Víðförli - 15.06.1988, Síða 8

Víðförli - 15.06.1988, Síða 8
Erlendir gestir verða íslenskir prestar Nokkrir íslenskir prestar starfa erlendis, bæði í vesturheimi og á norðurlöndum en þess í stað hafa verið erlendir menn í prestsþjónustu hérlendis. Séra Kári Valsson sem er tékkneskur að ætterni en lét af störf- um fyrir nokkrum árum og nú um þessar mundir er sr. Róbert Jack að láta af störfum eftir áratuga þjón- ustu en hann er skoskur að ætterni. Svo skemmtilega vill til að sama ár og sr. Robert ætlar að hætta tekur við störfum sr. Jens Hvidtfeldt Niel- sen sem er danskur. Víðförli hefur leitað tii þeirra sr. Róberts og sr. Jens og lagt fyrir þá eftirfarandi spurn- ingar. Þess skal getið að textinn er eins og hann kemur frá hendi þeirra og segir sr. Jens í bréfi sem að fylgir „enginn innfæddur maður hefur lesið þetta yfir og leiðrétt.“ Viðförli þakkar sr. Róbert mikilvæga þjón- ustu og býður sr. Jens velkominn til starfa. Sr. Róbert Jack, Tjörn, Vatnsnesi. — Hvað olli því að þú fórst að lesa guðfrœði hérlendis? Ég var að þjálfa knattspyrnu hér- lendis þegar síðari heimsstyrjöldin braust út og þess vegna komst ég ekki heim til Skotlands. Ég ræddi við sr. Sigurgeir Sigurðsson biskup um vandamál mitt og hann benti mér á að nota tíma minn þangað til öðru- vísi væri ákveðið með því að fara í guðfræðideildina. — Hvernig leist þér á aðstæður hér, bæði í Háskólanum og kirkj- unni? Aðstæður í Háskólanum voru, fannst mér, góðar, en kirkjulífið, sér- staklega fyrir unga fólkið, Iélegt. — Hvernig er að vera útlendingur í kirkjulegri þjónustu á Islandi? Að vera útlendingur i þjónustu í íslensku kirkjunni hefur verið ágætt, en erfitt til að byrja með. Ég vígðist að Heydölum í Breiðdal sem var útúr á þeim tíma árið 1944. Ég var ný- kominn þangað þegar tveir bændur voru að ræða um prestinn sinn. Annar segir við hinn, „hvernig líst þér á nýja prestinn?“ „Jæja,“ var svarið, „ég held að hann sé sæmi- legur náungi, en hann er útlend- ingur.“ Þá spyr hinn og segir: „Trúir þú á Jesúm Krist?“ „Auðvitað geri ég það,“ var svarið. „En þú verður að muna það,“ segir bóndinn sem spurði, „að Jesús var útlendingur.“ — Hvernig finnst þér íslenskt kirkjulíf miðað við heimaland þitt? Kirkjulífið í Skotlandi lá niðri í nokkuð mörg ár eftir lok stríðsins og hefur nú tekið við sér að verulegu leyti. Yfirleitt er kirkjulífið betra í dag í Skotlandi en hérlendis og í öðr- um skandinavískum löndum, þó má segja að æskulýðsstarfsemi hjá okkur sé í miklum blóma. Séra Jens, reyndu „að sparka“ æskunni í kirkj- una eins og ég reyndi í „langan aldur“. — Hvaða ráð viltu gefa ungum erlendum presti? Þegar erlendur prestur byrjar starf sitt hérlendis, annarsstaðar en í Reykjavík og nágrenni verður hann strax að leggja sig fram til að kynn- ast sóknarfólki sínu og um leið hugs- unarhætti þess sem hann er ekki, að öllu, vanur. Rétt er að fara gætilega að öllum málum, sýna þó lipurð og skilning. Það tekur nokkur ár, eins og reyndist hjá mér, að komast inn i íslenskan hugsunargang og verða ís- lendingur. Það kom með því að taka þátt í félagslífi bæði hjá yngra fólki sem eldra. Söfnuður kann að meta slíkt hjá presti sínum og á hann að vera prestinum allt. — Hvað hefur reynst þér hald- best? Það sem reyndist mér haldbest í starfi mínu var tvennt (1) Köllun mín til þess að boða fagnaðarerindið (2) Hjálp konu minnar. — Ætlarðu að eyða elliárunum á Islandi? Jarðneskar leifar foreldra minna liggja í fögrum kirkjugarði fyrir utan Glasgow. Ég var eina barnið þeirra. ísland er nú mitt heimaland og gott land. Faðir minn og móðir voru miklir íslandsvinir og ég veit að þau hafa ekkert á mót því að ég eyði síð- ustu árum mínum á íslandi. Og ekki ég heldur. 8 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.