Málfríður - 15.05.1997, Page 24

Málfríður - 15.05.1997, Page 24
I HOLD YOUR HAND eftir Tom Lehrer 1. Glæru er brugðið upp til að vekja áhuga og virkja bak- grunnsþekkingu nemenda með þankahríð út frá mynd- inni. Kennarinn leiðir síðan þankahríðina að „holding hands“. 2. Nemendur fá síðan blað A í hendurnar. Það er með eyð- um þannig að öll orð sem snerta ódæðið hafa verið IN MINE fjarlægð. Spurningarnar fjór- ar eru allar opnar og ekkert rétt svar. Þeim má svara ýmist munnlega eða skriflega og gætu jafnvel orðið kveikja að umræðu. 3. Nemendur fá blað B. Hér þurfa nemendur hugsanlega að endurskoða fyrri skoðun á efni ljóðsins. Spurningarnar sem fylgja hér eru líka opnar. 4. Þegar nemendur hafa lokið við að svara öllum spurning- unum fá þeir loks hina sönnu útgáfu Toms Lehrers. 5. Ef tími vinnst til má að lokum segja þeim örlítið frá höfundi og leyfa þeim að heyra lagið við ljóðið. 6. Lokahnykkurinn er svo heima- verkefni. Nemendur eiga ann- að hvort að skrifa blaðagrein um morðið eða dagbók morð- ingjans á morðdegi og þar til lögreglan finnur hann þremur dögum síðar. Skil verða þann- ig að nokkrir nemendur lesa verkefni sín fyrir bekkinn. Berglind Reynisdóttir 24

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.