Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 40

Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 40
Hann er hærra skrifaður hjá kolleg- unum innan deildarinnar en fjölmiðlamönnunum, þrátt fyrir að hafa sett niður eitt af stærstu skotum NBA-sög- unnar í úrslitunum 2016 þegar Cleveland vann titilinn. Sigurður Orri Kristjánsson, hlað- varpsstjóri Boltinn lýgur ekki FÓTBOLTI Að lestin fari af teinunum er ef til vill ekki nægilega sterk lýs- ing á frammistöðu Liverpool undan- farnar vikur og þegar tímabilið er hálfnað þarf Jürgen Klopp að vera fljótur að finna lausn á vandræðum liðsins fyrir komandi verkefni. Fimm leikir á næstu sextán dögum koma til með að ráða úrslitum um í hvaða baráttu Englandsmeistar- arnir verða í vor. Seinni hluti tíma- bils Liverpool hefst í kvöld gegn Tot- tenham, en fari svo að Liverpool tapi í kvöld gæti liðið verið að berjast um miðja deild innan skamms. Fimm stig skilja að Liverpool og neðri hluta deildarinnar, en fara þarf aftur til haustsins 2016 til að finna verstu stöðu Liverpool-liðsins undir stjórn Jürgens Klopp, þegar Liverpool var í tíunda sæti eftir þrjár umferðir. Rúmur mánuður er liðinn síðan Liverpool og Tottenham mætt- ust síðast þar sem Liverpool vann dramatískan 2-1 sigur á Anfield. Þremur dögum seinna léku læri- sveinar Klopps  sinn besta leik á tímabilinu í 7-0 sigri á Crystal Palace en síðan kom babb í bátinn. Í næstu fimm leikjum er uppskeran aðeins þrjú stig af fimmtán og eitt mark skorað á 450 mínútum. Fyrir vikið er Liverpool skyndilega komið í eltingarleik við Manchester-liðin tvö á toppnum og hin fjögur liðin sem virðast ætla að gera sig gildandi í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Fari svo að Tottenham vinni í kvöld gætu liðin fyrir neðan Liver- pool sem eiga leiki til góða sent Liverpool í miðja deild en um leið væri Liverpool þá búið að tapa jafn mörgum stigum í sex leikjum og allt síðasta tímabil, þar sem aðeins fimmtán stig fóru forgörðum og tveimur stigum minna en tímabilið þar áður.  Handan hornsins bíða Liverpool leikir gegn spútnikliði West Ham, Leicester og Manches- ter City sem er í toppbaráttunni og leikur gegn Brighton sem berst fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. – kpt Komið að örlagastundu í titilvörn Liverpool-manna Titilvörn Liverpool gengur illa þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Liverpool er ekki búið að skora í síðustu 87 skottil- raunum í ensku úrvalsdeild- inni. ÓLYMPÍULEIKAR Ljóst er að fresta þarf alþjóðlegri keppni í listsundi sem átti að fara fram í Tókýó í byrj- un mars, en mótið var hugsað sem generalprufa fyrir Ólympíuleikana þar í landi. Stjórnvöld í Japan fram- lengdu útgöngubann þar í landi vegna útbreiðslu kórónaveirunnar en vonast er til þess að mótið geti farið fram í vor. Von var á keppendum frá tíu löndum og átti mótið um leið að vera lokaúrtökumót fyrir Ólymp- íuleikana, en Alþjóðlega sund- sambandið og japanska sundsam- bandið sammæltust um að það yrði nánast ómögulegt að skipuleggja mótið í byrjun mars. Búið er að útbúa sérstakar 53 blaðsíðna leiðbeiningar fyrir þátt- takendur á Ólympíuleikunum í von um að hægt sé að forðast útbreiðslu kórónaveirunnar ef veiran verður enn til staðar í Japan síðar á þessu ári. – kpt. Fresta fyrstu prófrauninni fyrir leikana 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT NBA Kyrie Irving gæti átt yfir höfði sér refsingu frá NBA deildinni í körfubolta fyrir að hafa tekist að gefa Bam Adebayo treyju sína í lok leiks Brooklyn Nets og Miami Heat í vikunni. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum, en í fyrri leiknum birtist myndband af því þegar öryggisvörður stöðvaði þá í treyjuskiptum. Strangar reglur NBA-deildarinnar til að hemja útbreiðslu kórónaveirunnar banna leikmönnum þessa iðju. