Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 23
Herdís Vigfúsdóttir: Ekki á kortinu — ekkert nám- skeið fyrir frönskukennara! Námskeið í Noregi, dagana 9.-14. ágúst 1987 Sanner hét staðurinn sem ég var að fara til. Hann er ekki að finna á neinu venjulegu korti og afgreiðslu- fólk á ferðaskrifstofum kannast tæp- ast við hann. Sem betur fór vissi ég, að til þess að komast til Sanner, skyldi fyrst haldið til Gran, staðar sem mér hafði heldur ekki tekist að finna á tiltækum landabréfum. Þeir könnuðust þó við Gran á járnbraut- arstöðinni og seldu mér miða þang- að, en engar upplýsingar fékk ég þar um framhaldið. Eg settist upp í lestina skömmu eftir hádegi 9. ágúst. Leiðin lá gegn- um þéttan skóg - svo mörg tré hafði ég aldrei séð áður á einum stað og skildi nú betur hvers vegna ísland byggðist af Noregi. Mér fannst lestin óratíma á leiðinni, enda viðkomu- staðir margir og útsýni aðeins tré. Loks kom að því að á brautarpalli einum blasti við skilti sem á mátti lesa nafnið GRAN. Auk skiltisins voru þarna fáeinar stöðvarbygging- ar og símaklefi. I fjarska sást í ein- staka húsþak milli grenitrjánna. Ekki virtist mér þetta uppbyggilegur staður á nokkurn máta og hvar var Sanner? Við vorum fimm farþegarnir til Gran. Gömul hjón - manninum hafði ég tekið eftir þegar hann kom inn í lestina einhvers staðar vegna geysilegs poka sem hann bar á bak- inu, en bakpokinn virtist mér allt að því líkamshluti sumra Norðmanna, - tvær miðaldra konur og svo ég. Gömlu hjónin virtust hagvön þarna, notuðu strax símaklefann og brátt kom eini leigubfllinn á staðnum og flutti þau'á burt, en þó ekki fyrr en bflstjórinn hafði lofað að koma aft- ur. Ég fór að tala við konurnar sem reyndust vera enskukennarar á leið til Sanner. Það fannst mér notalegt að heyra, en það var ekki jafnnota- legt þegar þær tjáðu mér að í Sanner væri enskukennaranámskeið að hefjast og AÐEINS enskunám- skeið. Ég hlyti að hafa fengið rangar upplýsingar. Ég ákvað að fara með þeim til Sanner og reyna að troða mér inn á enskukennaranámskeið- ið, ef ekki vildi betur. Fundinn Sanner - Frönskunámskeið fram undan Leigubíllinn kom og flutti okkur á undurfagran stað. Þarna hafði áður verið höfðinglegt bændasetur, þar sem skógurinn hafði verið ruddur, en lítið af véltækum túnum vegna bratta nema næst húsum. Setri þessu hafði verið breytt í hótel með nokkr- um viðbyggingum. Enginn vafi virt- ist á að þarna væri gott að vera og margt til fróðleiks og augnayndis. Á hótelinu upplýstist það von bráðar að þar yrðu haldin námskeið fyrir ensku-, þýsku- og frönsku- kennara og fegin varð ég. Mér var úthlutað vist í gríðarstóru herbergi með baði. Það var óþægilegur kuldi í herberginu, enda hitastig úti fyrir um 4 gráður. Ég skrúfaði frá ofnun- um og skreið síðan upp í rúm til að ylja mér. Enginn kom og ég var ein- búi í þessu stóra herbergi dagana í Sanner. Ég hlustaði á útvarpið - nokkrar rásir, en sem betur fór var engin þeirra í Rásar-, Stjörnu- eða Bylgjustflnum. Klukkan nálgaðist 18:30. Ég fór á fætur og leitaði að borðsalnum. Skvaldrið vísaði mér veginn. Þarna var fullt af kvenfólki og fáeinir karl- menn. Ég fékk mér sæti hjá konun- um sem ég hafði hitt í Gran. Við borðið voru auk þeirra þrjár Karí- ar, Rakel, Knut og Kjersti hver af sínu dalerni og mæltu á alls kyns norsku nema ég, sem í frístundum í Sanner talaði svo til eingöngu það hroðalega mál sem flestir íslending- ar geta tileinkað sér, en engir aðrir tala, en þar á ég að sjálfsögðu við skandínavískuna okkar. Allir í Sanner kusu heldur það tungutak af minni hálfu en dönskuna, enskuna eða frönskuna mína og má náttúr- lega leggja það út á ýmsa vegu. Aðbúnaður, fyrirlestrar og umræður Margir þátttakenda á námskeið- unum byrjuðu mánudaginn 10. ágúst með sundspretti í sundlaug hússins eða sauna-baði. Mikill og hressandi morgunverður var fram borinn á Sanner Turisthotell milli 8 og 9 á morgnana. Síðan voru fyrirlestrar, umræður og æfingar til 12:30. Glæsi- legt kalt borð og heitir smáréttir voru á boðstólum milli kl. 13:00 og 15:00, en þá hófust fyrirlestrar að nýju og hélt þeim áfram til kl. 18:00, en klukkan 18:30 var borinn fram kvöldverður sem að engu var síðri öðrum þeim mat sem Sanner hafði að státa af. Stundum var haldið áfram umræðum um fyrirlestra eftir kvöldmat, en stundum var safnast saman í einhverri vistarverunni og tekið upp léttara hjal eða sungið á ýmsum tungum. Viðurgerningur all- ur og umhverfi á Sanner Turisthotell var með miklum menningar- og glæsibrag, allar vistarverur eins og stofur í byggða- og listasöfnum, enda upplýstist það að á jörðinni 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.