Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 13
Samrœmdu prófin
Þórir Jónsson:
I ni samræmd
próf í dönsku
Skráð í maí 1987
Tískusveiflur verða í kennslu
tungumála og prófum ekki síður en í
fatnaði og deilt er um ágæti hverrar
og einnar. Hver sem aðferðin er
hlýtur markmið tungumálanáms
ætíð að vera hið sama: að nem-
andinn geti notað málið skriflega og
munnlega, sér og öðrum til gagns og
gamans.
Samkvæmt námsskrá eiga nem-
endur yfirleitt að kunna nægilega
mikið í dönsku eftir nám í níunda
bekk til þess
— „að skilja þegar talað er sæmi-
lega skýrt með eðlilegum hraða —
að tala þannig að málið skiljist — að
lesa og skilja texta með almennum
orðaforða — að skrifa samfellt al-
gengt mál rétt í grundvallaratrið-
um.“ (Aðalnámsskrá grunnskóla.
Erlend mál, enska og danska, bls. 1)
Að loknum námsáfanga er reynt
að gera sér grein fyrir hvort settu
marki hefur verið náð í kennslunni.
Deila má um hvort mælistika er rétt
eða röng en vafist hefur fyrir bæði
skóla- og stjórnmálamönnum að
finna annan kvarða á námsárangur
en próf og einkunnagjöf í einhverri
mynd.
Menn hafa fundið samræmdum
prófum það til foráttu að vera stýr-
andi í kennslu, - kennarar fari að
kenna nemendum prófin í stað þess
að kenna námsgreinina og noti þau
sem svipu á viljalitla nemendur. Séu
samræmdu prófin slíkur áhrifa- og
ógnvaldur er það vissulega leitt en
mér þykja það léleg rök gegn sam-
ræmdum prófum. Aðeins í einni
grein, íslensku, er námsefni að
nokkru bundið ákveðnum kennslu-
bókum. í dönsku er hvorki miðað
við ákveðnar bækur, hljómbönd né
yfirferð og hafa því kennarar frjálsar
hendur bæði í vali efnis og hverjum
tökum þeir taka kennsluna og hreint
ástæðulaust að minnast nokkurn
tímann á samræmt próf við nemend-
ur, hvað þá að nota þau eins og
kennsluefni.
Ég álít samræmd próf nauðsynleg
í grunnskólanum eins og málum er
nú háttað á þeim bæ. Kennaraskipti
eru tíð og þeir vita sem vilja að til
kennslu kemur oft fólk sem ekki hef-
ur lært til þeirra verka. Samræmd
próf eru ofurlítil trygging fyrir því að
þeir sem við kennslu fást líti stund-
um í námsskrána og reyni jafnvel að
kenna í samræmi við hana.
Ég held þó að ekki sé æskilegt að
binda yfirferð við ákveðnar bækur
eins og að nokkru er gert í íslensku
og einnig finnst mér hæpið að tak-
marka samræmda prófun við ís-
lensku, ensku, eitt Norðurlandamál
og stærðfræði. Jafnvel kæmi til
greina að tilkynna ekki í hvaða
greinum prófað yrði fyrr en undir
vor.
Hér á eftir ætla ég að greina frá því
hvernig mér finnst dönskuprófið í
vor prófa kunnáttu nemenda miðað
við forsendur námsskrár.
Prófið var líkrar gerðar og undanfar-
in ár:
1. SkiLningur ámæltumáli: A þáttur: 6
stig B þáttur: 8 stig C þáttur: 16 stig.
Alls 30 stig
2. Skilningur á rituðu máli: A þáttur: 5
stig B þáttur: 15 stig C þáttur: 10 stig
D þáttur: 15 stig. Alls 45 stig
3. Málnotkun: A þáttur: 10 stig B þátt-
ur: 15 stig. Alls 25 stig
Samtals 100 stig
1. Skilningur á mæltu máli.
Pessi prófþáttur þykir mér vel
gerður. Lestur er skýr, ekki hraður
og raddir góðar. Nemendur svara á
íslensku spurningum úr textum og er
hinn fyrsti léttastur en hinn síðasti
þyngstur og viðamestur. Tilefni eru
ekki gefin til ágiskana.
2. Skilningur á rituðu máli.
í þætti A þarf að leysa verkefni úr
fremur léttum texta með því að velja
fimm sinnum einn möguleika af fjór-
um gefnum. Mér finnst þessi
prófþáttur lélegur. Til að leysa
fyrsta verkefnið þarf einungis að vita
að París er höfuðborg Frakklands.
Giska má á rétta lausn allra verkefna
og eru 25% líkur að rétt sé. Valverk-
efni af þessu tagi prófa illa kunnáttu
eða færni - nema dregið sé frá fyrir
röng svör.
Þáttur B er leystur með því að
svara á íslensku spurningum úr
ósköp venjulegum dönskum texta.
Hér reynir mun meira á skilning
nemenda en í þætti A, - þetta er
eiginlega þýðing af dönsku á ís-
lensku. Mér þykir eðlilegt að prófa
skilning á ólesnum texta á þennan
hátt. Hins vegar tel ég rétt að prófa
úr lesnum texta með beinni þýðingu.
C liður þessa prófþáttar byggist á
fremur léttum texta úr dagblaði.
(Ogsá en avis?). Hann er leystur
með því að krossa við 10 réttar full-
yrðingar af 20, réttum og röngum,
sem gefnar eru á dönsku. Eigi að
nota valspurningar held ég þetta sé
skásta leiðin að því tilskildu að dreg-
ið sé frá fyrir röng svör. Raunar sé ég
ekki þörfina á þessum þætti því hann
prófar hið sama og liður B en gerir
það verr því hér gefst tilefni til ágisk-
ana.
Þáttur D er eyðufylling (cloze-
test). Við gerð prófsins hefur ekki
verið sleppt sjötta hverju orði heldur
13