Víðförli - 15.06.1988, Qupperneq 15
Sr. Torfi K.
Stefánsson
Hjaltalín
Fermingarstarfaköimumn
Kynning á „Hann varðveiti þig“,
könnun á fermingarstörfum og við-
horfum fermingarfræðara á vegum
fermingarstarfanefndar þj óðkirkj -
unnar. Samantekt og úrvinnsla í
höndum dr. Péturs Péturssonar.
Inngangur.
Markmiðið með þessari könnun
var að afla upplýsinga um stöðu
fermingarmála innan þjóðkirkjunn-
ar.
Vitað var fyrir að staða ferming-
arinnar er enn mjög sterk hér á landi
miðað við það sem gerist og gengur
á hinum Norðurlöndunum (97%
barna fermist hér en frá 70-92% hjá
frændum okkar. Flest fermast hjá
Finnum en fæst hjá Svium). Ekki er
fyrirsjáanlegt að nein breyting verði
á þessu á næstunni hér á Iandi, því að
félagsleg staða fermingarhefðarinn-
ar er mjög sterk.
Markmið þessarar könnunar var
að rannsaka sjálfa framkvæmd
fermingarfræðslunnar og leita eftir
því hvar menn teldu úrbóta þörf. Á
niðurstöðum hennar er síðan fyrir-
hugað að gera nýja námsskrá og nýtt
kver til fermingarfræðslu.
Ég mun hér að neðan gera grein
fyrir helstu niðurstöðum og legg þar
inn mínar athugasemdir til að forð-
ast þurra upptalningu. Fylgt er upp-
byggingu bókarinnar. Tekið skal
fram að hér verður ekki rædd sú guð-
fræðilega afstaða sem dr. Pétur
Pétursson hefur til fermingarfræðsl-
unnar, enda er hún ekki byggð á
niðurstöðum sjálfrar könnunarinn-
ar. Höfundurinn tekur sjálfur fram í
inngangi, að ekki verði hjá því
komist að „sá sem vinnur úr svör-
unum, flokkar þau, greinir og túlkar
styðjist við sína eigin viðmiðunar-
ramma“.
Ytri umgjörð fermingar-
starfanna.
Að loknum inngangskafla þar
sem greint er frá aðdraganda þessa
verks og vinnutilhögun, er fjallað
um tímafjölda þann sem ætlaður er
i uppfræðsluna, fræðslustað
(kirkju, safnaðarheimili, skóla),
þátttöku og mætingu barna (í guðs-
þjónusturnar).
Ljóst er af þeim lestri að mikil
þörf er á lágmarks námsskrá fyrir
fermingarundirbúninginn, þ.e. hvað
varðar tímafjölda fræðslutíma, því
ekki er farið eftir námsskránni sem
samþykkt var á Prestastefnu 1965 og
ítrekuð á Kirkjuþingi 1972. Þar er
skýrt tekið fram að tímafjöldi
fyrir fermingu eigi að vera minnst
30-40 stundir (1967) eða í það
minnsta 30 stundir (1972).
Samkvæmt könnuninni er algeng-
asti tímafjöldinn frá 23-34 tímum
(hjá 60% fræðaranna) en 52% fræð-
aranna hafa færri en 30 tíma með
fermingarbörnunum.
Fræðslutímar sem hvert barn fékk
vorið 1987 eftir fræðurum
Tímar fjöldi fræðara %
17-22 16 15
23-28 40 37
29-33 25 23
34 og fleiri 26 24
Til samanburðar má geta þess að
í Svíþjóð og Danmörku er gert ráð
fyrir 60 kennslustundum (oftast 30
tvöfaldir tímar), í Noregi minnst 45
samverustundum (sem flestar ættu
helst að vera tvöfaldar að áliti nám-
skrármanna) og í Finnlandi 80
kennslustundir.
Ljóst er því að íslenskir fræðarar
hafa það mun náðugra en kollegar
þeirra á hinum Norðurlöndunum.
Hinsvegar liggur fyrir vilji þeirra til
að taka á sig rögg því að í könn-
uninni kemur fram að 77% fræðar-
anna vill að ákveðinn sé lágmarks-
tímafjöldi fermingarundirbúnings
og hve mikið námsefni skuli tekið
fyrir (s. 74). Dr. Pétur leggur því til
að fermingarundirbúningstímum
yrði fjölgað í 50-60 stundir með hlið-
sjón af því sem viðgengst á hinum
Norðurlöndunum (s. 86).
Tengsl kirkju og fermingar-
fræðslu.
Athygli vekur ennfremur hve lítil
tengsl virðast þar á milli. Einungis
hjá 28% fræðaranna er kirkjusókn-
in skylda og ekki eru til neinar lág-
marks reglur um hve oft sé skylda að
mæta. Þó eru 65% þeirra ánægðir
með mætingu fermingarbarnanna
en ekki er ljóst af spurningunni
hvort átt sé við mætingu í fræðslu-
tímana eða í guðsþjónusturnar.
í Danmörku er það aftur á móti
sett sem skilyrði fyrir fermingu að
ungmennin séu handgengin guðs-
þjónustunnl. í konunglegri tilskipun
frá árinu 1968 er tekið fram að það
sé hluti af fermingarundirbúningn-
um að börn mæti reglulega í guðs-
þjónustur safnaðarins. Þar í landi er
guðsþjónustan jafn mikilvæg sjálfri
uppfræðslunni.
Ofangreind staða mála hér á landi
gefur vísbendingu um að ein mikil-
vægasta hlið fræðslunnar sé van-
rækt, þ.e. sú að tengja fræðsluna
helgihaldinu, tilbeiðslunni og þjón-
ustunni (s. 11). Úr þessu má bæta
með löggjöf um lágmarks kirkju-
sókn. Hægt er að fara að dæmi
Norðmanna með því að hafa minnst
8 skyldutíma allan veturinn og getur
slíkt ekki talist mikið. Hér er undir-
VÍÐFÖRLI — 15