Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 6
Eru ekkjur
fimmta flokks þegnar?
Áhrifa kirkjunnar á stofnun og
slit hjúskapar gætti furðu lítið lengi
framan af og má nokkuð af því ráða
að hjúskapar er að engu getið í
Kristnirétti hinum forna frá 1123.
Þegar líða tók á 13. öldina gerði
kirkjan í æ ríkara mæli tilkall til yfir-
ráða á vettvangi andlegra mála, sem
svo voru nefnd, en þeirra á meðal
voru hjúskaparmál, sem sjá má af
því að í Kristnirétti Árna biskups
Þorlákssonar frá 1275 má finna ítar-
leg ákvæði um stofnun og slit hjú-
skapar».
Kirkjan hefur í gegnum aldirnar
viljað veg hjónabandsins sem mest-
an og leynt og Ijóst hvatt og stuðlað
að því að löggerningur hjónavígsl-
unnar væri sá rammi sem innsiglaði
sambúð karls og konu og legði
grundvöll að farsælu fjölskyldulífi,
en fjölskyldan hefur löngum verið
talin einn af máttarstólpum þjóð-
félagsins.
Hjónabandið sem stofnun hefur
því snemma öðlast ákveðna stöðu
innan samfélagsins, n.k. ríki í ríkinu
stutt af kirkju og ríki. Þar af leiðandi
hafa einstaklingarnir fengið við
stofnun hjúskapar nýja þjóðfélags-
stöðu og nýja sjálfsmynd.
Sú menningarlega þróun sem
hefur gert hjónabandið að svo mikil-
vægum þætti innan samfélgsins,
hefur þó gert fátt til að tryggja ein-
staklingnum eftir að hjónaband
hans hefur leyst upp fjárhagslegt,
félagslegt og tilfinningalegt öryggi
— sem er ætlunarverk hjónabands-
ins.
Hvað gerist við lok hjóna-
bands?
Hjónabönd líða undir lok eins og
aðrar mannlegar stofnanir — hvort
sem þar er sjálfur dauðinn að verki
eða önnur óviðráðanleg öfl. Furðu
hljótt hefur verið um málefni ein-
staklingsins þegar svo er komið —
hvernig hann bregst við á örlaga
stundu í lífi sínu og hvernig honum
Höfundur og eitt ömmubarnið.
farnast í samfélaginu. Má ætla að
fáar aðstæður gefist betri sem rann-
sóknarefni fyrir þá aðila sem láta sig
líf mannsins og samfélagið varða en
staða einstaklings við hjúskaparslit.
Þegar hann stendur frammi fyrir
e.t.v. gjörbyltingu allra sinna lífs-
hátta, upplausn heimilis og fjöl-
skyldu, fjárhagsvanda, missi vina og
félagslegra tengsla og á yfir höfði sér
stimplun og tilfinninga- og félags-
lega einangrun.
Biblíunni verður tiðrætt um
ekkjuna í samfélaginu. Úr textum
hennar má ráða í þjóðfélagslega
uppbyggingu þess tíma sem þeir eru
sprottnir úr. Ekkjan, munaðar-
leysinginn og útlendingurinn (þ.e.
hinn landlausi) eru hið sígilda þrí-
stirni fátæklinga, sem gengur sem
rauður þráður í gegnum hina helgu
bók.
Hvernig er staða ekkjunnar í
velferðarþjóðfélagi nútímans?
Dr. Colin Murray Parkes forstjóri
Cruse bresku samtakanna uih sorg
og sorgarviðbrögð hefur staðið að
fjölda rannsókna í Bretlandi og
Bandaríkjunum og ritað bækur um
sorg og sorgarviðbrögð. Umfangs-
miklar kannanir hafa verið gerðar á
makamissi og afleiðingum hans á
eftirlifandi maka, bæði heilsufars-
legar, félagslegar og tilfinningalegar.
Lokaritgerð mín s.l. vor fjallaði
um þetta efni og kynnti ég mér sér-
staklega niðurstöður úr þessum
rannsóknum. Missir ástvinar hefur
fleira í för með sér en sjálft álagið
sem fylgir dauðsfallinu. C.M.Parkes
hefur þetta að segja um missi
ekkjunnar. Lát eiginmanns felur í sér
missi sem nær til bæði tilfinninga-
legra og félagslegra þátta2>. í kjölfar
makamissis og sorgar kemur annars
konar missir, sem ekkjan þarf að
horfast í augu við. Tekjumissir er í
flestum tilfellum óhjákvæmilegur og
hefur í för með sér umtalsverðar
breytingar á högum ekkjunnar. Hún
neyðist því oft til.að selja hús sitt eða
íbúð. (í íslensku samfélagi er það
algengt, vegna krafna barna um
föðurarf). Umhverfisbreyting er því
algeng.
6 — VÍÐFÖRLI