Málfríður - 15.05.1988, Síða 14

Málfríður - 15.05.1988, Síða 14
Samrœmdu prófin eyðum hnikað til og þannig reynt að fá „betri“ eyður. Þessi prófunarað- ferð finnst mér mjög góð þegar nem- endur hafa náð nokkrum tökum á málinu. Hún reynir á alhliða skiln- ing og færni og sýnir glöggt hvort nemandi kann eitthvað eða ekki. Þætti A hefði að skaðlausu mátt sleppa en auka vægi eyðufyllingar- innar um fimm stig í staðinn. 3. Málnotkun Hér eiga nemendur að búa til samtal við pennavin sem sóttur er út á flugvöll. Tilgangurinn er trúlega sá að prófa með rituðu máli færni nemandans í munnlegri málnotkun og sé ég í fljótu bragði ekki aðra leið vænlegri til þess. Síðari hluti mál- notkunarkaflans er myndasaga. Þar á að snúa myndmáli í danskt ritmál, - kunn aðferð til að prófa færni í mál- notkun, skriflega eða munnlega. Mér sýnist prófið í heild vera í góðu satnræmi við markmið náms- skrár. Eg sé raunar ekki tilgang þess að prófa með skriflegu samræmdu prófi færni nemenda ( munniegri málnotkun, Þann þátt ættu kennarar að meta til einkunnar í stað þess að prófdómarar samræmdra prófa geri það og líti „fram hjá þeim villum sem ótvírætt má rekja til ritmálseink- enna, t.d. stafSetningar og þeirra málfræðiatriða sem ekki hefta munnleg tjáskipti“. (Bréf frá Menntamálaráðuneyti, dags. 13. maí 1986, óundirritað). Mér finnst vanta í þetta próf beina þýðingu af íslensku á dönsku. Þann- ig er hægt að kanna nákvæmni í vinnubrögðum sem mér finnst vel hægt að vænta af fólki eftir að minnsta kosti fjögurra ára nám. Fá- um íslenskum grunnskólanemum ætti að vera vorkunn að læra nokk- urn veginn til hlítar á fjórum vetrum danska beygingafræði. Með því að krefjast nákvæmni af nemendum í tungumálanámi í stað þess að hvetja þá til ágiskana og flumbrugangs held ég þeir verði gagnrýnni þegar þeir fara að nota kunnáttu sína í starfi, til dæmis í fjölmiðlum. Sárlega vantar ódýr orðasöfn fyrir byrjendur í dönsku, bæði danskt-ís- lenskt og íslenskt-danskt. Engin slík hafa verið fáanleg síðan hætt var að nota bækur Ágústs Sigurðssonar. Ekki hefur verið hirt um að endur- bæta og endurútgefa þær bækur, kannski vegna þess að á sínum tíma voru þær sagðar leiðinlegar og úr takti við tímann. Eg held þó að þar hafi fólk lært þá nákvæmni sem nauðsynleg er til að ná valdi á tungu- máli. Leiðinlegt og skemmtilegt eru afstæð hugtök. Mér dettur í hug það sem ég heyrði eina ellefu ára, ný- byrjaða að læra dönsku, segja í vetur þegar hún fann Kennslubók í dönsku eftir Ágúst Sigurðsson: „Ég vildi að við værum að læra þessa bók!“ Höjundur er kennari við Grunnskóla Ólafsfjarðar. Ragnhildur Pálsdóttir: Samræmt próf í dönsku 1987 Samræmt próf í einhverri mynd á að mínu áliti fullan rétt á sér. Þótt kennarar séu ef til vill þeir sem best þekkja kunnáttu nemenda sinna spila tilfinningarnar oft inn í við ein- kunnagjöf. Einnig er hætta á að næg- an samanburð vanti. Það voru hins vegar mistök að fella „meðalkúrf- una“ niður, því að meðan hún var notuð, skipti ekki máli hvaða ár nemendur tóku próf. Dönskuprófið í ár var byggt upp á svipaðan hátt og undanfarin ár. PRÓFÞÁTTUR I: „Skilningur á mæltu máli“ var mjög áþekkur sama lið í prófútn fyrri ára. í A-lið bar þó á því að nemend- um var ekki ljóst að einhver munur væri á tjaldvagni og hjólhýsi (camp- ingvogn). B-liðilf vafðist nokkuð fyrir nemendum og í sumum Stofum mátti sjá uppgjafarsvip á meiri hluta nemenda. C-liður var hins vegar léttari en oft áður. PRÓFÞÁTTUR II: „Skilningur á rituðu máli“ var byggður upp eins og á prófinu 1986. Mér fannst A-liður fullþungur mið: að við prófin á árunum 1980-1985. í þeim prófum voru notaðar teikni- myndasögur, en nú var samfelldur, frekar þungur texti. Þetta er sá prófliður sem kom oft lakari nem- endum af stað - en nú fannst mér þeim frekar fallast hendur. B-liður var góður. í C-lið hefði mér fundist réttara að láta nemendur svara spurningum á dönsku frekar en að krossa við 10 af 20 möguleikum. Yfirleitt finnst mér nemendur þurfa að skrifa helst til lítið á dönsku í prófinu. Innfyllingarverkefnið í D- lið var mun léttara í ár en oftast áður. Þennan próflið óttast nemend- ur mínir einna mest og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki mætti hvíla hann í 2-3 ár. PRÓFÞÁTTUR III: „Málnotkun“ vakti reiði mína núna líkt og í fyrra. Þessum próflið var skipt í tvennt, þ.e. samtal og myndasögu. Fyrri liðurinn var í lagi - þó voru heldur fáar línur til að skrifa á. í B-lið fengu nemendur hins vegar ekkert val. Þar átti að skrifa sam- fellda sögu í þátíð um myndasögu. Nemendur fengu engar spurningar sér til stuðnings og svo gott sem eng- in hjálparorð. Ég held að síðasti prófliður hljóti að hafa verið dæmd- ur mjög harkalega. A.m.k. sýnist mér á einkunnum nemenda minna að þéif sem ég gef hiklaust 9-9,5 fyrir ritsmíðar sínar, fái ekki nema 18-19 stig af 25 fyrir verk sín. Það væri mjög áhugavert að vita eftir hverju er dæmt og á hvaða stigi þeir kenna sem dæma þessi próf. Prófið í ár var svipað að þyngd og fyrri ár. Núna fann ég aðeins eina prentvillu í textanum. Einkunnir á samræmdu prófi í dönsku 1987 má ekki bera saman við einkunnir 1986, því að þá var einn hluti hlustunar felldur niður í einkunnagjöf og skekkti alla viðmiðun og útkomu. Það er stór spurning hvort það eigi að hafa prófin svona lík frá ári til árs. Við kennarar höfum í flestum tilfell- um tækifæri til að láta nemendur okkar fá gömul próf til að æfa sig á og þar með að kenna þeim að taka einmitt svona próf. Sumum framhaldsskólakennur- um hafa fundist samræmdu prófin allt of létt og ekki prófa rétta þætti. Hvaða þættir eru réttir? í erlendum málum finnst mér skipta höfuðmáli að nemendur skilji mælt og ritað 14

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.