Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 48
TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir Bottesini og Brahms Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 21. janúar Einleikari: Jacek Karwan. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarna- son. Búdda er sagður hafa öðlast hug­ ljómun þegar hann sat undir svo­ kölluðu bodhitré. Viðurinn úr því er því talinn heilagur, og hljóðfæri sem er smíðað úr honum hlýtur að vera í beinu sambandi við Almætt­ ið. Hljóðfærasmiðurinn Giuseppi Testore, sem var uppi í byrjun 19. aldar, sagðist hafa smíðað kontra­ bassa úr bodhitrénu, og ekki bara það; strengjahaldarinn á bassanum væri úr krossinum sem Jesús var negldur á! Bassinn var fyrst í eigu allnokk­ urra miðlungs bassaleikara, en dagaði svo uppi í bakherbergi í brúðuleikhúsi í Mílanó, innan um alls konar rusl. Þar var hann upp­ götvaður af ungum og upprennandi bassaleikara, Giovanni Bottesini, sem keypti gripinn. Þá gerðust einhverjir galdrar. Bottesini öðlaðist svo mikið vald á hljóðfærinu að honum var líkt við mesta fiðluleikara sögunnar, Nicc­ olo Paganini. List þeirra beggja þótti beinlínis yfirnáttúruleg. Fagurlega mótað Kontrabassakonsert nr. 2 eftir Bott­ esini var á efnisskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Kontrabassi í einleikshlutverki er yfirleitt dálítið klunnalegur, efstu tónarnir í honum eru ögn hjáróma, eins og ungur drengur sem er í mútum. Kons­ ertinn eftir Bottesini var þó alls ekki klunnalegur í meðförum ein­ leikarans, Jacek Karwan, en hann er liðsmaður í hljómsveitinni. Ýmiss konar hlaup upp og niður strengina voru fimlega spiluð og tónarnir almennt fagurlega mótaðir. Sjálf tónlistin var líka haganlega gerð, hljómsveitarröddin rímaði ágætlega við einleikinn, hún valtaði aldrei yfir hann. Laglínurnar voru sjarmerandi og tónlistin í heild ein­ kenndist af ljúfu flæði sem ánægju­ legt var að upplifa. Töfrandi stef Hitt verkið á dagskránni var þriðja sinfónían eftir Brahms. Hún er ein­ staklega falleg. Stefin eru töfrandi og uppbyggingin mögnuð. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnandi var í essinu sínu; hann sýndi afar næma tilfinningu fyrir tónlistinni. Túlkun hans var full af ákefð og ástríðu, rauði þráðurinn slitnaði aldrei, hvergi var dauður punktur. Hljómsveitin spilaði í senn hreint og af krafti, hver einasti tónn var þrunginn merkingu sem skilaði sér ómenguð til áheyrenda. Brahms var piparsveinn alla ævi og í sinfóníunni er leiðarstef sem samanstendur af tónunum F­As­F. Það er skammstöfun á Frei aber froh, sem þýðir frjáls en hamingju­ samur. Í sinfóníunni finnur maður fyrir þessari hamingju hins frjálsa piparsveins, en hún er ekki alveg þessa heims. Þar er nostalgía og náttúrustemning, stundum hrika­ legar skýjamyndir, en á köf lum skín sólin í gegn. Þegar það gerist eru áhrifin máttug. Mörg tónskáld myndu gefa útlim til að geta samið viðlíka melódíur og eru í þriðja kaf lanum af f jórum. Þarna um kvöldið fengu þær að njóta sín til fulls í vönduðum leik hljómsveitar­ innar. Hvílík fegurð! Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Flottur einleikur, himnesk tónlist. Yfirnáttúrulegur kontrabassi, dásamleg sinfónía Bjarni Frímann Bjarnason var í essinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KTh – Málverk og ljós­my ndir er sý ning sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akur­eyri. Þar eru sýnd verk Kristínar Katr­ ínar Þórðardóttur Thoroddsen. Sýningarstjóri er Þóra Sigurðar­ dóttir myndlistarmaður. Sýningin stendur til 23. maí. „Á sýningunni eru tólf olíumál­ verk eftir Kristínu og fimmtán ljós­ myndir hennar,“ segir Þóra. „Kristín er fædd árið 1885 og er meðal fyrstu íslensku kvennanna sem fóru í myndlistarnám. Þær fóru f lestar til náms í Kaupmannahöfn en árið 1904 fór Kristín 19 ára gömul til náms í Edinborg.