Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 25
lenskir vesturfarar til Kanada eins og kunn-
ugt er.
Halldór Briem guðfræðingur, sem
samdi ýmsar kennslubækur m. a. í íslenskri
málfræði, gaf út kennslubók í ensku árið
1873. Hún hét fullu nafni Kennslubók í
enskri tungu. Vasabók fyrir vestufara og aðra,
er eiga viðskipti við Englendinga eða vilja
læra ensku. I eftirfarandi kafla er Islending-
ur nýkominn til Ameríku að ræða við
mann sem hefur verið þar í nokkur ár.
Bókin vísar til sjálfrar sín:
Above all things I shall advise you to be dilig-
ent in studying the English language.
I began to read English two months ago.
Have you any book with you?
Yes, I have theVasabók.
What book is that?
A new pocket-book that contains a grammar,
vocabulary, some dialogues, stories and so on.
Well, read it diligently, and you wih soon be
able to help yourself.
Bók þessi er nefnd í skáldsögu J. Magnús-
ar Bjarnasonar um Eirík Hansson, sem
segir sögu ungs drengs sem flyst með afa
sínum og ömmu til Ameríku. Þau fá far
með erlendu skipi en kunna ekki orð í er-
lendum tungum. Drengurinn segir svo frá:
AUir farþegarnir töluðu enska tungu, eftir því,
sem afi minn gat komizt næst. Hér kom bók
HaUdórs Briem afa mínum að góðu haldi,
þegar við þurftum einhvers sérstaks við. Hann
var aUtaf með þá bók í höndunum, og var aUtaf
að leita í orðasafninu, og þegar hann fann orð-
ið, sem við átti í það og það skiptið, þá benti
hann einhvetjum á það, og æfinlega varð það
að tilætluðum notum.
Tilgangur bókar Halldórs Briem var ekki
einungis að sinna þörfum vesturfara, hann
hafði einnig í huga þarfir þeirra sem
höfðu áhuga á að skipta við Breta sem
komu hingað að kaupa kvikfénað á fæti.
Utflutningur á hrossum til Englands hafði
hafist á seinni hluta 19. aldar og um 1870
voru um það bil 2500 hross seld breskum
kaupmönnum á ári. Þörfm fýrir einhverja
enskukunnáttu fór því vaxandi meðal al-
mennings. Hér er dæmi um hagnýta
ensku úr bók Halldórs Briein:
Icel. 2. Here are 12 horses that I’U seh you al-
together.
Engl. How old are they?
Icel. two are one yer (sic) old and the others
are elder.
Engl. How old are the others?
Icel. Three are three years old, and seven are
two years old.
Engl. Are aU the ponies horses?
Icel. Three of them are mares, one two years
old and two one year old.
Engl. What do they cost that are three years
old?
Icel. I seU them aU in a crowd each for 60 rix-
doUars.
Engl. It is exceedingly dear, I wiU not give
more than 50 for them.
Icel. No, I do not seU them for less than 60.
Engl. I wiU not buy the mares, but I take the
nine horses.
Icel. WeU then, but you must pay directly.
Þessi fýrsta enskubók Halldórs var 228
blaðsíður í smáu broti, hentug sem vasa-
bók. Síðar gaf Halldór út enskubækur
1875, sem hann kallaði aðra útgáfu endur-
samda en er í raun ný bók. Enn gaf hann
út bók 1889 sem á lítið sameiginlegt með
þeirri fýrstu. Síðari bækur Halldórs byggja
meira á erlendum kennslubókum svo sem
f 00 Timer í Engelsk eftir N. Jul. Eibe. Við
það hverfa hnökrar sem vissulega er á
þeim enska texta sem hann hefur í fyrstu
bókinni. Hins vegar er fyrsta bókin
skemmtilegust og á það sammerkt með
bók Odds V Gíslasonar að hún endur-
speglar sína samtíð.
Alþýðufræðsla
Almenningur á Islandi var farinn að læra
ensku og nýtti sér bækur íslensku höfund-
anna. Dæmi um það er að árið 1873 kom
Handiðnamannafélagið í Reykjavík upp
sunnudagaskóla fýrir fullorðna þar sem
enska varð vinsælasta námsgreinin. Kenn-
ari í ensku var OddurV. Gíslason og hann
notaði bók Halldórs Briem. Jón Jónsson
Borgfirðingur, bóksali í Reykjavík, segir
frá gangi viðskiptanna í bréfi til séra Egg-
erts Ó. Briem:
Útflutningur á
hrossum til
Englands hafði
hafist á seinni
hluta 19. aldar
og um 1870
voru um það bil
2500 hross seld
breskum kaup-
mönnum á ári.
Þörfin fyrir ein-
hverja ensku-
kunnáttu fór því
vaxandi meðal
almennings.
25