Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 13

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Blaðsíða 13
13 Erlent Samstarf Hiv-Norden er samstarfsvettvangur HIV- jákvæðra á Norðurlöndum og hefur skrifstofu í Stokkhólmi. Formaður er Leif-Ove Hansen frá Noregi. Heimasíðan er: www.hiv-norden.org Landssamtök allra hiv-hópa á Norðurlöndum hafa nú breytt nafni sínu og heita nú: HIV-Sverige www.hiv-sverige.se , HIV-Danmark www.hiv-danmark.dk , HIV-Norge www.hivnorge.no , HIV-Finland www.positiiviset.fi og HIV-Ísland www.hiv-island.is . Fundir eru haldnir tvisvar til þrisvar á ári (einn þeirra er aðalfundur) þar sem rætt er um ástandið í hverju landi og reynt að móta sameiginlega stefnu. Fundur var haldinn hér í Reykjavík í ágúst síðastliðnum og var það jafnframt aðalfundur. Tók hópurinn, undir merkjum HIV-Norden, þátt í Gay Pride sem haldið var dagana á eftir fundinum. Tveir fulltrúar sitja fundina frá hverju Norðurlandanna. Fulltrúar HIV- Ísland eru Einar Þór Jónsson og Gígja Skúladóttir. Áherslan í samstarfi HIV- Norden snýr að mannréttindum hiv-jákvæðra, forvörnum og upplýsingum fyrir samfélagið en undanfarin misseri hefur verið lögð aukin áhersla á fræðslu og styrkingu meðal hiv-jákvæðs fólks. Í tengslum við þessar áherslur hófst samstarf Hiv-Norden með lyfjarannsóknarfyrirtækinu Gilead sem felur í sér hönnun á fræðsluefni fyrir hiv-jákvæða og aðstandendur um heilsu, aukaverkanir lyfja og heilsueflingu jákvæðra. Sjá heimasíðuna: www. hivandyourbody.com. Frá þessu er sagt hér í blaðinu. Hiv í Evrópu HIV-Ísland er aðildarfélag að bandalagi hiv-samtaka í Evrópu. Markmiðið er að halda árlegan fund með fulltrúum allra aðildarfélaganna, sem ekki hefur tekist á hverju ári vegna fjáskorts, en í ár tókst það og komu fulltrúar aðildarfélaganna saman í Berlín í maí. Félögin halda sambandi sín á milli með tölvupósti og skiptast á fréttum og skoðunum. Heimasíða HIV-Evrópu er www.hiveurope.org. Fræðsla í grunnskólum landsins Fræðslu- og forvarnarverkefnið er okkur til mikillar ánægju og stolts sem að því vinnum. Á annan áratug hefur félagið staðið fyrir fræðslu um hiv og alnæmi til allra í 9. og 10. bekk í grunnskólum landsins, með fjárstuðningi Landlæknisembættisins, snyrtivörulínunnar Artica Mac og fleiri aðila. Verkefni sem þetta er svo sannarlega brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðslunnar er tvíþætt: Í fyrsta lagi að upplýsa unglingana um hiv og kynsjúkdóma almennt og hvernig þeir smitast. Í öðru lagi að fá unglingana til að sýna sjálfum sér og öðrum virðingu í kynlífsathöfnum, m.a. með því að nota smokkinn. Við ræðum einnig við þau um fordóma gegn sjúkdómum eins og hiv og hvetjum þau til að sýna ábyrgð í tali. Núverandi umferð er að verða lokið. Alltaf koma nýir árgangar og því þarf fræðslan að rúlla á tveggja ára fresti. Við stefnum á að ljúka þessari yfirferð vorið 2013. Árangur verkefnis sem þessa er óljós en hvert nýsmit er óafturkræft. Að koma í veg fyrir slíkt er ætíð sigur. Einar Þór Jónsson

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.