Víðförli - 15.06.1988, Page 19

Víðförli - 15.06.1988, Page 19
^ENNI/v Það sem i þessum uppdrætti er ætlað að tjá er eftirfarandi: Barnið er í brennidepli. Fjölskyldan (foreldrarnir) umlykur það og stendur því næst. Aðrir áhrifaaðilar í uppeld- inu standa þar fyrir utan. Foreldrarnir takmarka þann rétt sem aðrir hafa til að hafa áhrif á barnið. Það er foreldr- anna að ákveða hverju þeir viija hleypa í gegn af utanaðkomandi áhrifum. Þannig virkar fjölskylda sem vernd fyrir barnið, eins konar sía. Eigi að síð- ur eru foreidrum takmörk sett í hve rík- um mæii þeir þétta síuna. Takmarkið er að hún hverfi og barnið standi að lokum sjálfstætt gagnvart áhrifum umhverfisins. Örvarnar í teikningunni gefa til kynna að samskiptin milli barnsins og uppalendanna eru gagn- virk en ekki einhliða. Örvarnar sem visa frá barninu gefa til kynna rétt barnsins til meðábyrgðar og síaukins sjálfstæðis með vaxandi þroska. Örvarnar frá uppalendum, öðrum en t'oreldrum, vísa til þess að þessi aðilar hafa sjálfstæðu hlutverki að gegna í uppeldi barnsins. Örvarnar frá foreldrunum tii ann- arra uppaienda vísa til þess að foreldr- um ber að deila ábyrgð sinni og rétti með öðrum og ber jafnframt skylda til að hafa áhrif á þá. Aðiiar utan fjöl- skyldunnar eru síðan í tengslum hverjir við aðra og hafa áhrif hver á annan innan ákveðinna menningariegra og félagslegra marka. Þetta virðist ríma við íslenska lög- gjöf. En eins og áður sagði er foreldra- rétturinn illa skilgreindur og tryggður með óljósum hætti í ísienskri löggjöf. Er full ástæða til þess að gefa þessu gaum, nú þegar stjórnarskrá Islands er í endurskoðun og auk þess grunnskóla- lög, jafnframt því sem vaxandi áhugi virðist á möguleikum til stofnunar einkaskóla. verki að gegna, til áminningar og leiðbeiningar. Kirkjan hefur í sjálfu sér, öfugt við ríkið, ekkert vald, aðeins myndugleika predikunarinn- ar. En svo ég svari spurningunni held ég að það verði best gert með orðum dr. Ingeborg Röbbelen, sem mikið hefur fjallað um þessi mál í Þýska- landi: „Möguleiki og skylda kirkjunnar til að hafa áhrif á foreldrarétt og ábyrgð foreldra felst fyrst og fremst í boðunarhlutverki hennar. En kirkjan verður að gera sér ljósa nauðsyn þess að endurskoðaður sé boðskapur hennar, sálgæsla og guðsþjónustuhald með tilliti til þess hvort þessir starfshættir komi til móts við þarfir foreldra. Auk þess ber kirkjunni, samkvæmt þeirri opinberu ábyrgð sem hún hefur á höndum, að gerast óeigingjarn og óháður forsvari foreldra og fjöl- skyldunnar í heild og þar með þess hluta þjóðfélags okkar sem líður nauð. Til þessa telst barátta fyrir uppeldis — og menningarstefnu sem tekur tillit til fjölskyldunnar, barátta fyrir heilbrigðri og árangursríkri fjölskyldupólitík og barátta fyrir því að foieldranámskeið, hjónabands- og uppeldisráðgjöf hljóti fjárhags- legan stuðning. Til þess loks að geta veitt meðlimum sínum nauðsynlega hjálp við að sinna trúarlegu uppeldi ætti hún að gefa sig að trúkennslu fullorðinna á allt annan hátt en hún hefur gert hingað til. í hennar verka- hring er fyrst og fremst að veita skynsamlega fræðslu og upplýsingu um það er varðar kristna trú, kristi- legt líf og kristilegt uppeldi, fræðslu sem samræmist þörfum fullorðinna og sniðin er að vandamálum sam- tíðar okkar.“ Enda þótt þessi umræða sé sprott- in úr jarðvegi sem um margt er ólikur íslenskum tel ég hana eigi að síður varpa nokkru ljósi á mikilvægi þess að uppeldisréttur foreldra gagnvart öðrum uppeldisaðilum sé skilgreind- ur og skýrður þannig að Ijóst sé hvað hann felur í sér og hvað ekki. Hvort hann er aðeins til varnar yfir- gangi hins opinbera (status nega- tivus) eða hvort hann felur i sér rétt til virkrar þátttöku og afskipta (status activus). Flest bendir til þess að bæði stjórnmálamenn og foreldrasamtök óski eftir virkum foreldrarétti. Til þess þarf skýra löggjöf. Hún má hvorki vera svo úr garði gerð að for- eldrar hafi eftir sem áður bundnar hendur vegna skorts á möguleikum til að nýta sér rétt sinn, né heldur svo óljós að skólarnir geti orðið víg- völlur ólikra einstaklinga eða hags- munahópa. VÍÐFÖRLI — 19

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.