Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 20
Eva Jónasson: Þriðja mál, 1. áfangi — fyrir hvern? Nemendum í framhaldsskólum landsins er á flestum brautum skylt að læra þriðja mál og valið stendur yfirleitt á milli þýsku, frönsku og spænsku. Gert er ráð fyrir að nem- endur sem sækja um inngöngu í þennan áfanga séu byrjendur í því máli er um ræðir - eða réttara sagt: gert var ráð fyrir. Æ fleiri grunnskól- ar bjóða nemendum sínum nýtt tungumál á meðal valfaga í 9. bekk. Kennslan er almennt 3 tímar á viku allt skólaárið og hópurinn er ekki mjög stór, yfirleitt 15-20 nemendur, enda fleiri valfög í boði. Af hverju velja þessir nemendur t.d. þýsku í 9. bekk? Af því að þeir ætla að búa sig undir framhaldsskólann, þeir ætla að velja þar þýsku sem þriðja mál og hafa smávegis „grunn“ til að komast sæmilega frá nýjum áfanga í nýjum skóla. Nýja skólaárið rennur upp, nem- endur mæta í fyrsta tíma í þýsku 103 og kennarinn byrjar fljótlega að tala á þýsku. Og þeir hlusta og vilja læra, þegar hann kynnir fyrstu orðin með hjálp landakorts, orð sem þeir skilja strax, setningar meira að segja, sem þeir geta sagt villulaust strax eftir fyrstu tímana. Og þeim líður vel, þetta er alls ekki erfitt, gæti jafnvel verið gaman. Ekki líður þó á löngu þar til óánægju- og hneykslunar- hljóð heyrast úr hópnum og kennar- inn kannar málið: hve margir hafa lært þýsku, hve lengi, hvaða bók hefur verið notuð, hvaða atriði eru kunn o.s.frv.? Við nánari könnun kemur í ljós að langflestir nemendur telja sig kunna mestan eða stóran hluta námsefnis í þessum byrjunar- áfanga. Alltaf eru einhverjir, þó fá- ir, sem meira að segja hafa notað ná- kvæmlega sömu kennslubók í grunnskóla og ætlunin er að kenna í framhaldsskóla. Auðvitað er kunnátta þessara nemenda mjög mismunandi, meira að segja samkvæmt eigin mati og eft- ir nokkur samtöl samþykkja flestir að þeir muni hafa gott af smávegis upprifjun og eru fúsir að lofa að vera þolinmóðir í fyrstu tímunum og vilja aðstoða þá sem ekki hafa lært málið. En sumir þessara nemenda hafa virkilega komið með góða kunnáttu úr 9. bekk og þeir duglegustu, með einkunn 9 eða 10 hafa líka fengið að fara í svokallaðan „hraðferðarhóp" sem þýðir sama kennsluefni á færri vikutímum. En stór hluti er mitt á milli; einkunnin dugði ekki fyrir hraðferðarheimild, en það er ekki heldur hægt að ætlast til þess að þeir sitji í sömu kennslustundum og þeir sem eru að byrja að læra tungumál- ið. Sjálfsagt er þetta ekki eini tung- umálahópurinn, þar sem 26 nem- endur eru komnir saman með mjög svo mismunandi undirbúning - ég geri mér grein fyrir að kunnátta nemenda í dönsku og ensku í byrjun- aráföngum í framhaldsskóla er mjög svo mismikil, en tel hér grundvallar- mun vera fyrir hendi. Annars vegar þarf að finna hentugt kennsluefni og aðferðir fyrir nemendur með mis- munandi en þó nokkra kunnáttu í erlendu tungumáli, hins vegar þarf að kenna undirstöðuatriði nýs tungumáls 8-10 nemendum í 26 manna hópi, þar sem 16-18 hafa heils árs nám að baki. Varla er hægt að ætlast til tillitssemi, þolinmæði, skilnings af 16-18 nemendum vikum saman, hvað þá að krefjast þess af 8-10 nemendum að þeir kynnist nýju tungumáli undir þessum kringum- stæðum. Hópvinnu, aukaverkefni fyrir þennan fjölda nemenda í svo langan tíma - hálfa önn? - tel ég vera fráleita hugmynd á þessu kennslu- stigi. Ekki má heldur gleyma að kennari í fullri kennslu hefur u.þ.b. 140-150 nemendur í ca. 6 hópum, með 3-4 (ef ekki fleiri) mismunandi námsefni með tilheyrandi samningu verkefna, stíla, kaflaprófa og leið- réttingum. Og öll viljum við gera öll- um vel - og gerum okkar ýtrasta nú þegar. Er ekki til betri leið að vekja - og halda - áhuga ungra nemenda á nýju erlendu tungumáli en þessi sem við förum nú? Væri fær leið að hætta við t.d. þýskukennslu í 9. bekk grunnskól- ans? Eftir mörg samtöl við nemend- ur mína tel ég það ekki vera. En líklega væri til bóta ef kennarar á þessum tveimur skólastigum gætu komið sér saman um flokk bóka fyrir hvort kennslustig svo að nem- endur þurfi ekki að lesa sömu bók- ina tvisvar. Eru hraðferðarhópar eina hjálpin sem framhaldsskólar geta boðið? Er mögulegt að bæta fleiri mismunandi byrjendahópum í þetta flókna áfanga- og hópakerfi? T.d. með því að hafa sérhópa fyrir algjöra byrjendur og aðra - þó með sama stundafjölda - fyrir þá sem hafa lært tungumálið í nokkra mánuði en komast ekki í hraðferðarhópa? Mér sýnist einfaldasta lausnin vera að hleypa þeim nemendum sem hafa komið með ágætiseinkunn frá grunnskóla beint í áfanga 203. Hrað- ferðarhóparnir gætu þá tekið við nemendum sem hafa fengið einkunn 7-8 og hinir kæmu í hóp með byrj- endum. Gaman væri að heyra hvort fleiri kennarar eða skólar sem eiga við sama vanda að etja, hafa fundið betri leiðir og mikilvægt væri að fá viðbrögð frá báðum skólastigum. Nemendanna vegna fyrst og fremst verðum við að leysa þennan vanda á skjótan og farsælan hátt. Með von um'viðbrögð, Eva Jónasson, MH 20

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.