Fréttablaðið - 28.01.2021, Page 20

Fréttablaðið - 28.01.2021, Page 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Ólafía er í áskrift að vörum frá KeyNatura og hefur verið það í nokkur ár. Upp- haflega ákvað hún að prófa vör- urnar vegna þess að þær innihalda astaxanthin. Efni sem þörungar framleiða og rannsóknir hafa sýnt að hafa jákvæð áhrif á húð. „Ég hafði heyrt að astaxanthin hefði góð áhrif á húðina, hjarta, æðakerfið og ónæmiskerfið, það var það sem heillaði mig fyrst. Ég tók fyrst inn Astaxanthin frá Key- Natura en skipti ég yfir í AstaSkin þar sem það inniheldur astaxant- hin plús seramíð, kollagen og vítamín. Ég fann mjög f ljótlega gríðarlegan mun á húðinni á mér. Ég var oft að glíma við þurrkbletti í andlitinu og var þurr á kroppnum og fótleggjunum, það er bara alveg horfið,“ segir Ólafía. Ólafía starfar á skurðstofu sem hjúkrunarfræðingur en vegna starfsins þarf hún að þvo og skrúbba sér um hendurnar og spritta mörgum sinnum á dag. Hún var því oft að glíma við sprungna húð á hnúunum. „Það er ekki vandamál lengur, en það skiptir mig miklu máli sem hjúkrunarfræðingur að vera ekki með sár á höndunum,“ segir hún. „Ég er mikið í alls konar útivist og hleyp reglulega og mér finnst AstaSkin verja og eða styrkja húð- ina fyrir sól og kulda. Áður varð ég rauð og bleik eftir útivist og sólina en núna verð ég útitekin og verð meira að segja brún. Ég er venju- lega með það ljósa húð að fólk sem sér mig núna verður hissa og segist aldrei hafa séð mig brúna. Mér finnst húðin á mér vera miklu sterkari og hafa meiri ljóma en áður og þola útivistina betur. Nærir húðina innan frá Ólafía tekur inn tvö hylki á dag af AstaSkin og skammturinn sem hún fær sendan heim til sín dugar því í mánuð. „Þessi áskriftarleið er tiltölu- lega ný hjá þeim. En hún er mjög sniðug og umhverfisvæn. Ég fæ þá ekki senda nýja dollu í hvert sinn heldur bara áfyllingu. Ég held það sé mjög mikilvægt að nota ekki einungis krem heldur næra húðina líka innan frá. Ég trúi því að það sem maður borðar og drekkur skipti miklu máli fyrir almennt hreysti og sjáist á húðinni. Maður þarf að hugsa vel um sig ekki síst húðina því hún er jú stærsta líf- færið,“ segir hún. Ólafía notar líka AstaEnergy frá KeyNatura fyrir æfingar. „Ég tek það að vísu ekki inn ef ég æfi seinni partinn af því það er koffín í því og það truflar svefninn minn að fá koffín í kroppinn eftir hádegi. En AstaEnergy hefur Ólafía er mjög ánægð með AstaSkin, en eftir að hún byrjaði að taka hylkin inn finnur hún mikinn mun á húðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Páll er rannsókna- og þróunarstjóri hjá SagaNatura og hefur meðal annars unnið við að þróa AstaSkin svo varan hafi góð áhrif á húðina. MYND/AÐSEND Framhald af forsíðu ➛ virkað vel fyrir mig finnst mér. Það flýtir fyrir endurheimt og gefur auka orku og úthald á æfingu.“ Ólafía hafði notað astaxanthin frá erlendum framleiðanda áður en það var framleitt hér. „Þegar ég byrjaði á því þá var Astaxanthin ekki byrjað í fram- leiðslu á Íslandi, en ég skipti svo yfir í vörurnar frá KeyNatura þegar byrjað var að framleiða þær. Ég bý í Hafnarfirði og fyrirtækið er þar og ég vildi styrkja íslenska framleiðslu. Mér finnst vörurnar frá þeim líka miklu öflugri og húðin á mér er bara allt önnur en hún var.“ AstaSkin hylkin eru unnin úr íslenskum smáþörungum Páll Arnar Hauksson er rann- sókna- og þróunarstjóri hjá SagaNatura sem framleiðir Key- Natura vörurnar. Hann hefur meðal annars unnið við að þróa AstaSkin. „Grunnurinn að vörunni er astaxanthin. Það hefur marga þekkta eiginleika sem hafa áhrif á heilsu húðarinnar. Það helsta sem má nefna er vernd gegn útfjólu- bláum geislum, hrukkur verða grynnri og það getur komið í veg fyrir myndun á öldrunarblettum,“ segir Páll. Astaxanthinið í AstaSkin kemur frá smáþörungum sem rækt- aðir eru í Hafnarfirði í sérstökum innanhússræktunareiningum. Smáþörungar í náttúrunni fram- leiða astaxanthin til að verja sig gegn óæskilegum áhrifum sólarinnar. Smáþörungarnir sem SagaNatura ræktar eru látnir framleiða astaxanthin með því að lýsa á þá með raflýsingu. „Þegar smáþörungarnir verða fyrir ljósálagi þá hefst náttúru- legt ferli. Þörungarnir fara í dvalaástand og mynda um leið astaxanthin. Þörungarnir geta svo snúið aftur úr þessu ástandi ef aðstæðurnar verða hagstæðar á ný,“ útskýrir Páll. Innihaldsefnin eru með stað- festa virkni og vandlega valin „Þegar við þróuðum AstaSkin þá vildum við búa til vöru sem inniheldur astaxanthin en er líka með fleiri innihaldsefnum sem hafa góð áhrif á húðina. Helstu innihaldsefnin í AstaSkin, eru auk astaxanthins, seramíð og kolla- gen,“ segir Páll. „Seramíðið er frá Japan og er unnið úr hrísgrjónum, en seramíð er mikilvægur hluti af húðfitunni. Eftir því sem við eldumst verður breyting á útliti, samsetningu og uppbyggingu húðarinnar. Ein helsta breytingin sem verður er hægfara minnkun á seramíði í húðinni sem dregur úr vatns- heldni hennar og gerir hana næm- ari fyrir ertingu og roða. Seramíð er nauðsynlegt fyrir húðina til að koma í veg fyrir vatnstap úr ysta húðlaginu. Við notum seramíð í okkar vörur sem eru klínískt rannsökuð og það hefur verið sýnt fram á að þau draga úr vatnstapi í húðinni,“ útskýrir hann. „Þriðja mikilvæga innihalds- efnið í AstaSkin er kollagen sem gefur okkur nauðsynleg uppbygg- ingarefni fyrir húð. Auk þess inni- heldur AstaSkin öfluga fjölvíta- mínblöndu. Það eru sjö vítamín í vörunni, meðal annars C-vítamín sem er nauðsynlegt fyrir kolla- genmyndun í húðinni. Við veljum vandlega innihaldsefni í vörurnar sem við vitum að hafa staðfesta virkni.“ AstaSkin inniheldur náttúruleg efni sem hafa staðfesta virkni á húð. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.