Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 29

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 29
29 Í norskum hegningarlögum er sömu sögu að segja, þ.e. að lögin ná bæði yfir þá sem smita aðra af hiv sem og þá sem setja einstaklinga í hættu á að smitast, hvort sem smit hefur átt sér stað eða ekki. Greinin nær til allra þeirra smitsjúkdóma sem eru hættulegir lýðheilsu – en samt hefur lagagreininni ekki verið beitt á aðra smitsjúkdóma en hiv. Lagagreinin er til verndar samfélaginu. Í Svíþjóð ná hegningar- lögin einnig bæði yfir þá sem smita aðra af hiv-veirunni sem og þá sem setja aðra í hættu. Lagagreinin er bæði til verndar samfélaginu og einstaklingnum. Skiptir máli hvort smit eigi sér stað af gáleysi eða hvort bólfélagi viti af hiv- greiningunni? Eins og sjá má, eru lagaákvæði um refsingu gagnvart hiv-smitun svipuð á Norðurlöndunum öllum. Það er þó eftirteknavert að slíkri refsingu er helst beitt ef um hiv- smitun er að ræða en ekki ef um er að ræða smitun á annarskonar alvarlegum smitsjúkdómum. Eins er athugavert að í löndunum öllum, þ.e. Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, er það refsivert að smita annan einstakling, hvort heldur sem það er gert af ásetningi eða gáleysi. Bæði í Danmörku og Noregi er þó tekið tillit til þess ef hinn hiv-jákvæði hefur stundað öruggt kynlíf, þ.e. notað smokkinn, og kemur það í veg fyrir að refsilögunum sé beitt. Í Danmörku kemur það einnig í veg fyrir refsingu ef hinn hiv-jákvæði hefur deilt með bólfélaga sínum upplýsingum um smitið. Hvorki í Danmörku né Noregi er það þó lagaleg skylda hins hiv-jákvæða að upplýsa rekkjunaut um hiv- greininguna. Með öðrum orðum, þá er ennþá refsivert að smita aðra manneskju af hiv-veirunni en lögin verja líka þann sem það gerir, ef sannað þykir að ekki var um ásetning að ræða. Í Svíþjóð og Finnlandi eru hegningarlögin mun óvægnari. Ef hiv-jákvæður einstaklingur á kynmök með annarri manneskju, og skiptir þá ekki máli hvort um varin kynmök er að ræða, er litið svo á að hann stofni viðkomandi í hættu. Lögin ganga þá út frá því að ekki sé til neitt sem heitir 100% öruggt kynlíf þegar hiv er annars vegar. Í Finnlandi, Noregi og Svíðþjóð getur það ennfremur ekki komið í veg fyrir refsingu, að hinn hiv-jákvæði einstaklingur hafi sagt rekkjunaut sínum frá smitinu. Ábyrgðin er að fullu sett á hinn hiv-jákvæða. Sem sagt, þrátt fyrir að hinn hiv-jákvæði hafi sagt frá því að hann sé smitaður og þrátt fyrir að stundað hafi verið öruggt kynlíf, kemur refsilöggjöf í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð ekki í veg fyrir að hugsanlega hegningu hins hiv-jákvæða einstaklings. Í norsku lögunum er að finna ákveðna þversögn þar sem hinum hiv-jákvæða ber í raun ekki skylda til þess að upplýsa rekkjunaut sinn um hiv-greininguna – en þó má refsa hinum hiv-jákvæða fyrir að gera það ekki. Þarna bjóða hegningarlögin upp á túlkun dómara. Í Danmörku eru lögin mjög skýr að þessu leiti og upplýsingar um hiv-greiningu bólfélaga koma í veg fyrir hugsanlega refsingu. Danmörk er því eina Norðurlandið sem lítur svo á að bólfélagar deili ábyrgð af sínum kynlífsathöfnum. Mannréttindi hiv-jákvæðra eru enn ekki fullkomnlega tryggð á Norðurlöndunum Af þessu má álykta að mannréttindi hiv-jákvæðra séu ekki jafn vel tryggð á öllum Norðurlöndunum. HIV-Nordic samtökin, og félög innan þeirra vébanda, vinna að málefnum sem fela í sér brot á mannréttindum fólks með hiv-veiruna. Samtökin beita stjórnvöld á Norðurlöndunum þrýstingi svo þau endurskoði hegningarlögin svo að mannréttindi hiv- jákvæðra verði í hávegum höfð í framtíðinni. Enn hefur ekki reynt á hegningarlögin á Íslandi í viðlíka málum hiv-jákvæðra en að ofansögðu má sjá að almennt vantar töluvert upp á hjá Norðurlöndunum almennt, þegar kemur að mannréttindabaráttu hiv-jákvæðra. Að lokum Í stefnumótun UNAIDS (Alnæmisáætlun Sameinuðu þjóðanna) frá árinu 2008, kemur fram að hiv-jákvæðir einstaklingar á lyfjum með fullkomnlega bælda veiru séu ekki smitandi. Að mati UNAIDS á að taka tillit til þessa þegar dæmt er í málum um hiv- jákvæðra. Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir. Heimildir: Q&A – HIV and the criminal code in the Nordic countries, bæklingur um lög og reglugerðir á Norðurlöndunum, gefinn út af samtökunum Hiv-Norden. Vísindavefur Háskóla Íslands. „Svissneska skýrslan” - aids.ch/e/fragen/pdf/swissguidelinesART.pdf Einnig af fréttavef um HIV – avert.org/criminal-transmission.htm

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.