Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 15
mál. Þess vegna fagna ég mjög því
nýja hlustunarefni í dönsku sem nú
er komið á markaðinn og vona að
fjárskortur hamli ekki frekari út-
gáfu. Það veitir sannarlega ekki af
hlustunarefni, því að fæstir nemend-
ur heyra dönsku annars staðar en í
skólanum.
Hvort samræmt próf í dönsku er
of létt fyrir þá sem fara í framhalds-
skóla skal ósagt látið. Það er ekkert
nýtt að nemendur lækki í einkunn
við að komast í „æðri“ skóla.
Danska er nú ekki beinlínis vinsæl-
asta fagið í skólanum en oft eru for-
eldrar og stundum samkennarar
verri viðureignar en nemendur sjálf-
ir, þegar talið berst að dönsku-
kennslu. Þó held ég að fátt fullorðið
fólk vildi vera án þess að vera læst á
Norðurlandamál.
Höfundur er kennari við Garða-
skóla, Garðabœ.
Trausti Steinsson:
Samræmdu
prófin
Hvað skal um þau segja? Er ég
hlynntur þeim? Eða er ég á móti
þeim? Það er nú það. Um það er ég
bara ekki alveg viss á þessari stundu.
Stundum er ég hlynntur þeim.
Stundum á móti. Sumt sé ég gott við
þau. Sumt slæmt. Eins og gengur.
Ekkert eitt og einhlítt svar. Engin
pottþétt „patentlausn".
Sko! Dýrategundin „homo sap-
iens“ er grimm. Eins dauði er annars
brauð. Til sjós og líka lands tíðkast
goggunarraðir. Allir þekkja frum-
skógarlögmálið: „the survival of the
fittest". Breytum við þessu? Með
mannúð? Varla. Stilla má til nokk-
urs friðar, jafna nokkuð hlutskipti
hinna hæfustu og hinna óhæfustu.
En út úr jöfnunarsjónarmiðinu má
snúa. „All (animals) are equal but
some are more equal than others“:
Allir eru jafnir, en sumir eru jafnari
en aðrir, sagði Orwell. Og hvar
stöndum við svo?
Æ,æ, orðhengilsháttur er þetta.
Snúum okkur að efninu - samræmdu
prófunum. Samkeppni ríkir, hvort
sem okkur líkar betur eða verr. Fólk
er alltaf að gangast undir próf, leynt
og ljóst. Er þá ekki heiðarlegast að
halda þau fyrir opnum tjöldum, með
vissu millibili, og birta niðurstöð-
urnar opinberlega - frekar en að
vera að pukrast með hlutina?
Tökum dæmi: Skóli úti á landi út-
skrifar nemendur úr 9. bekk. Sam-
ræmdu prófunum er ætlað að mæla
skilning og þekkingu nemendanna á
vissum sviðum og niðurstöðurnar
eru birtar. Framhaldsskólafrömuðir
hafa aðgang að þeim og geta á
grundvelli þeirra hleypt nemendum
inn í skóla sína eða haldið þeim fyrir
utan. Gott og vel. Ef samræmdu
prófin væru ekki haldin myndu
grunnskólakennarar sjálfir gefa
nemendum sínum einkunnir eða
vitnisburð og framhaldsskólafröm-
uðir yrðu að treysta þeim. Það hefði
bæði galla og kosti í för með sér.
Aðalgallinn væri sá að framhalds-
skóla skólastjórar yrðu að renna dá-
lítið blint í sjóinn með það hverjum
þeir hleyptu inn í skólana. Kostur-
inn væri aftur á móti sá að kennurum
og stjórnendum grunnskóla yrði þar
með veitt nýtt og annars konar að-
hald en áður. Þeir, og nemendur
þeirra, bæru meiri ábyrgð á sjálfum
sér, kennslu sinni, námi sínu og
skólastarfinu öllu. Þeir gætu mótað
sína menntastefnu, ráðið námsefn-
inu og hvernig, hvenær og í hverju
yrði prófað. Stjórnendur framhalds-
skóla yrðu síðan, hver og einn, að
treysta því að sérhver grunnskóla-
kennari væri að gera sitt besta og
koma öllum nemendum sínum til
eins mikils þroska og mögulegt er.
Þannig yrðu stjórnendur að renna
blint í sjóinn með það hver kunnátta
nemenda væri úr hinum ýmsu skól-
um að loknum 9. bekk. Og þeir yrðu
að meta hvern nemanda á 1. ári
framhaldsnáms á hans eigin forsend-
um, án þess að stimpla hann, for-
dæma eða upphefja um of fyrirfram.
Það sem ég áður nefndi megingalla
væri orðinn kostur.
Ég held innst inni og hef lengi
haldið að við kennarar á öllum
skólastigum verðum að treysta því
að við viljum og reynum öllum
stundum að koma öllum nemendum
okkar til eins mikils þroska og
Samrœmdu prófin
mögulegt er og þurfum ekki próf til
þess að ofan eða sunnan, svokölluð
samræmd próf.
Hitt er annað mál að aðhaldið,
samkeppnin, verður alltaf til staðar.
Fái kennarar einhvers skóla orð á sig
fyrir að útskrifa illa undirbúna nem-
endur þá finna þeir væntanlega fyrir
því og reyna að gera betur næst. Það
held ég að dugi sem aðhald.
Þroski hefur verið lykilhugtak í
þessum skrifum mínum. Sumir ná
tökum á því 12 ára gamlir, sem aðrir
ná kannski ekki tökum á fyrr en 15
ára, t.d. íslenskri málfræði og staf-
setningu. Sumir hafa vald á mjög
„abstrakt“ hugsun og erlendum
tungumálum 14-15 ára sem aðrir ná
ekki tökum á fyrr en um tvítugt.
Þetta hefur ekkert með greind eða
námshæfileika að gera. Skólarnir
ættu að gefa nemendum sínum, og
gera það eflaust víðast hvar, ein-
kunnir eða vitnisburð fyrir vinnu-
semi, samviskusemi, framfarir og
jafnvel framtíðarmöguleika, í ljósi
þess þroska sem þeir hafa öðlast,
sem sagt fyrir þætti sem samræmd
próf geta engan veginn mælt.
í stuttu máli er niðurstaðan þessi.
Ég mæli með því að grunnskóla-
fólki, skólastjórum, kennurum og
nemendum um land allt verði færð
meiri völd og þar með meiri ábyrgð á
sjálfum sér og sínum gerðum. Þar
með fá þeir líka meira og hollara
aðhald, t.d. frá foreldrum, en hing-
að til hefur tíðkast.
Höfundur er kennari við Dalvíkur-
skóla.
Sigurlína Magnúsdóttir:
Um samræmdu
prófín í ensku
í dag er enska skyldunámsgrein í
grunnskólum landsins og ein af sam-
ræmdu greinunum, þ.e.a.s. ein af
fjórum greinum, sem prófað er í á
samræmdum prófum í 9. bekk.
Samkvæmt námsskrá í ensku ber
að stefna að því í kennslunni að
þjálfa nemendur í fjórum meginþátt-
um, þ.e. að tala málið, hlusta á það,
lesa það og skrifa. í lok fjögurra ára
15