Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 54
JAKUB VISSI EKKI AÐ HANN VÆRI AÐ FARA AÐ LEIKA Í ÞESSU OG OLA HÉLT AÐ VIÐ VÆRUM AÐ FARA AÐ GERA SPUNASÝNINGU. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Við vissum í rauninni ekki hvernig sýn-ingin myndi líta út að lokum, en hug-myndin var að búa til einhvers konar skemmtilegt sjónarspil fyrir Pól- verja,“ segir Ólafur Ásgeirsson, sem fer fyrir leikfélaginu PólíS sem hann myndaði utan um hugmynd sína um að setja á svið leikrit sérstaklega fyrir þann stóra hóp Pólverja sem er búsettur á Íslandi. Ólafur, sem er tíður gestur í Bíó Paradís, fékk hugmyndina að verk- inu þegar hann sá hversu mikilla vinsælda pólsku kvikmyndasýn- ingarnar njóta þar. „Mér datt í hug að Pólverjar væru alveg eins líklegir til þess að mæta í leikhús ef gerð væri einhvers konar sýning fyrir þá,“ segir Ólafur sem byrjaði á að bera hugmyndina undir pólska vini sína, Jakub Ziemann og Aleksandra Skołożyńska. Góðar ranghugmyndir „Ég þekkti þau þá bara lítillega og byrjaði á því að spyrja þau bara almennt út í það hvernig það væri að vera Pólverji á Íslandi og hvernig þeim litist á þessa hugmynd,“ segir Ólafur um Kuba og Ola, eins og þau eru kölluð. Þeim leist vel á og þótti hug- myndin góð, þannig að hún endaði hjá þeim þremur sem sviðsverkið Co za poroniony pomysl! eða Úff, hvað þetta er slæm hugmynd! „Jakub er kokkur og menntaður lífeindaverkfræðingur og Ola er spunaleikkona sem er búin að vinna sem þjónn á Snaps í nokkur ár,“ segir Ólafur, sem kynnti hinum tveimur hugmyndina á slíku frum- stigi að þau áttuðu sig ekki alveg á því út í hvað þau voru að fara. „Þegar á hólminn var komið reyndust þau bæði með rang- hugmyndir um hvað þetta er. Jakub vissi ekki að hann væri að fara að leika í þessu og Ola hélt að við værum að fara að gera spuna- sýningu vegna þess að við þekkj- umst þaðan.“ Góð hugmynd verður slæm Þríeykið leikur einhvers konar útgáfur af sjálfu sér í verkinu, þar sem Kuba er kokkur á veitingastað en dreymir um að verða sjónvarps- kokkur. Ola er spunaleikkona frá Varsjá sem þráir að finna ástina á Íslandi. Óli er síðan íslenskur leik- ari sem er að læra pólsku í smáfor- ritinu Duolingo og fær hugmynd að því að reyna að búa til leiksýningu á pólsku þegar hann sér hversu pólskar myndir eru vinsælar í bíó. „Að tengjast ókunnu landi, tengj- ast okkar á milli, tengjast á netinu eða tengjast í gegnum góðan mat. Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!,“ segir Ólafur um hugmyndina, sem reyndist ekki verri en svo að komið er að frumsýningu í Tjarnarbíói á föstudagskvöld. Hliðarsjálf á sviði „Þetta er í rauninni eins og að setja hliðarsjálf á svið, þar sem við stíg- um fram sem við sjálf og erum ekki að leika eiginlegar persónur, þannig að þetta er meira sviðsverk heldur en leikrit. Við erum svolítið að leika okkur með tilraunir til að setja sig inn í menningarheim annarra þjóða og hvernig við getum átt þetta samtal. Hvernig getum við verið saman og notið þess að búa á sama landinu.“ Ólafur bætir við að gaman sé að segja frá því að verkið hafi orðið til þess að hann dreif í því í mars að læra pólsku í Duolingo-smáfor- ritinu. „Ég leik mest á pólsku og skil Pólverja mjög vel. Við erum að búa til sviðsverk sem býður Pólverjana velkomna í leikhúsið. En á sama tíma erum við ekki að útiloka neinn,“ segir Ólafur og vísar til þess að sýningin er textuð á ensku. Spennufall Salvör Gullbrá leikstýrir þremenn- ingunum í sýningunni sem til stóð að frumsýna í október þegar veirufaraldurinn lamaði leikhús- líf í landinu. Nú verður hins vegar slagur látinn standa, þó aðeins rétt rúmlega 50 manns komist á hverja sýningu vegna sóttvarnareglna. „Það er bara eins og það er,“ segir Ólafur. „Og ekkert við því að gera annað en njóta þess bara að vera loksins að klára að sýna þessa sýningu. Það er mjög mikil spenna í hópnum.“ toti@frettabladid.is Hversu slæm getur góð hugmynd verið? Co za poroniony pomysl! fjallar um slæma hugmynd sem íslensk- ur leikari, pólskur kokkur og spunaleikkona frá Varsjá láta reyna á í tilraun til þess að bjóða Pólverja velkomna í leikhús á Íslandi. Ólafur og Jakub kynna sig til leiks í upphafi sýningarinnar þar sem þeir eru einhvers konar sjálfir á forsendum verksins og „svo verður þetta alltaf skrítnara og skrítnara eftir því sem á líður,“ segir Ólafur. MYND/MARTIN MATUSIAK Aleksandra á sviði sem einhvers konar hún. MYND/MARTIN MATUSIAK HÄSTENS VERSLUN FAXAFENI 5, REYKJAVÍK 588 8477 ÞITT BESTA ÁR HEFST MEÐ RÚMI FRÁ HÄSTENS Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á DV.IS VEFÁSKRIFT AÐEINS 1.590 KR.* VEF- OG PRENTÁSKRIFT AÐEINS 2.990 KR.* MYND/V ALLI 15. janúar 20 21 | 2. tbl. | 112. árg. | Verð 995 kr . Fullkomnu n er bölvun okkar kynslóðar Ásta Fjelds ted, nýráðin n framkvæmd astjóri Krón unnar, á að baki æ vintýralegan og farsælan fe ril víða um h eim. Hún ræðir fullko mnunarárát tuna sem getur hægle ga keyrt fól k í þrot og margar hlið ar metnaða rins sem knýr hana á fram. – sjá s íðu 10 Neteinelti Heiðurstengt ofbeldi á Íslan di 14 20 * verð miðast við mánaðaráskrift, engin binding. 512 7000 WWW.DV.IS/ASKRIFT ASKRIFT@DV.IS 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U RL Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.