Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.05.1988, Blaðsíða 16
Samrœmdu prófin skyldunáms í ensku eiga nemendur að geta bjargað sér á málinu í sam- skiptum við útlendinga við hvers- dagslegar aðstæður og vera færir um að stofna og treysta félagsleg tengsl. Til þess að ná þessum meginmark- miðum þarf í kennslunni að leggja mikla áherslu á talað mál og hlustun. Þegar að því kemur að meta kunn- áttu nemenda verður að hafa í huga að námsmat á að endurspegla áherslur í kennslu. Fram til þessa hafa samræmdu prófin í ensku ekki staðist þær kröfur, sem settar eru fram um námsmat. Þar er einn stór galli og hann er sá að ekkert munn- legt próf fer fram. Einn af fjórum meginþáttum sem kenna á sam- kvæmt námsskrá og leggja ber mikla áherslu á verður alveg útundan þegar kemur að prófunum. Þetta er verulega slæmt þar sem nokkuð margir nemendur geta talað ensku prýðilega, en gengur verr að skrifa málið og fá þ.a.l. slakari einkunn en þeir myndu kannski annars fá. Auk þess er það líka mikilvægara fyrir nemendur að geta talað málið held- ur en að geta skrifað það, af því að fleiri koma til með að þurfa að tala ensku utan veggja skólans en að skrifa hana. Aðeins lítill hluti af grunnskólanemendum þarf að geta skrifað ensku skammlaust eftir að skyldunámi lýkur. Þennan galla er bæði erfitt og dýrt að laga og verður sennilega ekkert breytt á meðan samræmd próf í ensKu verða lögð fyrir í 9. bekk. Til að reyna að vega upp á móti þessum galla leggja sumir kennarar munn- legt próf fyrir nemendur sína og nið- urstöður þeirra koma síðan inn í vetrareinkunn þeirra. Þetta geta því miður ekki allir kennarar gert. Það að ekki skuli vera munnlegt próf á samræmda prófinu í ensku leiðir til þess, í mörgum tilvikum, að minni áhersla er lögð á þennan þátt í kennslunni en skyldi. Það er nefni- lega allt of auðvelt fyrir bæði kenn- ara og nemendur að tala á móður- málinu (hér er gengið út frá því að kennarinn sé íslenskur) og svo eru líka til kennarar sem finnst þeir ekki hafa nógu góða þjálfun í að tala ensku og nota hana því sem minnst. Þetta er mjög bagalegt fyrir alla því ekki er nóg að skilja málið. Það þarf að vera hægt að tala það líka. Ekki er rétt að einblína á galla heldur líka að líta á kosti prófsins. Prófið veitir visst aðhald sem nauð- synlegt er bæði kennurum og nem- endum. Það eru ákveðin atriði sem þjálfa þarf nemendur í svo þeir standist kröfurnar sem gerðar eru til þeirra. Þrír þessara þátta eru síðan prófaðir og mikið kapp lagt á að þjálfa nemendur í þeim. Ef þetta að- hald sem samræmdu prófin veita kæmi ekki til væri hætta á að ein- hverjir þættir fengju minni áherslu en nauðsynlegt þykir. Það er mis- auðvelt að kenna þessa þætti og allt of auðvelt að sleppa því sem erfiðara er ef enginn eða ekkert er til að meta árangurinn. Til eru þeir sem halda því fram að þetta aðhald sé af hinu verra, þeim séu settar of miklar skorður með efnisval, þeir geti ekki gert eins mikið með nemendum sín- um o.s.frv. Þetta tel ég alrangt. Það er hægt að gera það sem kennarinn vill gera með sínum hópum ef hann aðeins hefur tíma og hugmyndaflug. Góðar hugmyndir, sem passa kannski ekki alveg inn í námsefnið eins og þær koma fyrir, er vafalítið hægt að aðlaga efninu þannig að þær verði nothæfar. Eins og einn góður kennari sagði: „Good ideas should be adapted not adopted!“ Annað ágæti prófsins er það að kennarar sjá betur hvernig nemend- ur þeirra standa sig miðað við nem- endur í öðrum skólum. Þetta er n.k. mælikvarði sem nauðsynlegur er kennurum, sem ekki hafa mikið samband við aðra kennara í grein- inni, til dæmis vegna stærðar skólans og búsetu. Margir kenna einnig aðr- ar námsgreinar og hafa hreinlega lít- inn eða engan tíma til að sækja til annarra enskukennara. Fagkennari í ensku í litlum skóla úti á landi ein- angrast óhjákvæmilega faglega séð og samræmda prófið getur gefið honum ágætis hugmynd um kunn- áttu nemenda sinna miðað við aðra. Ef hann hefði ekki einhvern mæli- kvarða svipaðan samræmdu prófun- um velti hann því fyrir sér í tíma og ótíma hvernig nemendur hans kæmu út. Við tungumálakennslu í dag eru mikið notaðar kennsluaðferðir þar sem líkt er eftir raunveruleikanum. Þar læra nemendur fljótlega eitt- hvað sem þeir geta raunverulega notað og þeim finnst það mikils virði og það hvetur þá til þess að læra meira, til þess að reyna betur, segja frá flóknari atriðum sem tengjast á einhvern hátt lífi þeirra o.s.frv. Ef kennslustundir eiga að endurspegla raunveruleikann eins og nemendur þekkja hann, þá verður innihald prófanna líka að gera það. Námsmat á jú að endurspegla áherslur í kennslu og ef innihald prófa er mjög frábrugðið innihaldi námsefnisins og nær langt út fyrir reynsluheim unglinganna, þá hefur það sýnt sig að nemendur hætta fyrr að reyna ef þeir rekast á mótstöðu heldur en þeir annars gerðu. A þetta kannski sérstaklega við slakari nemendur. Vil ég taka sem dæmi eyðufyllingar sem verið hafa fastur þáttur í sam- ræmdu prófunum. Vorið 1987 fjall- ®BÚNAÐARBANli ÍSLANDS 1 Flutningurerokkarfag _| EIMSKIP 1 Fi mtmd 16

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.