Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 10
Kirkjuþingsmenn 1987 í Bústaðakirkju. Forsetiþingsinssr. Sigurður Guðmundsson er fyrir miðju.
Af kirkjuþingi
Hið 18. kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar var haldið í Bú-
staðarkirkju 6.—15. október 1987. Alls voru 28 mál lögð fyrir
þingið.
Allir kjörnir þingmenn sátu þetta þing, sem settur biskup ís-
lands, séra Sigurður Guðmundsson stýrði. Varaforsetar þingsins
voru kjörnir þeir sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ og Gunn-
laugur Finnsson kaupfélagsstjóri á Hvilft í Önundarfirði.
Gerðir kirkjuþings 1987 verða fáanlegar á Biskupsstofu innan
tíðar. Auk þess hefur nokkuð ítarleg umfjöllun um mál þingsins
birst í fjölmiðlum.
En hver hinna 28 mála þingsins voru mikilvægust? Víðförli
leitaði til fjögurra þingmanna, hver úr sínum landsfjórðungi og
fara svör þeirra hér á eftir.
Sr. Jón Bjarman.
Sr. Jón Bjarman, Kópavogi, situr sitt
fimmta Kirkjuþing sem fulltrúi
presta í sérþjónustu:
„Frumvörpin um sóknargjald og
kirkjugarðsgjald eru stórmál þessa
Kirkjuþings og munu valda skilum í
starfi kirkjunnar. Nú mun kirkjan
hafa fastan tekjustofn og einföldun í
innheimtu er og mikils virði. Hins
vegar gæti þetta fyrirkomulag rýrt
frumkvæði og sjálfstæði sóknar-
nefndanna, því að algjört forræði
þeirra um ákvörðun sóknargjalda er
nú orðið að fastri skipan.
Stofnun Jöfnunarsjóðs sókna
sem felst i frumvarpinu er markverð-
ur áfangi. Með honum fær Kirkju-
ráð miklu meiri möguleika til þess að
efla og styðja kirkjulegt starf í sókn-
um um landið allt.
Önnur mál sem fram komu eru lík
því sem áður hefur verið fjallað um
og mér finnst nokkuð áberandi að
þingsályktanir sem beint er til
Kirkjuráðs til framkvæmda eru fleiri
en áður. Kirkjuþingsmenn hafa í
minnkandi mæli beint frumkvæði til
umbreytingar á lögum. Það eru gerð-
ar æ meiri kröfur til ráðherra og
Kirkjuráðs. Mér finst stundum
vinnubrögðin ekki nógu markviss,
þingmenn fría sig að taka afstöðu og
mæta álagi.
Það er athyglisvert að þingið
skoðar ekki sinn eigin kostnað og
væri þess virði að spyrja hvort nýta
mætti betur það fé. Það er hluti af
sjálfstæðisbaráttu kirkjunnar að
hafa betri reiðu á eigin fjármálum.“
10 — VÍÐFÖRLI