden. Boðið verður upp á ýms-
ar skoðunarferðir. Tónlistarhátíð
verður í bænum á sama tíma og þar
mun Manuela Wiesler leika ásamt
fleiri þekktum listamönnum og hafa
verið tekin frá sæti fyrir ráðstefnu-
gesti. Síðast en ekki síst gefst ráð-
stefnugestum tækifæri til að halda
upp á Jónsmessuna með þarlendum
en hún er ein stærsta hátíð í Svíaríki
og ávallt mikið um dýrðir.
Nánari upplýsingar fást hjá for-
manni STIL Hafdísi Ingvarsdóttur í
síma 688400.
DÖNSKUKENNAR-
AR TAKIÐ EFTIR!
Námskeið í „Dansk sprog, littera-
tur og kultur“ í Danmörku.
Um árabil hefur verið haldið nám-
skeið í Danmörku á hverju sumri
fyrir nemendur HÍ og KHÍ sem
leggja stund á dönsku. Námskeiðið
er haldið á vegum DE NORDISKE
SPROG OG LITTERATUR-
KURSER. Ákveðið hefur verið að
gefa starfandi dönskukennurum
kost á að taka þátt í námskeiðinu að
þessu sinni, þar eð fyrirsjáanlegt er
að nemendur HÍ og KHÍ muni ekki
fylla námskeiðið (20). Námskeiðið
verður haldið í Odense 2.-28. júní.
Peir sem kunna að hafa áhuga á að
slást í förina eru beðnir að hafa sam-
band við annaðhvort Keld Gall Jör-
gensen í síma 15719 eða Ásthildi Erl-
ingsdóttur í síma 688700 eða 14457
sem ALLRA FYRST.
37