Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 29
aðferðin byggi á þeirri trú að alltaf sé hægt að finna samsvarandi orð eða hugtök á móðurmálinu og hinu er- lenda máli. Hann bendir á mikilvægi þess að nemendur geti notað málið reiprennandi og ósjálfrátt og telur að sffelld skírskotun til móðurmáls- ins sé óeðlileg og seinleg leið og geti hindrað nemandann í að ná nauð- synlegri leikni í málinu. Hann telur þó að þýðingaraðferðin geti verið nytsamleg í vissum tilvikum og þá einkum til að kanna skilning á texta. Markmiðið hljóti að vera að nálgast sem mest þær aðstæður sem börn læri móðurmál sitt við. Og hér erum við einmitt komin að þeirri aðferð sem Otto Jespersen var talsmaður fyrir og oft er jafnvel við hann kennd, þ.e. beinu aðferðinni. Jesp- ersen vill að nemendur læri málið milliliðalaust og að þeir fái sem flest tækifæri til að tala það og heyra. í stað þess að þýða texta skuli nem- endur lesa hann á hinu erlenda máli. I þeim tilvikum sem textinn reynist þeim torskilinn eigi kennarinn að reyna að útskýra fyrir þeim lykilorð á málinu eða ef kostur er að sýna þeim með hlutum eða teikningum til hvers orðin vísa. Ekki á þó að eyða ótakmörkuðum tíma í langar orð- skýringar. Kennari verði að meta hvenær hann telur skynsamlegt að útskýra orð á hinu erlenda máli og hvenær sé æskilegt að gefa þýðingu. í stað beinnar þýðingar og umfjöll- unar um formgerðir málsins komi bundnar og óbundnar æfingar, svo sem umritunaræfingar, endursagnir, lýsingar á persónum eða atburðum o.s.frv. Hvers konar óbundnar æf- ingar segir Otto Jespersen að séu af hinu góða, en það skriflega form sem hann telur þó mesta þörf fyrir að þjálfa eru bréfaskriftir, sem hann álítur að nemendur muni hafa mest not fyrir eftir að skólagöngu lýkur. Þegar haft er í huga hve mikla áherslu Otto Jespersen leggur á hið lifandi mál þarf engan að undra að hann telur framburðarkennsluna einn mikilvægasta þátt málanáms- ins. Árangursríkustu aðferðina til að kenna framburð telur hann vera að vinna með hljóðritun og hljóðfræði. Hljóðritunin þjálfi eyrað og auki næmi fyrir töluðu orði. Augljóst sé að ef tungumálakennslan á að ná yfirlýstu markmiði sínu, þ.e. því að nemendur geti skilið innfædda og gert sig skiljanlega, þá verði ekki hjá því komist að vinna markvisst með þennan þátt. Reynslan af gömlu að- ferðunum sé hins vegar að nemend- ur séu oftast að námi loknu allsendis ófærir um að skilja innfædda og eigi í mestu erfiðleikum með að gera sig skiljanlega því að framburður þeirra sé svo lélegur. Sjálfur segist hann hafa náð góðum árangri í að kenna framburð með því að láta nemendur sína vinna markvisst með hljóð- fræði, hljóðritun og „diktat.“ Hann undrast íhaldssemi kennara og segir þá gagnrýna aðferðir sínar harka- lega, jafnvel þó þær aðferðir sem þeir hafi alltaf notað og noti enn hafi reynst árangurslitlar. Framburðar- kennslan eigi að vera sjálfsagður þáttur í málanáminu allt frá byrjun. Kennarinn eigi að byrja á því að kynna fyrir nemendum hljóðkerfið, hrynjandi málsins og myndunarstað hljóða. í framhaldi af þessu hefjist svo vinnan við að tala, líkja eftir og endurtaka orð til að auka tilfinning- una fyrir framburðinum. Hann segir að kennarar verði að hafa hugrekki til