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kyrie fer á svig við kröfur deildarinnar um sóttvarnir, en hann var sektaður um fimmtíu þúsund dollara fyrir að mæta grímulaus í afmælispartí hjá systur sinni fyrr í þessum mánuði og gæti deildin reynt að setja for- dæmi fyrir veturinn með leikbanni eða hárri fjársekt. Það fer ekki á milli mála að Irv- ing er meðal betri bakvarða NBA- deildarinnar og átti stóran hlut í fyrsta meistaratitli Cleveland Cavaliers árið 2016. Þegar hann samdi við Brooklyn Nets með Kevin Durant, var beðið með eftir- væntingu á meðan Durant náði sér af meiðslunum enda áttu þeir tveir að geta myndað kjarna liðs sem gæti gert atlögu að meistaratitli. Meistarakandídatarnir urðu svo að sigurstranglegasta liðinu þegar Nets bætti James Harden við leik- mannahópinn og eiga þeir þrír að gera atlögu að fyrsta meistaratitl- inum í sögu félagsins. Sá gallinn er hins vegar á Kyrie Irving að það getur verið erfitt að lesa í hann, eins og sást bersýni- lega fyrr í þessum mánuði þegar hann ákvað skyndilega að gefa ekki kost á sér í tæpar tvær vikur og missti fyrir vikið af sjö leikjum. Í viðtölum baðst Kyrie undan því að útskýra fjarveruna en var fljótur að hrista af sér ryðið og hefur leikið vel í undanförnum leikjum. Þá er frægt þegar hann fór skyndilega að ræða möguleikann á því að jörðin væri f löt eftir að hafa horft á myndir um kenninguna og þegar hann dreifði salvíu yfir parketið á heimavelli Boston Celtics í fyrsta leik sínum á gömlum heimavelli til að hreinsa út neikvæðu orkuna. Minna heyrist af góðverkum hans utan vallar þar sem Irving virðist vera mikill öðlingur. Irving er dug- legur að leggja til peninga og nauð- synjavörur fyrir fjölskylduhjálpar- stöðvar í Bandaríkjunum og keypti hús fyrir fjölskyldu George Floyd eftir að Floyd var myrtur af lög- regluþjóni á síðasta ári. Þá var hann tilbúinn að borga leikmönnum í WNBA, sterkustu kvennakörfu- boltadeild heims, laun sín, ef þær gáfu ekki kost á sér vegna kóróna- veirufaraldursins en sú upphæð taldi 1,5 milljónir dala. Sigurður Orri Kristjánsson, einn af ritstjórum Karfan.is og hlað- varpsstjóri Boltinn lýgur ekki, hlað- varps um innlendan og erlendan körfubolta, tók undir að Kyrie virt- ist oft vera misskilinn snillingur. „Kyrie er ótrúlega vinsæll hjá öðrum leikmönnum deildarinnar. Hann er hærra skrifaður hjá kolleg- unum innan deildarinnar en fjöl- miðlamönnunum, þrátt fyrir að hafa sett niður eitt af stærstu skot- um NBA-sögunnar í úrslitunum 2016 þegar Cleveland vann titilinn. Hann getur gert hluti með boltann sem enginn annar kann að gera.“ Sigurður tók undir að það væri sérkennileg staða fyrir þjálfara að vera með leikmann í slíkum gæða- flokki sem erfitt væri fyrir þjálfar- ann að lesa. „Þetta var mjög sérkennilegt atvik, þegar hann hvarf bara í viku, þarf svo að taka út tíma í sóttkví og missir fyrir vikið af átta leikjum. Eins og tímabilið er í NBA skiptir miklu máli að skapa liðsanda í þessum leikjum,“ segir Sigurður um Kyrie, sem virðist eyða miklum tíma í að skoða samsæriskenningar. „Það kæmi mér ekkert brjálæðis- lega á óvart ef hann kaupir ekki þennan heimsfaraldur. Hann er mikið í því að fylgjast með sam- særiskenningum og að mörgu leyti einkennilegur maður. Ég hafði mjög gaman af þessu og hef fjallað um þetta í hlaðvarpinu, hann virðist vera mjög andlega þenkjandi og það kæmi manni ekkert á óvart að sjá hann í kakóseremóníum.“ Hann tók undir að á sama tíma væri Kyrie, sem er varaforseti leik- mannasamtakanna, mikill öðl- ingur. „Hann virðist á sama tíma vera mikill öðlingur og góður maður. Þegar NBA-deildin hófst aftur í búbblunni var hann gagnrýninn á að vera að nýta kórónaveirupróf frá öðrum í þetta. Það getur verið erfitt að lesa þess á milli, stundum virðist hann hálf áhugalaus innan vallar og stundum í stríði við fjölmiðlana en svo er hann frábær þess á milli.“ kristinnpall@frettabladid.is Öðlingur sem fer eigin leiðir Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving var tekinn við að brjóta sóttvarnareglur NBA-deildarinnar í annað sinn í vikunni. Irving fer yfirleitt sínar eigin leiðir, en enginn efast um hæfileikana inni á vellinum. Irving, James Harden og Kevin Durant, mynda ógnarsterkt þríeyki hjá Brooklyn Nets. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Evrópska knattspyrnu- sambandið, UEFA, ítrekaði í gær að áætlanir stæðu enn yfir um að Evrópumótið í sumar færi fram í tólf löndum í Evrópu. Mótið hefst þann 11. júní og stendur yfir í einn mánuð. Í tilefni 60 ára afmælis Evrópu- mótsins var ákveðið að halda mótið í tólf mismunandi borgum í tólf mismunandi ríkjum. Kallað hefur verið eftir því að mótafyrirkomu- laginu verði breytt og það fari fram í lokaðra rými vegna kórónaveiru- faraldursins en UEFA sagði í yfir- lýsingu í gær að enn væri stefnt að því að mótið fari fram með óbreyttu sniði. Stjórn mótsins hafi fundað með fulltrúum borganna tólf þar sem þetta hafi verið rætt. – kpt Stefna enn að 12 þjóða EM  Aleksander Ceferin, forseti UEFA.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.