Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 13
Þýska á eftir ensku Dagana 28. nóvember — 2. desember 2000 var ég fyrir Islands hönd þátttakandi í mál- stofu (workshop) á vegum evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar í Graz (ECML). Efni málstofunnar var: Þýska á eftir ensku — þ.e. hvernig nýta mætti ensku- kunnáttu nemenda í þýskunánh. Markmið: Gera ljósa nauðsyn þess að kunna fleiri en eitt af „stóru“ tungumál- unurn í Evrópu til að auðvelda öll sam- skipti og skilning meðal þjóða. Aðalfýrirlesarar og skipuleggjendur voru Dr. Gerhard Neuner, prófessor, (Kassel Þýskalandi) og Dr. Britta Hufeisen, að- stoðarprófessor, (Darmstadt Þýskalandi). Aðrir fýrirlesarar voru Maria Christina Berger, kennari og kennslubókarhöfund- ur, (Udine Italíu) og Ljubov Mavrodieva, kennari við Goethe Institut og kennslu- bókarhöfundur, (Sofia Búlgaríu). Eftir að við höfðum verið boðin vel- komin og starfslið og fýrirlesarar verið kynntir fór fram kynning á þátttakendum. Kom þá í ljós að flest löndin (29 alls) höfðu sent kennslubókahöfunda; þá sem unnið höfðu að námsáætlun eða þá sem sáu um menntun- og /eða framhalds- menntun kennara.Við vorum aðeins fjór- ar sem vorum ,,bara“ kennarar. Eftir kynninguna voru stutt erindi þar sem Maria Chistina Berger kynnti tölvu- æfingar sem allar byggja á kunnáttu nem- enda í ensku og sýndi okkur dæmi um hvernig hún notaði þær í byrjenda- kennslu. Dr. Britta Hufeisen sýndi okkur dæmi um hvernig hún kenndi þýsku í hópi af rnjög blönduðu þjóðerni. Ljubov Mavrodieva kynnti splunku- nýja búlgarska kennslubók sem byggir a hugmyndafræðinni, þýska á eftir ensku, og Dr. Gerhard Neuner sýndi æfingar sem hann hefur notað við sína kennslu. Dr. Gerhard Neuner flutti fýrirlestur sinn í fjórum hlutum, einn hluta á dag. í fyrsta hluta fjallaði hann um þjóðfélagsleg og pólitísk áhrif á mikilvægi tungumála og hvernig þróunin hefur verið á síðustu árum og áratugum. Hann benti á að enska hefur unnið sér sess sem alþjóðlegt tungu- mál, eiginlega heimsmál, en jafnframt að þýska er næststærsta tungumálið innan Evrópu en er ekki stór á alþjóðavettvangi. Hann benti einnig á að nemendur eru almennt orðnir a.m.k. 14 ára þegar þeir fara að læra þýsku og eru þess vegna komnir með annan reynsluheim en þann sem þeir höfðu þegar bytjað var á fýrsta erlenda tungumálinu. Því væri mjög mik- ilvægt að byggja kennsluefni í erlendu tungumáli 2 (eða 3) öðruvísi upp en byrj- endaefni í fýrsta erlenda tungumáli. Þarna gætu þýskukennarar nýtt sér ensku sem einhvers konar brú frá sínu eigin máli yfir í þýsku. Hann benti á þann fjölda orða sem streymt hafa úr ensku yfir í þýsku á síðustu árum og áratugum og taldi þau eðlilegan þátt í þróun tungumálsins. Með því að gera fólk fært að tala fleiri erlend tungumál væri minni líkur á að eitt tungumál hreinlega yfirtæki önnur eða yrði algjörlega ráðandi tungumál. Dr. Neuner sýndi dæmi um yfirþyrm- andi notkun ensku í auglýsingum í þýsk- um blöðum. í fýrirlestri dr. Neuner kom fram að honum finnst ekki óeðlilegt að hann skil- ur oft ekki börn sín og vini þeirra. (Þjóðverjar eru greinilega svo vissir um að þýskan standi af sér enskustorminn að þeir hafa litlar sem engar áhyggjur af ensku áhrifunum). Dr. Neuner hélt áfram með fýrirlestur sinn og lagði enn og aftur áherslu á að kennsla í 2. og 3. erlenda tungumáli þyrfti að byggjast öðruvísi upp en í 1. erlenda tungumáli. Hann taldi ágætt að styðjast í kennsl- unni við einhverja kennslubók en ná svo í Ragnhildur Pálsdóttir. 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.