Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 25
seint til Norðurlanda og hefði það í för með sér að öll kennsla erlendra tungumála á háskólastigi væri að breyta nokkuð um svip. Turid kvað þessari tegund nám- skeiða fjölga ört um þessar mundir. Árið 1983 hefði í fyrsta skipti verið boðið upp á frönskunámskeið fyrir nemendur raunvísindadeildar að beiðni deildarinnar. Árið 1987 hefði verið boðið upp á námskeið í þýsku, ensku og frönsku fyrir nemendur sem leggja stund á ýmsar greinar raunvfsinda og sérstakt frönsku- námskeið fyrir laganema. Þá væru og haldin enskunámskeið ætluð em- bættismönnum og hefðu þau aðal- lega beinst að þýðingum. Turid Henriksen lýsti frönsku- námskeiðunum nokkuð og þeim vandamálum sem strax hefðu blasað við kennurum. I upphafi hefðu þeir talið að sérstaka áherslu yrði að leggja á fagmál þeirra greina sem þátttakendur legðu stund á, en það hefði strax reynst ógerlegt að finna fagmál sem hæfði sundurleitum nemendum hópsins. Það hefði líka von bráðar komið í ljós að nemend- ur áttu auðveldast með að tileinka sér fagmál greina sinna og töldu sig hafa mesta þörf fyrir að læra daglegt mál og kynnast menningu og siðum Frakka. Aðeins þeir nemendur, sem lært hafa einhverja frönsku áður, hafa heimild til að sækja námskeiðin, sem standa í 15 vikur og í hverjum hóp hefur hámarksfjöldi nemenda verið takmarkaður við fimmtán. Kennt er 8 stundur í viku og skyldumæting (að undanskildum nokkrum stundum sem varið er til textalesturs og mál- fræðiæfinga). Raungreinastúdentar, sem sótt hafa frönskunámskeið háskólans, fá styrk norskra stjórnvalda til dvalar við Háskólann í Caen eitt ár. I upp- hafi var um 15 styrkþega að ræða hverju sinni, en sú tala hefur nú verið hækkuð í 20. Flestir þessara nemenda leggja síðan stund á fram- haldsnám í sinni grein við franska háskóla. Þá fá um 10 laganemar styrk til árs dvalar við háskólann í Aix-en-Provence. Verkfræðistúdentar hafa fengið einhverjar einingar fyrir frönsku- nám við háskólann í Osló, enda telja norsk yfirvöld mjög mikilvægt, að eiga jafnan verkfræðinga sem stund- að hafa nám við franska háskóla. Hins vegar hafa laganemar engar einingar hlotið fyrr en að lokinni vinnu við franskan háskóla að ein- hverju því verkefni sem snertir sér- grein þeirra. Það ákvæði hefði þó ekki dregið úr aðsókn að námskeið- um fyrir laganema. Fleira markvert kom fram í máli Turid Henriksen, en verður ekki rakið hér, enda er ég hrædd um, að hér sé komið fram yfir kurteisis- mörkin í lengd á grein í Málfríði. Að lokum þakka ég STÍL og NORSKUM MÁLAKENNURUM fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að dvelja í Sanner, hitta norræna kenn- ara og kynnast viðhorfum þeirra. Af því hafði ég bæði GAGN og GAM- AN! Höfundur er kennari við Menntaskólann við Hamrahlið. 25

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.