Málfríður - 15.05.2001, Qupperneq 24
Fyrsta kennslu-
bókin í ensku
sem kom út á
r
Islandi var um
leið nokkurs
konar handbók
fyrir leiðsögu-
menn og aðra
þá sem sam-
skipti vildu eiga
við útlendinga.
24
Skotann Ebenezer Henderson, sem ferð-
aðist um landið árin 1814 og 1825 á veg-
um Breska og erlenda Biblíufélagsins.
Hann skrifaði síðar bók um ferðir sínar á
Islandi og ávann sér vinsældir fyrir hér á
landi. I bókinni lýsir hann m. a. menntun-
arstigi landsmanna. Henderson lærði að
bjarga sér á íslensku, enskuna skildu lands-
menn ekki. Arið 1856 sigldi frægasti breski
ferðalangurinn, Dufferin lávarður, til Is-
lands ogjan Mayen á snekkju sinni. Seinna
sama ár gaf hann út bók sína, Letters from
High Latitudes, þar sem hann lýsti því sem
fýrir hann hafði borið á norðurslóðum.
Dufferin dvaldist nokkra daga í Reykjavík
og að eigin sögn átti hann ekki í neinum
sérstökum erfiðleikum með að ræða við
landsmenn sem hann lýsti svona:
Many of the inhabitants speak English, and
one or two French, but in default of either of
these, your only chance is Latin.
Eftir að gufuskipasamgöngur hófust til ís-
lands árið 1858 fjölgaði enskumælandi
ferðamönnum að mun og fljótlega fóru
ýmsir að starfa sem leiðsögumenn. Sá
fýrsti var líklega Geir Zoéga eldri, sem hóf
feril sinn sem sjómaður á veturna og leið-
sögumaður á sumrin, en kom smám sam-
an undir sig fótunum sem útgerðarmaður,
kaupmaður og ferðaþjónustusali.
Fyrsta íslenska kennslubókin í
ensku
Erlendir ferðamenn þurftu innlenda fylgd—
armenn. Þar voru oft til kallaðir skólapilt-
ar eða stúdentar sem kunnu eitthvað í
ensku. Fyrsta kennslubókin í ensku sem
kom út á íslandi var um leið nokkurs kon-
ar handbók fýrir leiðsögumenn og aðra þá
sem samskipti vildu eiga við útlendinga.
Þetta var Leiðarvísir (enskri tungu eftir Odd
V. Gíslason cand. theol. sem kom út árið
1863. Þetta er ekki stór bók, 110 blaðsíður
í litlu broti. Oddur tileinkar hana „kennara
sínum í ensku, Herman Bicknell, lækni í
Lundúnum.“ Hann segir svo í formála:
Þareð mjer er kunnugt, að marga landa mína,
er eigi skilja dönsku eður aðrar útlendar tung-
ur, langar til að get átt tal við útlenda ferða-
menn er að garði bera, og á hinn bóginn af því
að viðskipti vor við Englendinga fara vaxandi
ár frá ári, þá hefi eg ráðist í að semja bækling
þenna.
Fyrir utan grundvallaratriði enskrar tungu
er þar að finna orðaforða um íslenskar að-
stæður og íslenska náttúru. Hér er stutt
dæmi (það er íslendingur sem talar):
Although in short of time; I must tell you that
I have improved in your language. I know f.
inst: Can I get breakfast, dinner, supper? Where
can we sleep? How are you, or how do you
do? Give me something to drink. Come this
way; turn to the right; turn to the left. Whither
are you going? Whence do you come?You are
right.You are wrong, and a great number of
words, as: ... Boat, ferry, ford, hill, icemounta-
in, lava, chasm, sky or heaven, star, sun, moon
and northern lights or Aurora borealis.
Gaman er að fletta þessari elstu námsbók í
ensku fyrir Islendinga.Vissulega eru
hnökrar á málfari, enda má gera ráð fýrir
því að Oddur hafi samið textann sjálfur án
þess að fá mann með staðbetri þekkingu á
ensku til að lesa hann yfir. Gera má ráð
fýrir því að hún hafi verið ætluð til sjálfs-
náms fremur en formlegrar kennslu. Ann-
ars starfaði Oddur í nokkur ár sem ensku-
kennari á veturna en leiðsögumaður á
sumrin.
Ymislegt er athyglisvert við bók Odds.
Merkilegt er til dæmis hvernig hann fór
að því að kenna Islendingum að bera fram
raddað s. Hann ráðlagði mönnum að byija
á því að mynda ð og fara síðan strax yfir í
s — ðs, zoo er þá borið fram ðsú. Séra Odd-
ur, sem oft var kenndur við Rósuhús, varð
þekktur maður á Islandi, en fluttist síðar til
Ameríku þar sem hann gerðist læknir.
Kennslubækur Halldórs Briem
Árið 1870 fluttust fjórir ungir menn af
Suðurlandi til Bandaríkjanna og settust að
nálægt Milwaukee íWisconsin. Þeir skrif-
uðu íslenskum blöðum og rómuðu mjög
sín nýju heimkynni. Fljótlega bættust aðr-
ir í hópinn og allmargir íslendingar sett-
ust að í Milwaukee. Síðar fóru flestir ís-