Víðförli - 15.06.1988, Síða 12

Víðförli - 15.06.1988, Síða 12
kröfur voru gerðar til prests- konunnar. Ég tók því bara sem að höndum bar. Ég man ég var hálf hissa þegar ein kona spurði mig hvort ég hefði ekki verið hrædd við að taka svona mikið að mér. Eins og ég ætti að bera ábyrgð á söfnuð- inum. Ég var fyrst og fremst ég sjálf og ég held mér hafi tekist að vera það. Og svo var ég kona mannsins míns. Það var mikið að gera. Pétur hafði skrifstofuna sína heima og vann mjög mörg prestsverk þar fyrstu árin. Ég fylgdi Pétri mikið eftir til hans verka og þótti það sjálf- sagt þegar það hæfði. Ég kom auð- vitað alltaf í messu ef ég mögulega gat og var með honum við ýmsar at- hafnir. Það gladdi mig mikið þegar góð vinkona mín sem flutt er hingað suður sagði löngu síðar: „Þið voruð bæði svo stór hluti af fjölskyldunni. Þið voruð alltaf með okkur á stóru stundunum.“ Þannig gerðist það að unga óreynda skrifstofudaman úr Reykjavík varð að prestskonu fyrir norðan. Og líkaði vel. En auðvitað var margt erfitt. Ekki síst þar sem ég eignaðist fjögur börn á fjórum árum. Reyndar skil ég ekki núna hvernig maður komst yfir þetta allt. Fyrsta barnið okkar, Pétur, fæddist 1950 og var ekki hugað líf, ég fékk svo mikla fóstureitrun, en allt fór vel. En það var ógleymanlegt að vakna til meðvitundar og sjá hjúkrunarkonuna koma inn með drenginn. Hann var svo óborgan- legur þar sem hann lá þarna með hönd undir kinn, klæddur í barna- kjól sem ég hafði saumað i hús- mæðraskólanum sem var rykktur þannig að það var eins og presta- kragi um hálsinn og hjúkrunar- konan sagði: „Hér komum við með prófessorinn.“ Síðan fæddust dæturnar þrjár, hver af annarri en tvö yngstu börnin misstum við, telpur sem fæddust báðar andvana. Ég fékk aftur heift- arlega fóstureitrun og var rúmföst mánuðum saman. Þessu fylgdi mikill sársauki fyrir okkur öll. Ekki síst börnin. Það var dapurlegt að koma heim af fæðingardeildinni. Við höfðum öll búist við svo miklu. Við létum jarða litlu börnin okkar sem sjálfstæða einstaklinga en við gættum þess að stöðvast ekki í sorg- inni heldur halda áfram að lifa og Fjölskyldan við skírn Péturs Péturssonar. lengst til vinstri. sérstaklega sinna börnunum okkar. En Guðrúnu, elstu dóttur okkar misstum við svo 35 ára gamla fyrir 2 árum. Það var okkar erfiðasta reynsla. Það eru ljós og skuggar í líf- inu. — Vannstu utan heimilis á Akur- eyri? Já, ég fór að vinna úti 1972, það var reyndar fyrir hreina tilviljun. Guðrún hafði fengið vinnu hjá KEA og forfallaðist svo það varð úr að ég leysti hana af í nokkra daga en ílengdist þarna enda var það góður vinnustaður. Svo veitti nú ekki af því fjárhagslega. ÖIl börnin voru í fram- haldsskóla. Seinna fór ég til bæjarfógeta í tryggingardeildina þar hitti ég margt Skírnarfaðirinn, herra Sigurgeir biskup er fólk sem ég hafði ekki áður séð. Ein- staka menn þekktu mig fyrst og fremst sem konuna í tryggingunum og voru alveg hvumsa þegar þeir uppgötvuðu að ég var líka prests- kona. Sumum fannst það reyndar ekki passa að prestskona ynni við slik störf. Mér fannst þetta mikil- vægt og dýrmætt, ég fékk að vera ég sjálf og var tekin sem slík sem ein af hópnum. Prestskonan var stundum dálítið einangruð í samfélaginu. Það hefur nú vonandi breyst og mátti breytast. — Svo fluttuð þið suður? Já, það kom svo óvænt og maður gat lítið undirbúið sig undir þær miklu breytingar. Mér hraus líka hugur við að flytja eftir 33 ár á 12 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.