Málfríður - 15.05.1997, Page 15

Málfríður - 15.05.1997, Page 15
Kolbrún Valdemarsdóttir: NORDLINGUA Finnland 1996 - Esbo 24.-28. júní Löng hefð er fyrir samvinnu tungumálakennara á Norður- löndum. Gott dæmi þar um er ráðstefna tungumálakennara. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi 1977, næsta í Reykjavík 1980, Bergen 1984, Umeá 1988, Hirtshals 1992 og nú síðast í Esbo, Finnlandi 1996. Þá kemur aftur röðin að okkur árið 2000. Vettvangur ráðstefnunnar var tækniháskólinn í Esbo, sem er rétt utan við Helsinki. Hann var hannaður af hinum fræga arkitekt Finna, Alvar Aalto. Þátttakendur voru um 400 og flestir finnskir. Hver dagur hafði ákveðið þema, en þau voru: sköp- unarþörf, menning, aðferðafræði og málefni líðandi stundar. Fyr- irlestrar voru haldnir milli kl. 9-17 flesta dagana og urðu alls 40. Þorri fyrirlesaranna var finnskur en einnig voru þeir frá hinum Norðurlöndunum, svo og Frakk- landi, Þýskalandi, Englandi, Banda- ríkjunum og Ástralíu. Þarna var haldinn fundur for- manna norrænu samtakanna, ásamt fulltrúum frá Eystrasalts- ríkjunum. Á dagskrá fundarins var að stofna norræna deild Nordisk-Baltisk region innan FIPLV (Fédération Internatio- nale des Professeurs de Langues Vivantes) en það eru alþjóða- samtök tungumálakennara og hafa þau B-aðild að Unesco. í janúar sl. hittust formennirnir aftur og gengu þá formlega frá stofnun þessarar norrænu deild- ar eftir að hafa fengið samþykki stjórna viðkomandi landa. Við vorum fjórir fulltrúar frá ís- landi: Guðrún Jónsdóttir, ensku- kennari í Flensborg, Rannveig Jónsdóttir, enskukennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla, Ingi- björg Haraldsdóttir rithöfundur sem var fyrirlesari fyrir hönd ís- lands, og undirrituð. Þetta var góður félagsskapur og fyrirlest- ur Ingibjargar rómaður mjög. Margir áhugaverðir fyrirlestr- ar voru haldin á ráðstefnunni. Mér er þó efst í huga skáldið Bo Carpelan sem minntist bernsku sinnar og fléttaði ljóðum inn í frásögnina. Eins var áhrifaríkt að hlýða á leikkonuna Birgittu Ulfsson flytja ljóð úr Kalevala. Af fræðilegum fyrirlestrum vakti mesta athygli mína framlag Ullu Ladau-Harjulin sem kennir ensku við sænska viðskiptahá- skólann í Finnlandi. Hún ræddi um hve Finnum væri góð tungu- málakunnátta mikilvæg vegna mikilla erlendra viðskipta. Hún sagði nemendur sína yfirleitt hafa gott vald á ensku en það væri ekki nóg. Þeir þyrftu ekki síður að skilja og kunna sam- ræðulist Breta. Hún skýrði mál sitt með myndbandsþáttum þar sem nemendur hennar léku Eng- lending og Finna við ýmis tæki- færi. Þetta var oft grátbroslegt og mér fannst ég oft sjá íslend- ing í hlutverki Finnans. Langar mig að segja lítillega frá þessum samanburði hennar. 1. Þögn - Athugasemdir Hinn dæmigerði Finni virðist þögull og feiminn og þolir vel þagnir í samræðum. Englend- ingnum líður illa og rýfur gjarn- an þögnina með kurteislegum athugasemdum. Þetta finnst Finnanum oft truflandi og dóna- legt. Ulla sagði að venjulega svarar Breti eftir 2-3 sekúndur en Finni eftir 5-6 sekúndur. Frá vinstri: Rannveig, Ingibjörg, Guðrún og Kolbrún. 15

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.