Fréttablaðið - 28.01.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 28.01.2021, Síða 10
Lí fey r issjóðu m hef u r ekki boðist tækifæri til að taka þátt í innviða-uppbyggingu hér á landi og því hafa ýmsir þeirra fjárfest í erlendum inn- viðasjóðum. Áhugi er fyrir hendi hjá fjárfestum að taka þátt í slíkri uppbyggingu hérlendis og mögu- lega væri það tækifæri til að laða að erlenda fjárfesta. Þetta segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í sam- tali við Fréttablaðið. Hún segir að með samstarfi í inn- viðauppbyggingu (e. public-private partnership, PPP) geti stjórnvöld veitt minni fjármunum í slík verk- efni og við það skapist svigrúm til að bæta í grunnþjónustu og draga úr halla ríkissjóðs. Fram hefur komið í fjölmiðlum að áætlað er að ríkið verði rekið með 320 milljarða króna halla sem rekja má til COVID-19. Að auki er nefnt í skoðun sem Viðskiptaráð tók saman að slíkt samstarf f lýti fyrir nauðsynlegri og arðbærri uppbyggingu, auki fram- leiðslugetu hagkerfisins og bæti lífskjör. Dæmi um innviðafjárfestingar er vegagerð, til dæmis tvöföldun Hval- fjarðarganga; flugvellir og má nefna stækkun Leifsstöðvar sem dæmi; íþróttamannvirki á borð við nýja Laugardalshöll og uppbyggingu spítala og hjúkrunarheimila. Eins má nefna vindorkuver, uppbygg- ingu dreifikerfa og sæstrengi. Fram kemur í skoðuninni að rökin að hið opinbera eigi að ann- ast framkvæmdir vegna þess að því bjóðist bestu kjörin á lánum, séu veik. Stæðu þau á traustum grunni myndi það hafa í för með sér að ríkið ætti ætíð að fjármagna framkvæmdir. Ríkið njóti bestu kjaranna vegna þess að skatt- greiðendur beri ótakmarkaða ábyrgð á skuldunum og ríkið, sem er útgefandi peninganna, getur ekki orðið gjaldþrota í eigin mynt. „Þannig segja fjármögnunarkjör ríkisins lítið sem ekkert um hversu hagkvæmt það er að hið opinbera standi í innviðaframkvæmdum,“ segir Viðskiptaráð. Ókostir opinberra innviðafram- kvæmda séu meðal annars að þær fari oftar fram úr kostnaðaráætlun en einkaframkvæmdir. „Þrýsting- ur á verktaka að halda sér innan tíma- og kostnaðaráætlana er oftar en ekki minni, þegar verkefni er á ábyrgð hins opinbera. Þetta er meðal annars vegna þess að hið opinbera er almennt minna háð arðsemi en einkaaðilar,“ segir Við- skiptaráð sem nefnir einnig aðra ókosti eins og seinagang og tak- markað svigrúm til fjárfestinga vegna krafna um útgjöld til annarra málaflokka. „Ef verkefni fjármögnuð af hinu opinbera fara fram úr kostnaðar- áætlun kemur það fyrr eða síðar niður á almenningi, annað hvort með aukinni skattbyrði eða skerð- ingu á opinberri þjónustu, nema hvort tveggja sé,“ segir í skoðuninni. Dæmigerð uppbygging sam- vinnuverkefna er á þá vegu að samið er til 20 til 25 ára þar sem andlag framkvæmdanna er að fullu í eigu einkaaðilanna. Þannig er hönnun, framkvæmd, rekstur og viðhald á herðum einkaaðila og að samn- ingstíma loknum er eignin afhent hinu opinbera, ýmist gjaldfrjálst eða gegn fyrir fram ákveðnum skil- málum. Dæmi um slíkan samning eru Hvalfjarðargöngin sem afhent voru ríkinu skuldlaust árið 2018, 20 árum eftir opnun ganganna. Svan- hildur Hólm segir að það verkefni hafi tekist vel. Viðskiptaráð áréttar í skýrslunni að Vaðlaheiðargöng séu ekki sam- vinnuverkefni „þar sem ríkið kom að nær allri fjármögnun þeirra, bæði með hlutafé og lánveiting- um.