Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 22
Fra norrœnu œskulýðsstarfi:
Við erum á
réttri leið
Höfundur til vinstri ásamt kollegum frá Noregi og Finnlandi í dönsku umhverfi.
Sjö manna hópur frá íslandi á
aldrinum 17-36 ára lagði land undir
fót í lok maí og hélt á ráðstefnu til
Suður-Jótlands. Ráðstefnan hófst á
brautarstöðinni í Kaupmannahöfn
því kjörið var að nota tímann í lest-
inni til að hrista þátttakendur saman
og tókst það með ágætum. Öll
höfðum við það sameiginlegt að
starfa að æskulýðsmálum í kirkju
heimalanda okkar og var þessi ráð-
stefna einmitt haldin fyrir æskulýðs-
leiðtoga í kirkjulegu starfi.
Allar norrænu kirkjurnar starfa
að æskulýðsmálum en bæði mark-
mið og leiðir virðast vera mismun-
andi en þó virðist fara saman félags-
leg og trúarleg markmið hjá flestum.
í mínum augum var áberandi hversu
skátastarf er algengt í kirkjulegu
starfi bæði í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Eðlileg afleiðing af því er
mikil áhersla á útijíf og þjálfun í að
bjarga sér við frumstæð skilyrði.
Þennan þátt þekkjum við ekki í
æskulýðsstarfinu hérlendis þó svo
að ferðalög og mót séu algeng.
Ekkert formlegt æskulýðs-
starf dönsku kirkjunnar
sjálfrar.
Danir héldu þetta mót og sam-
kvæmt hefð í þessu samstarfi
fengum við ítarlega fyrirlestra um
sögu gestgjafanna og kirkjulíf
þeirra. Það sem vakti undrun var að
danska kirkjan rekur sjálf ekkert
eiginlegt æskulýðsstarf heldur er
það rekið af nokkrum félaga-
samtökum sem vissulega eru í
tengslum við kirkjuna. Okkur skild-
ist þó að tengsl hverrar starfseiningar
við þann söfnuð þar sem þau starfa
séu afar mismunandi og mest háð
áhuga viðkomandi prests og áliti
hans/hennar á mikilvægi þess að
tengja æskulýðsstarfið starfi safn-
aðarins. Ósjálfrátt fer maður að bera
starfið hér heima við það sem maður
sér hjá öðrum og vissulega er það til-
gangur ráðstefnu eins og þessarar að
fá tækifæri til þess. Við íslending-
arnir vorum sammála um að æsku-
lýðsstarf okkar kirkju væri ekki svo
illa á vegi statt eins og það danska og
að við værum á réttri leið. Fyrir-
myndir virtist okkur helst að sækja
til Finna og Svia því þeirra æskulýðs-
starf er byggt upp í mjög nánum
tengslum við söfnuðina. Útgáfu-
starfsemi er einnig mikil hjá þeim og
maður fyllist alltaf aðdáun og dá-
lítilli öfund þegar maður blaðar í
gegnum langa lista af bókartitlum.
Hvað verður um söngvana?
í öllu æskulýðsstarfi er mikið
sungið og það gerðum við líka. Inni-
hald söngvanna sýnir dálítið hvað er
verið að vinna með i hverju Iandi.
Kærleikur Guðs er að sjálfsögðu
tema sem gengur hjá öllum en mjög
gaman var að taka þátt í sænskri
guðsþjónustu með altarisgöngu sem
um leið var drama um brauðundrið.
Textar voru lesnir frá því þegar Jesú
mettaði mannfjöldann og söngvarn-
ir fjölluðu um neyð heimsins í dag og
um leið voru þeir hvatning til að
reyna að breyta neyðarástandinu
með því að við hin ríku deildum með
okkur af auði okkar.
En hvað gerir maður með alla nýju
söngvana sem maður lærir á svona
ráðstefnu? Gætu þeir hugsanlega
nýst í okkar starfi? Já, alveg örugg-
lega. En hvar lenda og hvar hafa allir
„nýir söngvar" lent í gegnum árin?
Við kanski gætum gert eins og Sviar
að allir sem læra nýja söngva á
ferðum sínum senda þá til eins aðila
sem síðan kemur þeim út í einföldu
hefti með nokkurra ára millibili.
Manni dettur bara í hug að æsku-
lýðsstarfið ætti að fá sinn eigin söng-
málastjóra, þvi að ekkert á eins
greiðan aðgang að unglingum í dag
og tónlist. En við erum svo sem ekki
alveg á flæðiskeri stödd með söng-
bókina í lífi og leik og ýmislegt
fleira.
22 — VÍÐFÖRLI