Málfríður - 15.05.1988, Síða 17

Málfríður - 15.05.1988, Síða 17
Samrœmdu prófin aði eyðufyllingin um atvik, sem hæg- lega hefði getað átt sér stað hjá ein- hverjum nemendum og var samdóma álit nemenda minna að eyðufyllingin hefði verið „létt“. Aft- ur á móti fjallaði eyðufyllingin árið 1983 um tilraun á maurum og áttu þau erfiðara með að átta sig á hvað var að gerast þegar sú eyðufylling var lögð fyrir þau skömmu fyrir próf. Fæst hafa þau séð maura og þetta fannst þeim „ofsalega þungt“. Það er erfitt að búa til próf svo öllum líki og margt sem taka þarf tillit til við samningu prófs, svo sem búsetu nemenda, reynsluheim þeirra og fleira. Það er ekki öfunds- vert starf sem það fólk er í. Sem betur fer hafa prófin breyst mjög til batnaðar undanfarin ár ogineira til- lit er tekið til þeirra, sem ekki eru alin upp við það sem Stór-Reykja- víkursvæðið hefur upp á að bjóða. Það er erfitt að muna eftir öllu við samningu prófa og gaman væri að heyra álit annarra grunnskólakenn- ara á samræmdu prófunum. Semj- andi þeirra fær þá hugmynd um hvað kennurum finnst um vinnu hans og hvað mætti kannski betur fara. Höfundur er kennari við grunnskól- ann á Hellu. Guðrún Jónsdóttir: Forsagnargildi grunnskóla- prófs í ensku Hvert er forsagnargildi grunn- skólaprófs í ensku? Sýnir einkunn á grunnskólaprófi hvernig nemanda vegnar í framhaldsnámi? Já, vafalaust að nokkru leyti. Framhaldsskólakennarar sem kenna nemendum á fyrsta ári fram- haldsnáms taka eftir því að það er yfirleitt fylgni á milli góðra einkunna úr grunnskóla og velgengni í fram- haldsnámi. Þetta er þó ekki algilt. Það er talsverð breyting fólgin í því að hefja nám á öðru skólastigi og stundum fara góðir nemendur að slaka á þegar þeir koma í annan skóla en aðrir, sem skiluðu ekki eins góðum árangri í grunnskóla, taka sig á við breytinguna. Þótt allir geti nú hafið framhalds- nám að grunnskóla loknum þá eru það einkunnir í samræmdum grein- um sem segja til um í hvers konar áfanga nemendur byrja. Ef einkunn er undir vissu lágmarki þarf nem- andinn að fara í fornám (undirbún- ingsnám) en annars geta nemendur byrjað í framhaldsnámi en oft á mis- munandi hraða. Duglegir nemendur geta því oft flýtt fyrir sér í námi en hinir, sem verr eru á vegi staddir, geta farið sér hægar. Það er oft tals- verður munur á kunnáttu nemenda sem hafa sömu einkunn á grunn- skólaprófi og á það sér ýmsar skýr- ingar. Sumum nemendum gengur illa í skriflega þætti prófsins þótt þeim gangi vel í hlustunarþætti og málskilningi. Það er athyglisvert að oft er greinilegur munur á kunnáttu nem- enda í ensku eftir því úr hvaða grunnskóla þeir koma. Grunnskól- arnir leggja ekki sömu áherslu á alla þætti tungumálsins. Auk þess er grunnskólaprófið eingöngu úr ólesnu efni. Við þær aðstæður er ekki jafnbrýnt að skólarnir vinni saman að undirbúningi prófsins. Það er þó full þörf á aukinni sam- vinnu á milli grunnskólanna. Meiri samvinna milli skóla hlýtur að leiða til markvissari kennslu þar sem skýr- ar er kveðið á um hvað nemendur eiga að kunna að grunnskólaprófi loknu. Prófið segði þá líka um leið meira til um hvernig nemendum vegnaði í framhaldsnámi. Höfundur er kennari við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Erla Elín Hansdóttir: ForsagnargUdi samræmds prófs í dönsku Frá því að landsprófið gamla var fellt niður og samræmd próf voru tekin upp hefur mikið verið rætt og ritað um gildi samræmdra prófa og tilgang, m.a. um normalkúrfu og dreifingu. Menn hefur greint á í um- ræðu þessari og enda þótt ég ætli mér ekki beinlínis að taka þátt í um- ræðunni, þá má e.t.v. nýta eitthvað af þeim upplýsingum sem ég hef fram að færa. Ritstjórn Málfríðar fór þess á leit við mig að ég skrifaði grein um for- sagnargildi samræmda prófsins í dönsku. Þegar ég fór að hugleiða efnið betur og þó sérstaklega hvernig ætti að nálgast það, runnu fljótlega á mig tvær grímur. Ef gera ætti þessu efni fyllilega skil þyrfti vandaða könnun og úrvinnslu. Til þess var hvorki mannafli, peningar né tími. Þessi umfjöllun verður því yfirborðskennd, en gefur vonandi einhverja vísbendingu um hugsan- legar niðurstöður vandaðrar könn- unar. Eg ákvað að einskorða mig við nemendur, sem um jólin 1987 voru að taka ’sitt fyrsta próf í dönsku á framhaldsskólastigi, hvort sem það var í áfangaskóla (og heitir þá DAN 1024) eða jólapróf í heilsvetrarskóla. Til liðs við mig fékk ég skólastjórn- endur Menntaskólans við Sund og Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, sem góðfúslega veittu aðgang að upplýsingum um einkunnir nem- enda sinna skóla í þessari náms- grein, auk þess sem ég athugaði ein- kunnir eigin nemenda í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Ég bar einungis saman einkunnir nemendanna á samræmda prófinu í dönsku vorið 1987, ekki skólaeinkunn, og fyrstu einkunn í framhaldsskóla haustið 1987. Ef greinilegt var að nemendur höfðu þreytt samsvarandi próf áður, t.d. sátu aftur í 1. bekk, eða voru 17

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.