Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 7

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 7
7 Já, það hefur mikið verið rætt um hugsanlegan samspil hiv- veirunnar og lyfjanna á öldrunarferlið síðustu ár og sumar rannsóknir hafa bent til þess að því ferli sé flýtt. Æ fleiri hiv- smitaðir einstaklingar lifa nú góðu lífi fram á efri ár og ýmsir aldurstengdir sjúkdómar farnir að hrjá þá eins og aðra. Hér er ég að tala um sjúkdóma eins og t.d. hjartasjúkdóma, sykursýki, beinþynningu og nýrnasjúkdóma. Sumar þessara rannsókna hafa bent til þess að hiv-smitaðir einstaklingar séu að greinast fyrr á ævinni með þessi vandamál borið saman við einstaklinga sem eru ekki hiv-smitaðir og hafa menn mikið velt fyrir sér hvort það sé vegna veirunnar sjálfrar eða lyfjanna. Það er hins vegar margt óljóst hvað þetta varðar og niðurstöður í sumum rannsóknum verið dregnar í efa við nánari skoðun. Málið er svo flókið vegna þess að það eitt að eldast eykur áhættuna á hjartasjúkdómi, en ekki síður hvort einstaklingur er með hækkaðan blóðþrýsting, háar blóðfitur, er of feitur, hreyfir sig lítið, reykir og drekkur mikið áfengi þannig að það er mjög erfitt að leggja mat á eingöngu þátt hiv á þetta ferli. Svo má ekki gleyma að erfðir spila stóran þátt í öldrun og erfitt er að stiga þær. Rannsóknir hafa t.d. sýnt að ákveðnir áhættuþættir fyrir öldrun, eins og reykingar, eru 50% algengari hjá hiv-jákvæðum en hiv- neikvæðum. Ótímabær öldrun hefur verið töluvert áberandi í umræðunni um heilsu hiv-jákvæðra. Hvað geturðu sagt okkur um þau mál? Framtíðin er björt Anna Þórisdóttir er smitsjúkdómalæknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Hún kom til Íslands árið 1994 eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi í smitsjúkdómalækningum. Anna lærði í Bandaríkjunum en hefur einnig unnið sem aðstoðarlæknir á smitsjúkdómadeild í Ástralíu. Það var árið 1989 þegar hiv-faraldurinn var í hámarki og sérstakar hiv-deildir voru stofnaðar til að sinna þeim mikla fjölda hiv-smitaðra einstaklinga sem voru inniliggjandi fárveikir. Það eru því orðin rúm 20 ár sem Anna hefur starfað sem læknir hiv-jákvæðra auk þess að hafa unnið við rannsóknarstörf um tveggja ára skeið. Í dag sinnir hún eftirliti með rúmlega 50 sjúklingum en yfir 170 hiv-smitaðir einstaklingar eru í eftirliti á göngudeild smitsjúkdóma. Þetta er í rauninni mjög flókið mál. Sum lyf sem voru mikið notuð fyrir nokkrum árum reyndust hafa sem aukaverkun hækkun á blóðfitum og hækkaðan blóðsykur sem hvort tveggja er áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma. Nýrri lyfin valda þessu í mun minna mæli. En þetta undirstrikar trúlega fyrst og fremst það hversu mikilvægt það er að meðhöndla þá áhættuþætti sem við getum haft áhrif á. Að hluta til held ég að menn séu svolítið brenndir af þessum fyrstu lyfjum sem komu á markaðinn sem voru samt svo stórkostleg því þá allt í einu dóu hiv-smitaðir ekki lengur. Það voru ákveðin lyf sem ollu t.d. breytingum á fitusöfnun sem leiddi til mikilla útlitsbreytinga, aukaverkanir sem komu á óvart og voru því miður óafturkræfar. Eftir þessa reynslu hafa menn verið mjög vakandi yfir öllum aukaverkunum af hiv-lyfjunum. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að verið sé að rannsaka aukaverkanir lyfja en sem dæmi um hvað fylgst er vel með má nefna að eitt lyf féll nær alveg úr notkun þegar stór rannsókn leiddi í ljós að aukin áhætta var á kransæðastíflu meðal notenda lyfsins. Núna er þetta lyf komið inn aftur sem eitt af kjörlyfjunum í nýjustu bandarísku leiðbeiningunum. Í millitíðinni var rannsóknin endurmetin og fleiri áhættuþættir skoðaðir og jafnframt fleiri rannsóknir gerðar sem styðja ekki upphaflegu niðurstöðuna Blaðamaður Rauða borðans hitti Önnu að máli og bað hana að svara nokkrum spurningum. Anna Þórisdóttir t.h. Með henni á mynd er Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.