Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 28

Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 28
 6 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R Anna Marta tók vel á móti okkur á fallegum vetrar­degi, en hún er ótrúlega kraftmikil kona sem gaman er að kynnast. Þegar Anna Marta er spurð hvernig hún myndi lýsa heimilinu, svarar hún: „Bjart og fal­ legt, kærleiksríkt og ástríkt. Það er blanda af mörgum ólíkum hlutum sem mynda svo eina heild. Hér eru hlutir sem maðurinn minn hefur hannað, húsgögn úr IKEA í bland við húsgögn úr EPAL ásamt öðrum hlutum sem tilheyrðu kannski forfeðrum okkar,“ segir hún. „Við höfum gaman af því að eignast falleg listaverk og höfum oft á tíðum gert samninga við listamenn um að greiða fyrir verkin yfir lengri tímabil og þannig getað eignast falleg verk. Húsið okkar er teiknað árið 1967 og við höfum markvisst verið að laga það að lífsstíl okkar án þess að fórna upprunalegri hugsun Gunnars Hanssonar arkitekts, sem teiknaði húsið.“ Þú ert með mjög stórt borðstofu- borð, hvernig kom það til? „Ég fékk símtal frá ferðaskrifstofu um að útbúa veislu fyrir indverska auðkýfinga. Fyrst átti veislan að vera í sal úti í bæ. Konan sem hringdi nefndi það við mig hvort ég væri til í að taka hópinn heim til mín. Ég sagði já, já, ekkert mál, þau væru velkomin til mín,“ útskýrir Anna Marta. Hún kvaddi svo konuna og hringdi í eiginmanninn og sagði honum að þau væru að fá stóran hóp heim til sín. „Maðurinn minn er vöruhönnuður og hafði áskotn­ ast nokkrar glerplötur sem átti að henda. Hann hugsaði smástund og sagði: „Ekki málið“. Eftir tvo daga var borðið tilbúið, en er í raun tvö borð sem sett eru saman og rúma því 20 manns. Grindin er úr ryðfríu stáli og ofan á glerið lét hann útbúa mynd af jökulsprungu. Sjúklega flott hjá honum. Hann rúllar öllum verkefnum vel upp.“ Styttan á miðju gólfinu vekur óneitanlega athygli, eftir hvern er hún ? „Hún er eftir Ragnheiði Stefáns­ dóttur. Eiginmaðurinn gaf mér hana þegar ég varð fertug. Ég er þvílíkt ánægð með hana.“ Hvaðan kemur öll þessi dýnamík sem þú býrð yfir? „Dýnamík og kraftur meinar þú. Ég hef alltaf verið með mikla orku. Sköpunargleði mín og að hjálpa öðrum hefur komið með árunum. Þegar maður umgengst mikið af frábæru fólki sem er líkt manni í fasi og líðan verður eitthvað frá­ bært til. Er það ekki bara?“ spyr hún. Nú ert þú þekktur hóptíma- og einkaþjálfari ásamt því að vera matþjálfi, hvernig fer þetta allt fram hjá þér? „Matarþjálfunin, sem nefnist „Borðaðu hreinni fæðu“ er mán­ aðarprógramm þar sem við byrjum á viðtali, spjöllum um lífsstíls­ venjur og hvernig dagar fólks hafa verið undanfarið. Hvaða nær­ ingu færðu? Á hverju nærir þú þig almennt? Ásamt fleiru. Við förum yfir þær lífsvenjur sem eru í gangi núna og hvernig hægt er að breyta þeim. Búum til tengsl okkar á milli. Fókuserum á jákvæðar breytingar á þessum vikum sem við erum saman. Ef þú vilt getur þú stigið á vigt og sömuleiðis mælt ummál. Eftir mánuð vigtum við aftur og mælum ummálið.