Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 12
enskudeildinni voru fyrir tveir mjög
áhugasamir kennarar sem höfðu gengið í
gegnum nokkuð átakamikið fyrsta ár
skólans og voru fullir áhuga á að reyna að
vinna kennsluefni sem höfðaði rneira til
nemenda þeirra en það sem fyrir var. Það
varð úr að við lögðum á okkur mikla
vinnu yfir sumarið til þess að setja saman
þölbreytta kennslubók fyrir nemdur okk-
ar. I þeirri vinnu nýttist mér til dæmis vel
efni sem ég hafði þegar unnið í kennslu-
fræðum erlendra mála í tengslum við æf-
ingakennsluna. Það var ánægjulegt fyrir
mig sem nýjan kennara að fá tækifæri og
traust til þess að hafa eitthvað að segja um
hvað yrði kennt og hvernig.
En þrátt fyrir þennað undirbúning um
sumarið, Lundúnadvölina og jafnvel
kennslufræðina fann ég að ég átti ýmislegt
eftir ólært og á svo sannarlega enn. A fyrsta
starfsári mínu var margt sem kom á óvart
og margar spurningar vöknuðu. Hvernig
gat ég komið til móts við lesblinda nem-
endur? Hvernig fékk ég nemendur til þess
að læra alltaf heima? Hvers vegna gátu
sumir nemendur ekki byrjað ritgerð
öðruvísi en: “In this essay I arn going to
write about ...?” Gera þessar málfræðiæf-
ingar nokkurt gagn? Það munu alltaf
vakna nýjar spurningar og vonandi heldur
maður áfram að reyna að leita svara. Fyrir
mér er lykillinn að árangursríku starfi gott
samstarf innan deildarinnar. I Borgarholts-
skóla hef ég fengið góðan stuðning frá
upphafi og hugmyndir allra hafa fengið að
njóta sín. Enskudeildin fer smám saman
stækkandi og þar hafa meðal annarra bæst
við tveir nýútskrifaðir kennarar úr
kennslufræðinni sem með sanni má segja
að séu eins og ferskur andblær fyrir skól-
ann okkar og deildina. Þeir minna okkur
á að við megum ekki gleyma því, í amstri
hversdagsins, að alltaf er tími til að reyna
að endurskoða og bæta okkar starf í þágu
nemenda.
Sólrún Inga Ólafsdóttir,
enskukennari við Borgarholtsskóla
Laugarvegur 18 • Pósthólf 902 •
IS-121 Reykjavík
Sími: 551-6061 • Fax: 552-7570
E-mail: goethe@simnet.is
ÖfFnungszeiten/Opnunartímar
Dienstag bis Freitag 15-18
Samstag 14-17
Ab dem 20.August 2001 liegen die
Informationen zu den Sprachkursen
vor, die im Herbst im Goethe-
Zentrum stattfmden werden.
HERZLICH WILLKOMMEN