Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 35
BRÉF
MENNING OG TUNGUMALAKENNSLA
í tilefni af haustnámsstefnu STÍL
1987 um stefnur í tungumálakennslu
á íslandi.
Námsstefnan var haldin þann 17.
október síðastliðinn í Reykjavík. í
einu erindinu var tekið undir skoð-
anir Danans Ottó Jespersen um að
tungumálakennsla ætti að ná yfir
menningu viðkomandi þjóðar. Und-
irritaður mótmælti þessu viðhorfi
sem stefnu og einnig boði í nýrri
námsskrá menntamálaráðuneytisins
þess efnis að kenna skuli um menn-
ingu og lífshætti enskumælandi
þjóða „eftir því sem kostur er“. Slík
kennsla á samkvæmt námsskrá að
vera hluti skyldunám í ensku á fram-
haldsskólastigi. Skoðun undirritaðs
er hins vegar sú að óréttlætanlegt sé
að skylda nokkurn kennara erlendra
mála til slíkrar kennslu, heldur eigi
að leyfa honum og nemendum hans
að velja eða hafna í þessu tilliti.
Mér finnst ekki réttlætanlegt að
skv. námsskrá þar sem ráðstafað er
peningum okkar skattborgaranna sé
ekki jafnframt gert að skyldu að
kennt verði um menningu annarra
grannþjóða, t.a.m. Grænlendinga
og Færeyinga. Að ég tali nú ekki um
að tungumálakennarar séu alveg
lausir undan því að kenna um menn-
ingu og lífshætti þeirra tveggja þriðj-
unga íbúa heimsins sem svelta. Par
sem þeir eiga fæstir ensku að móður-
máli má sópa lífsháttum þeirra undir
teppið.
Sumir eru e.t.v. þeirrar skoðunar
að menning okkar sé skyldari menn-
ingu enskumælandi þjóða, sérstak-
lega Breta eða Bandaríkjamanna,
heldur en menningu nágrannaþjóða
okkar. Þetta er auðvitað rétt hvað
snertir Grænlendinga. En jafnframt
má spyrja að hvaða leyti innflutt
efni, t.d. í útvarpi og sjónvarpi hafi
valdið því að menning okkar sé orð-
in svo lík þeirri erlendu. Er rétt að
námsskrá íslenska ríkisins ýti frekar
undir þetta? Ef skyldleiki er helsti
mælikvarði á nauðsyn þess að kenna
tungu og um menningu, ættum við
þá ekki frekar að kenna færeysku
heldur en dönsku eða ensku? Kenn-
ari úr félagi þeirra kennara sem
kenna önnur mál en dönsku vakti
einmitt athygli mína á þessu þegar
ég var búinn að tala á námsstefn-
unni. „Hvaða gild rök eru fyrir því“,
spurði sá kennari „að halda dönsku
og lífsháttum í Danmörku hærra á
lofti en máli og lífsháttum annarra
Norðurlandabúa?" Ekki gat ég svar-
að því, lesandi góður, því þetta val
sýnist mér stafa af sögulegri slysni,
en ekki af heimspekilegum rökum.
Þannig er þessi stefna okkar í tungu-
málakennslu byggð á sandi.
Fleiri rök vil ég setja fram á móti
því að skylda tungumálakennara til
að kenna um menningu, þótt varla
verði hægt að kenna tungumál alger-
lega menningarsnauð, þó svo að
kennari óskaði þess. Ekki fyrr en
Esperantó eða eitthvað álíka rót-
tækt tekur við. „Menning" er hug-
tak, eins og margir hafa gert sér
grein fyrir síðan a.m.k. á síðustu
öld, sem mjög oft er notað til að
viðhalda snobbstéttum. Slíkar stétt-
ir kunna að eigin sögn betri skil á
„menningunni“ heldur an aðrar
stéttir og aðgreina sig jrannig frá
(lesist ,,ofar“) þeim. Ahugi sem
beinist frekar að vélasamsetningu,
veðri, íþróttum o.s.frv.. hefur
sjaldnast einkennt æðri stéttir á
Vesturlöndum eða skilgreiningu
þeirra á „menningu". Vafasamt er
að námsefni sem íslenskir kennarar
velja til að uppfylla menningarskyld-
una komi mikið inn á þessi „ómenn-
ingarlegu" svið heldur. En ég vil
bara spyrja um þarfir sem fé skatt-
borgaranna á að uppfylla: Til hvers á
að skylda tungumálakennara til að
elta þetta vafasama hugtak „menn-
ingu“ og þegja e.t.v. um mengunar-
varnir, kynsjúkdóma og margt
fleira? Allavega er ég viss um að það
sé hollt að læra um hið síðarnefnda,
en ég er ekki svo viss um þörfina
fyrir „menningu“.
Rök Jespersen fyrir menningar-
þættinum í tungumálakennslu
byggðust að einhverju leyti á meint-
um tengslum tungumáls og menn-
ingar þeirra sem tala það. Hvað
þetta varðar þarf að endurtaka það
sem ég hef óbeint sagt hér að ofan,
að skólar gætu kennt óendanlega
margt í tungumálanámi, jafnvel
menningu allt annarra þjóða en
þeirra sem tala viðkomandi mál.
Það er því óverjandi að taka menn-
ingu einnar þjóðar fram yfir menn-
ingu annarra bara af því að hún teng-
ist tungumálinu beint og þá fram yfir
annað hugsanlegt efni svo sem
mengun. Samt vil ég taka undir með
Jespersen að menning tengist að ein-
hverju leyti tungumáli, en varla
þannig að nemendur á grunn- og
framhaldsskólastigi hafi mikið gagn
af að pæla í hlutum eins og hvers
vegna b-hljóð sé orðið að p-hljóði
eða hvers vegna orðið board hafi
annan framburð og merkingu í
ensku nú til dags en í íslensku. Eg
hef sjálfur numið fjögur mál í fjórum
háskólum í jafnmörgum ríkjum án
þess að verða var við að slíkir hlutir
komi svo nokkru nemi inn í það há-
skólanám sem flestir tungumála-
kennarar taka.
Ljóst er því að flestir tungumála-
kennarar eru ekki sérmenntaðir til
að kenna um menningu. Það erfrek-
ar hlutverk sögu- félagsfræði- og
landafræðikennara. Ef við lítum
þannig á að fræðsla um menningu sé
ekki meira virði fyrir nemendur
okkar en fræðsla um mengunarvarn-
ir eða sjúkdóma, þá hlýtur hending
að ráða efnisvali þar sem kennarar
hafa ekki fengið sérstaka þjálfun í
þessu tilliti. Segjum að við veljum af
35