“ Matarhlutinn „Allt sem við kemur næringu er ljósmyndað og sent á mig á FB­ messenger. Ég svara eins f ljótt og ég get. Þetta er algjörlega á forsendum þess sem skrásetur sig. Ég er stuðnings­ og aðhaldsbolti sem hjálpar fólki inn á rétta braut. Það eru þessar algengu lífsstíls­ venjur sem fólk breytir helst við matarþjálfun hjá mér. Förum í að borða meira hreina fæðu. Hugum að samsetningu á próteinum, trefjum, fitu og kolvetnum. Hugsum fram í tímann með næstu næringu. Það sem gerist á þessum vikum er hugarfarsbreyting, ferskari líkami, fallegri húð og vel nærður líkami. Bónusinn er svo færri sentimetrar og kíló. Ef maður einbeitir sér að því sem nærir mann mest dregur það úr neikvæðum tilfinningum þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú upplifir meiri sigurtilfinn­ ingu,“ útskýrir Anna Marta. Hvenær fórstu út í eigin fram- leiðslu á pestói & döðlumauki ? „Ég hef verið að dunda mér í eld­ húsi frá því ég var unglingur. Fyrir nokkrum árum fór ég að leika mér við það að gera alls kyns pestó og sósur úr hreinum afurðum. Uppskriftin að þessu pestói fékk strax súper góða dóma hjá fjöl­ skyldu og vinum. Ég bjó síðan til döðlumauk til að hafa á nám­ skeiðunum mínum, Ævintýra­ ferðum bragðlaukanna. Þá fékk ég að heyra hvað þetta væri gott. Síðastliðin ár hef ég fengið margar fyrirspurnir um pestóið og döðlu­ maukið, til dæmis hvort það væri ekki að koma í búðir. Einn daginn lét ég verða af því. Það tók mig reyndar nokkur ár að koma þessu frá mér í búðir og gengur vonum framar. Frábær viðbrögð við vörunum og ég er í skýjunum með allt saman,“ segir hún. Hvernig kom verkefnið Hringur til hjá ykkur? „Þegar við hjónin giftum okkur árið 2005 báðum við gesti okkar að kaupa ekki handa okkur gjafir heldur aðstoða okkur frekar við að láta gott af okkur leiða. Á þessum tíma var Barnaspítali Hringsins kominn í nýtt og fal­ legt húsnæði og okkur datt í hug að það gæti verið góð hugmynd að spítalinn eignaðist sitt eigið „lukkudýr“. Við nálguðumst yfirlækni og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins með hug­ myndina og ísbjörninn Hringur varð til í framhaldinu. Að verkefninu hefur komið ótrúlega mikið af fagfólki sem hefur unnið að því að móta hugmyndina betur. Að mörgu þarf að hyggja, meðal annars að móta karakterinn Hring, hanna búninginn þannig að hann verði sem eðlilegastur, finna fagmenn til að leika Hring og skipuleggja heimsóknir í samvinnu við stjórnendur á spítalanum. Í dag heimsækir Hringur börnin á Barnaspítalanum reglulega og alltaf grípur um sig mikil eftir­ vænting ef fréttist af því að hann sé væntanlegur. Við áttuðum okkur svo á því að eftir fyrstu tvö árin var stofnupphæðin sem vinir og fjölskylda höfðu lagt fram uppurin. Ég fékk því þá hugmynd að framleiða súkkulaði fyrir jólin sem ég nefndi Dásemd og við byrjuðum að selja það til vina og kunningja til þess að tryggja að Hringur fengi að lifa áfram. Okkur hefur því tekist að halda verkefninu lifandi í fimmtán ár og ætlum okkur að tryggja að Hringur fái áfram að gleðja stór og lítil hjörtu á spítalanum um ókomin ár.“ Heimili með kærleika og ást Hjónin Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson eru búin að koma sér upp fallegu heimili með börnum sínum í Garðabænum. Húsið teiknaði Gunnar Hansson 1967. Anna Marta er hér með böku sem hún gerir með pestóinu sínu og döðlumaukinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Notalegt horn og umhverfi hjá Önnu Mörtu og Ingólfi. Styttan, sem var gjöf, er eftir Ragnheiði Stefánsdóttur. SIR ARNAR GAUTI - LÍFSSTÍLSBLAÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.