Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 11
Hvernig datt þér í hug að verða kennari? „Hvernig datt þér eiginlega í hug að verða kennari?“, er spurning sem ég fæ oft frá nemendum mínum, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum.Við því er ekkert einfalt svar en í framhaldsskóla var það orðið nokkuð ákveðið að EF ég yrði kennari, þá yrði ég enskukennari í framhaldsskóla. Enskan var orðin mitt uppáhaldsfag og kennararnir voru mér áhugaverðar fyrirmyndir. Eftir að ég innritaðist í enskudeild Háskóla Islands fékk ég auðvitað hin dæmigerðu viðbrögð þjóðfélagsins, sem allir sem stundað hafa nám í enskudeild- inni ættu að þekkja: Bara í ensku? Hvað ætlarðu þá að verða? Sem betur fer gat ég þó svarað því til að ég yrði kannski kennari. Flestir önduðu léttar því að ég var a. m. k. að stefha að löggiltu starfi en ekki að eyða tíma mínum til einskis. Námið í enskudeildinni var allajafnan skemmtilegt, áhuginn jókst með árunum og allt í einu var M.A. prófinu lokið og tími kominn til að skrá sig í kennslu- fræði. Þrátt fyrir áhuga minn á kennara- starfinu var ég engan veginn viss um að það hentaði mér. Eg hafði enga reynslu af kennslu og bjó mig því undir það að þetta ár í kennslufræðinni yrði ákveðinn prófsteinn á getu mína og hæfni og hvort ég mundi gera kennsluna að ævi- starfi. Eg innritaðist í kennslufræðina haustið ’95 og fannst mér námið strax gagnlegt og áhugavert en misáhugavert þó. Það sem stendur helst eftir eru þær greinar þar sem fræðin urðu á einhvern hátt áþreifanleg. Þar ber hæst kennslu- fræði erlendra mála og æfmgakennsluna sem eru í sjálfu sér nátengdar greinar. I kennslufræði erlendra mála lásum við um ýmsar kenningar og kennsluaðferðir, lærðum hvert af öðru og bjuggum svo til verkefni, sem nýttust mörg í æfinga- kennslunni. í tengslum við æfinga- kennsluna vorurn við látin halda dagbók á hverjum degi, sem gerði það að verk- um að við vorum í raun neydd til að horfast í augu við mistökin sem við gerðum þann daginn, eða að við gátum glaðst yfir einhverju sem tókst vel. Þannig vorum við sífellt að skoða okkur sjálf í kennslu sem er nokkuð sem allir kennarar hefðu gott af að gera reglulega (en enginn hefur tíma til). Það var að heyra á flestum að þeir hefðu viljað fá lengri tíma í æfingakennslu, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla, enda var þetta rnjög dýrmæt reynsla. En þrátt fýr- ir að kennslufræðin hafi kannski ekki breytt grundvallarhugmyndum mínum um það hvernig kennari ég vildi verða, þá hjálpaði hún mér mjög mikið til þess að öðlast sjálfstraust í kennslustofunni og vitneskju um þá víðtæku hugmynda- fræði sem liggur að baki faglegum vinnubrögðum tungumálakennarans. Að mínu mati hefðu það verið reginmistök af minni hálfu að fara að kenna án þess að hafa þennan vetur í kennslufræðinni að baki. Eftir að ég lauk kennslufræðinni vor- ið 96 fékk ég styrk til þess að gerast að- stoðarkennari í einn vetur í London, sem var mjög skemmtilegur tími og styrkur fyrir mig sem kennara. Ég kenndi að vísu aðaUega í barnaskólum en það var mjög fróðlegt að kynnast því stigi og fá að fylgjast með fjölmörgum kennurum og nemendum að störfum. Það má því segja að þarna hafi ég fengið framlengda æfingakennslu. Ég upplifði nemendur afskaplega líka þeim íslensku, þrátt fyrir að umgjörðin væri dálítið ólík. Kennar- ar eru líklega að glíma við það sama hvar sem er í heiminum. Með þessa vitneskju, ásamt ýmsu öðru nýtilegu í farteskinu, fór ég frá Englandi og leitaði að skóla til þess að kenna í á íslandi. Ég var svo heppm að fá stöðu í Borgarholtsskóla í Grafarvogi sem þá var að hefja sitt annað starfsár. I Sólrún Inga Ólafsdóttir. 11

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.