“ 0 0 1 1 2 2 3 3 4 4 5 56 67 ✿ Dregið hefur úr fjárfestingu hins opinbera Heimild: Viðskiptaráð 2000 2000 Meðaltal 2000-2019 Fjárfesting hins opinbera Fjármunir hins opinbera á mann Spá Seðlabanka Ísl. 2005 20052010 2010 -5% 2015 20152019 20192023 % af VLF Milljónir króna á verðlagi 2019 Innflæði í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði var jákvætt um nær 7,8 milljarða króna í desember. Þar af var f læðið inn í hlutabréfasjóði jákvætt um tæplega 5 milljarða króna og í blandaða sjóði um 2,8 milljarða króna. Á síðustu sjö mánuðum hefur verið samfellt innf læði í hluta- bréfasjóði. Ef horft er aftur til árs- byrjunar nemur uppsafnað inn- flæði í hlutabréfasjóði, að frádregnu útflæði, um 6,9 milljörðum króna en til samanburðar nam fjárhæðin 1,8 milljörðum árið 2019. Álíka þróun má sjá í blönduðu sjóðunum þar sem nettó innflæðið nam um 6,7 milljörðum króna á árinu 2019. Innf læði í sjóðina skilaði sér í stóraukinni veltu á hlutabréfa- markaði, en í desember var veltu- hæsti mánuður frá hruni að und- anskildum febrúar 2017, sem var Stóraukið flæði inn á hlutabréfamarkaðinn í desember óvenju veltumikill vegna kaupa erlendra fjárfesta í Marel. Heildar- veltan í desember nam 78 millj- örðum króna. Mogens Gunnar Mogensen, for- stöðumaður hlutabréfastýringar hjá Íslandssjóðum, sagði í sam- tali við Markaðinn í desember að almenningur væri að fjárfesta í auknum mæli í hlutabréfum. „Við gerum ráð fyrir áframhald- andi innflæði á hlutabréfamarkað á næsta ári í ljósi lægra vaxtastigs í landinu. Vextir eru lágir og til lengri tíma munu þeir haldast lægri en áður hefur þekkst. Almenningur og aðrir fjárfestar munu því í ríkari mæli færa fé úr lágvaxtaeignum yfir í áhættumeiri eignir eins og hlutabréf, til að reyna að tryggja sér ásættanlega ávöxtun,“ sagði hann. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali sem birt var í Markaðinum í gær að eitt af stóru úrlausnarefnum næstu ára væri að fá sparnað lands- manna í meira mæli inn á verðbréfa- markaðinn. „Við eigum að taka varfærin en ákveðin skref í þá veru að fólk fari að taka ákvarðanir sjálft um sparnað sinn og verði um leið meiri þátttak- endur þegar kemur að fjárfestingu og uppbyggingu í atvinnulífinu. Þessi miðlun sparnaðar, sem hefur haldist mjög hár eftir bankahrunið, og fjárfestingar, á eftir að reynast mjög stór þáttur í því hvernig við munum styðja við hagvöxt á Íslandi í framtíðinni,“ segir Lilja. – þfh ja n. 1 9 fe b. 1 9 m ar . 1 9 ap r. 19 m aí . 1 9 jú n. 1 9 jú l. 19 se p. 1 9 ok t. 19 nó v. 19 de s. 19 ja n. 2 0 fe b. 2 0 m ar . 2 0 ap r. 20 m aí . 