Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 9
Samrœmdu prófin Viðtal við námsstjóra í dönsku, Sigurlín Sveinbjamardóttur Tekið í desember 1987 Sigurlín hefur verið námsstjóri í dönsku síðan 1984. Náms- og starfs- ferill hennar er sem hér segir: Hún lauk kennaraprófi árið 1970 og Jhefur síðan kennt á ýmsum skólastigum í 15 ár. B. A. námi í dönsku ásamt upp- eldisfræði til kennsluréttinda lauk hún árið 1979 og cand. pæd. prófi með dönsku sem aðalgrein árið 1983. Fyrst í stað var hún í hálfu starfi í kennslu með námsstjórastarfinu, en fékk leyfi frá kennslu til að geta sinnt námsstjórastarfinu betur. Staða námsstjóra í dönsku er hálft starf. Hver er tilgangur með samræmdu prófunum? Ég held að það megi líta á þessi próf sem þjónustu við framhalds- skólana - þetta eru inntökupróf í þá skóla. Reyndar átti ég ekki þátt í að móta þetta prófform, það var fast- mótað þegar ég tók við starfi náms- stjóra. En alveg frá byrjun hef ég haft með mér fólk sem var í þessu áður en ég kom og hefur því langa og mikla reynslu. Þeir sem semja dönskuprófið núna eru auk mín: Hörður Bergmann, sem var náms- stjóri í dönsku, Hörður Helgason, sem var formaður prófanefndar fyrir minn tíma og er kennari við Fjöl- brautaskólann á Akranesi, Michael Dal, kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla, Erna Jessen, kennari við Álftamýrarskóla og Pétur Ras- mussen, kennari við Menntaskólann við Sund. Hann sér um að danskan sé rétt, sem er auðvitað mjög mikil- vægt. Er eðlilegt að það sé bara einn grunnskólakennari í nefndinni? Ja, þetta er allt mjög reynt fólk sem er auðvitað mikill kostur. Þaö hefur ekki þótt nein ástæða til að skipta. Er reynsla næg ástæða til þess að breyta ekki? Eftir að „normalkúrvan“ var felld niður 1984 er mjög mikilvægt að hafa sama fólkið til að forðast sveiflur í þyngdarstigi milli ára. En í rauninni er þetta í höndum yfirmanna minna, deildarstjóra og ráðherra. Náms- stjóri hefur ekki vald til þess að breyta, en getur komið með upp- ástungur og tillögur. Hrólfur Kjartansson deildarstjóri hefur lokaorðið. Hvernig er staðið að samningu prófsins? Prófið byggir á námsskrá. Það tekur mið af því sem sagt er þar að leggja eigi áherslu á í grunnskóla. Það er engin sérstök reglugerð um þetta, heldur byggir það á námsskrá og grunnskólalögunum. Nú verðum við vör við að kennur- um úti á landi finnst oft að þeir séu ekki hafðir með í ráðum og að þetta komi allt að sunnan. Við höldum fundi einu sinni til tvisvar í viku á tímabilinu frá októ- ber til janúar og það er erfitt að fá starfandi kennara úti á landi til að sækja fundi svo oft. Er tímasetning á prófunum rétt? Mér hefur skilist að meðan þau voru haldin í febrúar - ég var reyndar ekki starfandi sem kennari þá - þá hafi tíminn frá því í febrúar og fram á vor verið erfiður í kennslu og það hafi verið erfitt að fá nemendur til að vinna. En ef það ætti að viðhalda sam- ræmdum prófum í einhverri mynd kæmi önnur tímasetning til greina? Ég hef margar hugmyndir um hvað hægt væri að gera í staðinn fyrir núverandi prófform og hvernig mætti nýta peningana miklu, miklu betur en nú er gert með könnunar- prófum og þá á öðrum tímum og ekki alltaf á sama tíma frá ári til árs. Eins og nú er háttað málum er þetta aðallega þjónusta við framhalds- skólana og kemur grunnskólanum ekki að gagni. Það er verið að kenna nemendum að taka þetta ákveðna próf og t.d. er mjög leitt til þess að vita hvernig munnlegi þátturinn verður út undan. Þú nefndir tvö atriði sem okkur langar svolítið til að spyrja þig nánar út í: Einn af fjórum færnisþáttunum, þ.e.a.s. munnlegi þátturinn fellur al- veg út úr þessu prófi. Hvað hefurðu um það að segja? Ég vil benda á að kennarar hafa möguleika á að prófa munnlega því að þeir gefa skólaeinkunn sem gildir helming á móti þessu prófi. Mér finnst alveg sjálfsagt að þeir noti það svigrúm til að gefa fyrir munnlegan þátt. Lesskilningur á að vera stór þáttur í prófinu í dönsku. enda er það sá þáttur sem við íslendingar höfum mesta þörf fyrir. Þú talaðir líka um að kennarar kenndu í rauninni upp á þetta próf. Nú virðist prófformið alltaf vera ná- kvæmlega eins. Hefur þetta atriði ef til vill orðið hvati til þess að kenna nemendum beinlínis á þetta próf? Það er kannski ekki alveg eins slæmt og maður gæti haldið að kenn- arar kenni nemendum að taka þetta próf vegna þess að það byggir á námsskrá og þeim þáttum sem á að leggja mesta áherslu á. Hlustunar- þátturinn hefur t.d. verið gerður æ erfiðari, en nemendur standa sig æ betur. Prófið getur því verið að ein- hverju leyti jákvætt, þ.e. stýrt kennslu í rétta átt. Eru textar ekki oft of framandi fyrir nemendur? Það er reynt að finna texta með 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.