að horfast í augu við staðreyndir og læra af reynsl- unni. Þeir verði sífellt að meta hvað hafi reynst vel og hvað illa og þora að reyna nýjar leiðir þar sem illa hafi tekist til. Allt of algengt sé að kenn- arar forðist nýjungar og gagnrýni allt það sem nýtt sé, en ríghaldi í það gamla, jafnvel þó að reynslan gefi tilefni til hins gagnstæða. Þannig viðhaldi kennarar úreltum kennslu- aðferðum og stuðli óbeint að árang- ursminna skólastarfi. Jespersen tekur brýnt að auka menntun kennara. Þeir tímar muni brátt heyra fortíðinni til þegar menn hafi talið það boðlegan undirbúning fyrir tungumálakennslu að hafa tek- ið próf í lögum eða guðfræði eða hafa stúderað Tacitus og Platon og lesið síðan skáldsögur eftir Dickens og Walter Scott upp á eigin spýtur. Jespersen segir að ungir og vel menntaðir kennarar eigi litla mögu- leika á endurmenntun og Danir standi langt að baki öðrum þjóðum í því að styrkja kennara til utanlands- ferða sem nauðsynlegar séu tungu- málakennurum. Og að síðustu víkur Jespersen að launamálum kennara. Hann segir kjör kennara svo bágbor- in að þeir þurfi að taka á sig mikla kennslu til að hafa í sig og á. Þetta komi að sjálfsögðu niður á gæðum kennslunnar. En engan þurfi að undra að kennarar leiti í öryggið, í gömlu aðferðirnar. Þær reynist þeim auðveldastar og leiði án mikillar fyrirhafnar til þess sem flestir hafa mestan áhuga á, þokkalegrar út- komu á prófum. Jespersen, tungumálakennsla á íslandi En víkjum nú að stöðu tungu- málakennslu á íslandi. Þó að liðið sé hátt í heila öld frá því að Sprogund- ervisning Otto Jespersens kom út í Kaupmannahöfn er fullvíst að þeir draugar, sem hann háði svo hetju- lega baráttu við, hafa ekki með öllu verið kveðnir niður. Er hugsanlegt að þær aðferðir sem Jespersen var að gagnrýna fyrir næstum 100 árum lifi enn góðu lífi í dönskukennslunni og það jafnvel þó til sé orðið kennsluefni sem byggir á öðrum hugmyndum? Og hver er ár- angurinn af margra ára dönsku- kennslu í grunnskólum og fram- haldsskólum? Á undanförnum árum hef ég starfað nokkuð sem leiðsögumaður. Það fyrsta sem ég geri eftir að hafa kynnt mig fyrir hópi danskra ferða- langa er að uppáleggja þeim að tala dönsku á Islandi. Reynsla þeirra af að tala móðurmál sitt hér er alloft sú að einkanlega unglingar færist und- an að tala dönsku, en telji sér ekkert að vanbúnaði ef um sé að ræða að tala ensku. Ég hef stappað stálinu í Danina og hvatt þá til að tala hægar og skýrar og hef meira að segja reynt að gera þeim ljóst að þrátt fyrir að unglingarnir hafi lært dönsku í fjölda ára, þá sé þetta ef til vill í fyrsta skipti sem þeir standa augliti til aug- litis við „vaskeægte dansker“ og þurfi að bjarga sér á dönsku. Með því að nálgast unglingana með þetta í huga kemur oft í ljós að unglingarnir skilja töluvert en eiga afar erfitt með að tala. Hvernig má það vera þegar höfð er í huga sú staðreynd að danska er fyrsta erlenda málið hér á landi og auk þess náskyld íslensku? Hér mætti eflaust tína til margar ástæður svo sem tískusveiflur, ensk- amerísk áhrif, unglingamenningu o.s.frv. En mín skoðun er líka sú að óöryggi unglinganna megi einnig skýra með tilliti til þeirra kennsluað- 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.