2 0 jú n. 2 0 jú l. 20 ág ú. 2 0 se p. 2 0 ok t. 20 nó v. 20 de s. 20 -3.000 -2.000 -1.000 0 1.000 2.000 3.000 4.000 4.8555.000 6.000 ✿ Nettó flæði í hlutabréfasjóði Samstarf í innviðum flýti uppbyggingu Innviðauppbygging á vegum einkafjárfesta skapar svigrúm fyrir ríkið til að bæta grunnþjónustu og draga úr halla ríkissjóðs. Verkefnið er oft afhent hinu opinbera eftir 20 til 25 ár. Opinberar framkvæmdir fara oftar fram úr kostnaðaráætlun en einkaframkvæmdir. Dæmi um innviðafjárfestingu væri íþróttamannvirki á borð við nýja Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tólf prósenta ávöxtun að meðaltali í fjórtán ár Ávöxtun lífeyrissjóða í Ástralíu af því að fjárfesta í innviðasjóðum nam tólf prósentum á ári á tíma- bilinu 1997 til 2011. Á fyrstu sjö árunum var ávöxtunin að meðal- tali tíu prósent á ári. Lífeyrissjóðir í Kanada fjár- festa í meira mæli beint í inn- viðum en ekki í gegnum innviða- sjóði eins og tíðkast í Ástralíu. Dæmi um slíkar fjárfestingar eru eignarhlutir kanadíska lífeyris- sjóðsins OOTP í flugvöllum víða í Evrópu, þar með talið Kastrup í Danmörku. Greining Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2013, leiddi í ljós að meirihluti fjárfestinganna hefði gengið vel og sumar skilað ávöxtun yfir markmið. „Yfirleitt hefur reynslan verið sú að tekju- áætlanir standast, en óvænt vandamál í samskiptum við verk- taka og stjórnvöld geta aukið kostnað, sem dregur úr ávöxtun,“ segir Viðskiptaráð. Fjárfestingarþörf íslenskra lífeyrissjóða er um 350 milljarðar króna á ári, en fjárfestingarkostir hér á landi eru takmarkaðir. Við- skiptaráð segir að það væri skyn- samlegt að fjölga innlendum fjárfestingarkostum fyrir sjóðina og þeir kæmu í auknum mæli að uppbyggingu innviða. „Sparn- aður landsmanna myndi þannig fjármagna mikilvæga innviði og njóta ávöxtunar af uppbygging- unni í stað þess að fjármögnun fari, þegar upp er staðið, öll í gegnum skattkerfið.“ Fjárfestingar í innviðum eru iðulega stórar í sniðum og til langs tíma og henta því vel lífeyrissjóðum sem vilja binda fé sitt í langan tíma og fá fremur örugga og stöðuga ávöxtun, segir í skoðun Viðskiptaráðs. Aukin fjárfesting í innviðum stytti biðina eftir hagvaxtarskeiði Viðskiptaráð segir að efnahags- legra áhrifa kórónaveirunnar muni gæta áfram eftir að bólu- setningum lýkur. Aukin innviða- fjárfesting gæti gegnt lykilhlut- verki við að stytta atrennuna í nýtt hagvaxtarskeið. Á árunum 2000-2009 var opinber fjárfesting að meðaltali 5,1 prósent af landsframleiðslu en í kjölfar fjármálakreppunnar dró verulega úr og var hún að meðaltali 3,3 prósent á árunum 2010-2019. Af þessu má lauslega áætla að uppsöfnuð fjárfest- ingarþörf í innviðum sé tæplega 460 milljarðar króna. „Þannig hafa fjármunir hins opinbera í innviðum á mann rýrnað um tæp 5 prósent á síðustu tíu árum og eru nú á svipuðum stað og þeir voru 2003. Í ljósi þessa og skorts á fjár- festingu almennt er ljóst að finna þarf leiðir til að auka inn- viðafjárfestingu og það í mun meira mæli en ráða má af spám og áætlunum stjórnvalda,“ segir í skoðun Viðskiptaráðs. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 7,8 milljarðar króna var nettó innflæði fjármagns í hluta- bréfasjóði og blandaða sjóði í desembermánuði. ág ú. 1 9 MARKAÐURINN 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.