Málfríður - 15.05.2001, Síða 14

Málfríður - 15.05.2001, Síða 14
Flestir þátttak- endur virtust á einu máli um að ensku áhrifin á tungumál þjóða þeirra sé eðlileg- ur þáttur í þróun tungumálsins. ýmsa texta annars staðar frá t.d. af netinu. Kennarar eða nemendur sæju ýmist um val á textum. Hann taldi t. d. texta sem að mestu leyti byggðust upp á samtölum fyrst og fremst eiga heima í bókum fyrir fyrsta er- lenda tungumálið. I þeim tungumálum sem nemendur lærðu seinna mætti strax koma með texta með upplýsingum (með orðinu textar átti hann ekki bara við rit- aða texta heldur einnig hlustunartexta, myndbönd og kvikmyndir). Hann benti á að í rituðum texta væri gott að láta nemendur byrja á að strika undir þau orð sem þeir þekkja — athuga bæri að þýsku nafnorðin eru skrifuð með stórum staf og því auðþekkjanleg — oft- ast væru nafnorðin lykilorð texta. Ljubov Mavrodieva benti á að það væri ekki lengur aðeins fyrir útvalda að læra er- lend tungumál. Spurnmgin væri frekar hvenær byija ætti á öðru og þriðja erlenda máli. Síðan útskýrði hún uppbyggingu í búlgarska skólakerfinu þar sem vilji er fýr- ir hendi að færa kennslu í erlendum tungumálum neðar í skólakerfið. Það vandamál hefði hins vegar komið upp að kennarar vildu ekki færa sig milli skóla- stiga (þ.e. úr framhaldsskóla niður í grunnskóla). Ljubov Mavrodieva kynnti síðan nýtt kennsluefni sem verið er að setja á markað í Búlgaríu og er gjörbylting frá gamla efn- inu sem var ríkisútgefið og jafnvel ríkisstýrt (!) . Sagði að mjög mikilvægt væri að fá nemendur til að gera sér grein fyrir hvaða aðferð hentaði þeim best við námið. Hún sagði að sér reyndist mjög vel að setja fram texta eins og netpóst — ein- hverra hluta vegna þætti nemendum hennar meira til slíkra texta koma!! Dr. Britta Hufeisen hélt því m.a. fram í sínum fyrirlestrum að mun auðveldara sé að kenna annað og þriðja erlenda tungumálið en fyrsta, því að þá séu nemendur komnir yfir minnimáttar- kenndina við að koma ekki orðum að 14 öllu því sem þá langar að segja. Þrösk- uldurinn sé hæstur við fyrsta erlenda tungumálið. Dr. Hufeisen var gagntekin af hug- myndinni um að bera þýsku saman við ensku m.a. með ýmiss konar orðalistum. Þessar kenningar sínar hefur hún sett á prent með skýringum og dæmum í bók- inni Englisch im Unterricht Deutsch als Fremdsprache sem gefin er út hjá Klett með undirtitlinum kleine Reihe des DaF. Sjá ennfremur undir www.spz.tu- darmstadt.de/Proj ekt_L3 Flestir þátttakendur virtust á einu máli um að ensku áhrifin á tungumál þjóða þeirra sé eðlilegur þáttur í þróun tungumálsins. Meira að segja var gert góðlátlegt grín að Frökkum fyrir hreintungustefnu þeirra og frönsku málnefndina. Dr. Hufeisen benti stolt á hvernig Þjóðverjar aðlöguðu „tölvumál" þýsk- unni t. d. Ich habe das schon ,,deleted“. Dr. Neuner hafði ekki hugmynd um að á þýsku væri til orðið die Leitseite — sjálfum var honum eðlilegt að nota die Homepage. Aðrir bentu á að í tungumálum þeirra hefðu ensku tölvuorðin verið alls ráðandi fyrst í stað en nú væri þetta að breytast og fólk farið að venja sig á að nota þarlend orð. Þátttakendum gafst kostur á að kynna bækur sínar, rit eða aðra tækni sem reynst hefur vel í ýmsum löndum. Ahugavert var að heyra að í ÖLLUM þátttakendalöndunum eru notaðar bækur sem samdar eru fyrir innlendan markað. Vita Leskelá frá Finnlandi sagði m. a. frá því að svo snemma væri byijað að kenna erlend tungumál í Finnlandi að leitun væri að þeim sein veldu sér erlent tungumál þegar lengra væri komið í skólakerfinu. Siri L. Keller frá Noregi kynnti verk sem kallast „Mitten in Europa“ þar sem nemendur geta líka kallað fram æfingar á netinu sem eru hluti af námsefninu. http://www.mitten-in-europa.com Margot ElfvingVogel frá Svíþjóð kynnti bókina „Lust auf Deutsch“ 1,2 og 3. Þar sagði hún öll fýrirmæli vera á sænsku í

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.