Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 20

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 20
Samstarfshópur sóttvarnaráðs um málefni sprautufíkla Tíðni smitunar Hér á landi hefur að meðaltali greinst einn sprautufíkill með hiv á ári frá upphafi hiv-greininga árið 1983 til ársins 2007. Síðan þá og þar til í októberlok 2012 hafa 37 sprautufíklar greinst með sjúkdóminn. Þetta er gífurleg fjölgun á stuttum tíma, en hiv-greiningum innan þessa hóps hefur þó fækkað á undanförnum mánuðum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá SÁÁ er talið að virkir sprautufíklar á Íslandi séu um 500–700 talsins, sem er svipaður fjöldi og í öðrum stórborgum sé miðað við höfðatölu. Í byrjun árs 2010 sýndi könnun hérlendis að þrír af hverjum fimm sprautufíklum notuðu rítalín mest eða næstmest allra efna. Rítalín hefur þá sérstöðu að vera sprautað mun oftar í æð en nokkurt annað vímuefni sökum þeirrar miklu fíknar sem myndast, eða um 10–15 sinnum á dag, allt upp í 30 skipti. Því oftar sem efnum er sprautað í æð því meiri líkur eru á sýkingum. Deili fíklar menguðum sprautum og búnaði sín á milli margfaldast líkurnar á smiti. Misnotkun rítalíns hér á landi er nánast einsdæmi á heimsvísu. Skipun samstarfshóps Sóttvarnalæknir hélt tvo stóra fundi árið 2011 með ýmsum sérfræðingum í málefnum sprautufíkla frá LSH, SÁÁ, RKÍ, HIV- Íslandi og Velferðarráðuneytinu til að ræða stöðu mála og hvað gera skyldi. Tekin var ákvörðun um skipan samstarfshóps um málefni sprautufíkla á fundi sóttvarnaráðs 22. september 2011. Samanstendur hópurinn af Sigurlaugu Hauksdóttur frá Embætti landlæknis, Einari Þór Jónssyni frá HIV-Íslands, Bergþóru Karlsdóttur frá göngudeild smitsjúkdóma á LSH, Þóru Björnsdóttur frá Vogi og Helgu Sif Friðjónsdóttur frá fíknigeðdeild LSH og heilsubílnum Frú Ragnheiði- skaðaminnkun. Meginmarkmið hópsins er að koma með tillögur að aðgerðum fyrir ráðið til að stemma stigu við áframhaldandi útbreiðslu hiv meðal sprautufíkla á Íslandi.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.