Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 21
„Megum ekki lokast inni menningarlega66 — segir Sigurlaug Bjarnadóttir formaður Félags frönskukennara „Franskan stendur sig þó nokkuð vel, þó að ég hafi ekki heildartölur yfir það. Hún gerir það í Hamrahh'ðarskól- anum og öðrum skólum sem ég hef haft spurnir af. Hins vegar eru blikur á iofti um þriðja málið yfirleitt,“ sagði Sigur- laug Bjarnadóttir formaður Félags frönskukennara þegar við ræddum við hana á dögunum um stöðu frönskunnar í íslenska skólakerfinu. „Framgangur þriðja málsins," hélt Sigurlaug áfram, „veltur að miklu leyti á þeirri afstöðu sem Há- skóli Islands tekur og hverjar kröfur einstakar deildir Háskólans gera um tungumálaþekkingu nemenda sinna. Það eru því mikil vonbrigði fyrir frönskufólk og aðra, sem stuðla vilja að sem mestri fjölbreytni í menntun og menningu að lesa bækl- ing þann sem nú er dreift til fram- haldsskólanema og ætlað er að kynna innra starf H. í. Par leggj a for- svarsmenn flestra deilda mesta áherslu á enskukunnáttu en þeim mun minni á frönsku og þýsku. Enn- þá er þetta ekki opinber stefna Há- skólans sem slíks, en ég álít að verði hann á þessari línu áfram, sé hann á villigötum". „Stærri málfélög en við vilja sporna við fótum“ „Enskan er ríkjandi í almennri málnotkun í heiminum. Að halda henni á lofti meira en orðið er, leiðir aðeins til menningarlegrar einangr- unar. Stærri málfélög en við, t.d. Frakkar, vilja sporna við fótum. Pað er of mikil einföldun að halda því fram að á ensku séu langflest rit sem háskólafólki komi að gagni. Það vita sænsku stærðfræðingarnir sem þurfa að læra að stauta sig fram úr rússn- eskum stærðfræðiritum og norsku raunvísindamennirnir og lögfræði- nemarnir sem nú fá sérstaka tilsögn í frönsku áður en þeir útskrifast. Hin- ir síðarnefndu læra ekki endilega sérfræðimálið heldur hið almenna mál sem snertir franskt þjóðlíf. íslenskir háskólakennarar verða að vera jafnvíðsýnir og erlendir starfsbræður þeirra ef við eigum ekki að missa af lestinni og lokast inni menningarlega" „Franskir vísindamenn í sókn“ Títtnefndir háskólakennarar mæla fremur með þýsku en frönsku. Eru það ekki úrelt rök sem stjórna því að gert sé upp á milli þessara tveggja tungumála á svo afgerandi hátt? „Rökin eru úrelt að því leyti að við lifum í breytilegum heimi og verðum að geta hreyft okkur innan annarra málsvæða en hins germanska. Þýsk- an er meira notuð hérlendis í dag, en ekki er þar með sagt að svo verði áfram. Það hafa heyrst raddir frá ís- lenskum stúdentum erlendis, þar sem skorað er á yfirvöld að draga ekki í land með frönskukennsluna, enda sé fjöldi nauðsynlegra vísinda- rita ekki aðgengilegur nema á frönsku. Frakkar hafa stórlega sótt í sig veðrið á raunvísinda- og tæknisvið- um og rannsóknir franskra vísinda- manna vekja athygli. Margt bendir því til þess að við sem aðrar þjóðir munum sækja nýjungar til Frakk- lands og þá er betra að vera ekki orðinn alveg mállaus á franska tungu. Að mínum dómi ætti að vera miklu meira jafnræði milli frönsku og þýsku en nú er. Þau rök að skipa þessum tungumálum á tvo aðskilda bása, - öðru innan húmanismans og hinum með vísindum og tækni, eru hættuleg og eiga ekki rétt á sér. Og þetta „fagidioti“ sem lengi hefur loðað við vísinda- og tæknimenn er að mildast að mér hefur heyrst upp á síðkastið. Eg man að í útvarpsfrétt- um ekki alls fyrir löngu var sagt frá viðhorfum Breta í þessum efnum, en bresk fyrirtæki eru í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir kostum þess að hafa á sínum snærum starfsfólk með almennan menntunarbakgrunn. Þeir telja að sérfræðingar í undir- stöðugreinum geti lengi bætt við sig þekkingu í sinni sérgrein, en þörfin nú kalli á fólk sem hafi alhliða menntun og hæfileika til samskipta við sem flestar þjóðir og þekki um leið til sögu þeirra og siða.“ Lengi býr að fyrstu gerð. Hvers vegna hefur franska ekki verið kennd í níunda bekk grunnskólans í meira mæli en verið hefur? „Á þessu eru tvær skýringar, að ég held. Of fáir skólastjórar leggja áherslu á að fá frönsku sem valfag, en vilji þeir bæta úr því fá þeir tæpast kennara. Á málþingi STÍL s.l. haust kom fram að franska var á skólaár- inu 1986-87 kennd í tveimur grunn- skólum landsins af rúmlega tvö hundruð, Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi og Holtaskóla í Keflavík. Sam- anburður við þýskuna er óhagstæð- ur en hún var kennd í 46 grunnskól- um.“ „Hver getur annað en látið hrífast“ Hér gæti fræðsluvarp bætt um bet- ur. Eru uppi áform um frönsku- kennslu í sjónvarpinu? „Ég geri ráð fyrir því. Við höfum haft slíka kennslu áður og munum fylgjast grannt með þróuninni. Þegar ég var úti í Danmörku fyrir ári 21

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.