“ Spurt um listamann Kristín er lítt þekkt en sýningin á Akureyri mun vonandi breyta því nokkuð. Spurð af hverju ákveðið hafi verið að sýna verk Kristínar í listasafninu segir Þóra: „Í Akur­ eyrarkirkju eru tvær Maríumyndir, olíumálverk eftir Kristínu, sem hún gaf kirkjunni eftir vígslu hennar árið 1940. Þau bera sterk einkenni Art Nouveau­hreyfingarinnar, sem var öflug í Skotlandi um aldamótin 1900. Skoskar myndlistarkonur voru virkar innan hreyfingarinnar, bæði í hönnun og listsköpun. Áhrif Art Nouveau sjást hins vegar lítið í íslenskri listasögu. Fyrir nokkrum árum fékk hol­ lensk vinkona mín, sem er vel að sér í íslenskri listasögu, leiðsögn í Akureyrarkirkju. Þessar Maríu­ myndir vöktu athygli hennar en þennan dag var enginn viðstaddur sem vissi um höfund þeirra. Hún sendi mér bréf og spurði hvort ég gæti sagt henni það. Ég vissi það vel og hugsaði með mér að það þyrfti að halda því til haga hver hefði málað þessi verk. Ég hafði samband við af komendur Kristínar og í ljós kom að þeir áttu nokkur verk eftir hana. Ég sá að með þessum tveimur verkum úr kirkjunni og nokkrum í viðbót væri hægt að búa til litla sýningu til að vekja athygli á fram­ lagi hennar til íslenskrar listasögu. Listasafn Akureyrar bauð sal fyrir sýninguna.“ Vel skóluð Kristín bjó á Akureyri ásamt manni sínum Steingrími Matthías­ syni héraðslækni. Þau eignuðust níu börn en þrjú þeirra dóu ung. Hjónin skildu árið 1932. „Kristín var virk í guðspekihreyfingunni og var kosin forseti íslensku guðspeki­ hreyfingarinnar og sem slík ferðað­ ist hún árið 1932 til Indlands ásamt ellefu ára dóttur sinni og var þar upp undir ár. Á sýningunni eru ljós­ myndir hennar frá þessu ferðalagi. Ég hafði áhuga á að kanna hvort áhrifa frá guðspekinni gætti í verk­ um hennar en hef ekki enn fundið bein áhrif. Áhrifin frá Art Nouveau eru hins vegar mjög greinileg.“ Þóra segir að ekki sé vitað til að Kristín hafi sýnt verk sín opinber­ lega. „Heimildir eru stopular og ekki er vitað hversu mikið nám hún fékk að stunda í myndlist en verkin í Akureyrarkirkju bera þess skýrt vitni að hún var vel skóluð og það gera líka nokkur málverkanna á sýningunni.“ Eftir að hafa sinnt börnum og búi tók Kristín upp þráðinn í mynd­ listinni árið 1932. Hún sótti skóla bæði í London og New York og var eftir það meira og minna búsett í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún lést árið 1959. Í tengslum við sýninguna kemur út vegleg sýningarskrá. Hrafnhildur Schram listfræðingur, Helga Kress bókmenntafræðingur og dr. Sig­ ríður Matthíasdóttir sagnfræðingur skrifa texta og sýningarstjóri ritar inngang. Gleymd listakona leidd fram í dagsljósið Í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á verkum Kristínar Katrínar Þórðardóttur Thoroddsen. Sýningarstjórinn vill með sýningunni vekja athygli á framlagi Kristínar til íslenskrar listasögu. Ljósmyndir úr ferð Kristínar til Indlands.Málverk eftir Kristínu á sýningunni. MYND/LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI Maríumyndir Kristínar í Akureyrarkirkju. Myndlistarkonan Kristín Katrín Þórðardóttir Thoroddsen. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG SÁ AÐ MEÐ ÞESSUM TVEIMUR VERKUM ÚR KIRKJUNNI OG NOKKRUM Í VIÐBÓT VÆRI HÆGT AÐ BÚA TIL LITLA SÝNINGU TIL AÐ VEKJA ATHYGLI Á FRAMLAGI HENNAR TIL ÍSLENSKRAR LISTASÖGU. 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.