Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Side 10

Bæjarins besta - 22.12.1999, Side 10
- segir Grettir Engiibertsson frá Mýri í Snæfjaiiahreppi, kennari í Uppsöium í Svíþjóð og fyrrum kennari við Menntaskóiann á ísafirði „Við höfðum frá upphafí þá áætlun að búa til skiptis 5 ár á Islandi og 5 ár í Sví- þjóð“, sagði Grettir Engil- bertsson í Uppsölum í tölvuspjalli við Bæjarins besta. „Sú áætlun hefur raskast af ýmsum ástæðum. Stína á ættingja sína hér. Synir okkar eru hér í skóla og hafa öll sín tengsl hér. Við verðum hér þangað til þeir ljúka námi. Það verður dýrara með hverju ári að flytja búslóð milli landa, bú- slóðin vex og farmgjöldin hækka.“ Dýrt að skreppa heim „A tímabili fórum við þriðja hvert ár til íslands. En efnahagurinn leyfir það ekki lengur. ísland er eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það er einokunar- verð á flugfargjöldum til Is- lands og það er óhjákvæmi- legt að gista í Reykjavík ef maður ætlar út á land. ís- landsferðir okkar verða að stjórnast af efnum og erind- um. Margir Islendingar hér fara til Islands á hverju ári. En þá hafa þeir fórnað tíma og peningum, sem hægt væri að nota til þess að ferð- ast til annarra landa. Við fórum fyrir nokkrum árum til Irlands. Maður fær þar reglulega heimalandstil- fmningu enda er ég kominn af Auði djúpúðgu." Grettir kenndi við Mennta- skólann á ísafírði á dögum Jóns Baldvins og Bryndísar. Hann hefur nú verið búsettur í Svíþjóð í fjölda ára. Stína eiginkona hans, sem er sænsk, kennir börnum innflytjenda sænsku og sjálfur kennir hann íslenskum börnunt íslensku. Synir Stínu og Grettis eru þrír. Sæmundur, sem ólst upp á ísafirði til sex ára aldurs, er að ljúka háskólanámi í tölvun- arfræði en leggur aðallega stund á tónlist. Hann er í tón- listar- og skemmtunarflokk- num Moder Jord Massiva, sem hcfur komið víða fram á rokkhátíðum og gefur út plöt- ur. Snorri og Kolbeinn eru í menntaskóla. - Mikill munur á jólahald- inu seinni árin og í gamla daga fyrir vestan... „Eftir því sem ég man frá jólunum í æsku minni, var mikil tilhlökkun og hátíða- skap í tengslum við jólin. I minningunni verðurlitlakotið á Arbakka miklu stærra en það var í raun og veru. Jóla- skapið fékk aukna áherslu af samanburðinum við vetrar- veðrið úti. Eg man, að maður átti ekki að fara í sparifötin og ekki gera neitt hátíðlegt, fyrr en kiukkan nákvæmlega 18 á aðfangadag. HeimaáMýri var mikilvægt að hlusta á jóla- messuna í útvarpinu. I Svíþjóð byrjar jólahaldið á aðfanga- dagsmorgun. Eg vil nú orðið miða mitt hátíðahald við nátt- úruna og held upp á vetrarsól- Grettir Engilbertsson. stöðurnar." Lútfiskurinn daufari en hlandskatan „Hér er haldið öðruvísi upp á jólin, en það er mest vegna þess að tímarnir hafa breyst. Sjónvarpið skiptir miklu máli í jólahaldinu. Hér er alltaf sýnd klukkutíma syrpa af úr- valsmyndum frá Disney á að- fangadag. Það missir enginn af því. I Svíþjóð er borðaður lútfiskur á aðfangadag, með jafningi og kryddpipar. Mér finnsl hann bragðlaus, að minnsta kosti samanborið við hlandskötuna. En við borðum líka bæði sænska skinku og íslenskt hangikjöt á jólunum. Það er Islendingur, sem lætur reykja hangikjötið hér í Sví- þjóð. Það má ekki flytja unnar kjötvörur inn hingað frá Is- landi, vegna Evrópubanda- lagsins. Þegar komið er fram á þriðja f jólum, er yngri kyn- slóðin farin að þreytast á baráttunni við jólamatinn. Þá bökum við jólapizzu.“ ísfirskt þjóðfélag... - Og fleira en jólahaldið er væntanlega ólíkt... „Það er munur á veðurfari, landslagi og samgöngum. En mestu máli skiptir munurinn áþjóðfélagsháttum.Annar ís- lendingur hér í Uppsölum sagðist hafa flutt úr klíkuþjóð- félagi í biðraðaþjóðfélag. A Islandi virðist skipta mestu máli, hverja maður þekkir. Ég gat varla bjargað mér á Isa- firði, ég gat ekki lærl utan- bókar nöfnin á öllum einstakl- ingum, brandarana um þá og hvernig þetta fólk tengdist hvert öðru. Isfirskt þjóðfélag er heill köngulóavefur af mannlegum tengslum, þar sem einhver Kiddi Halla Gúm er frændi Sigga Dúdda Kidd og er að ganga á eftir Gunnu Adda Pé. Það er varla hægt að finna þetta fólk í símaskránni. Ég var þó betur staddur en aðkomufólk að sunnan, ég átti ættingjaá Isafirði. Margir hafa gefist upp eftir einn vetur, því þeir komust ekki inn í samfé- lagið.“ Staðlaðir Evrópu- ráðherrarassar „I Svíþjóð skiptir það miklu máli að fylla út rétt eyðublöð á réttum tíma. Mér hefur loks- ins tekist að læra það. En vegna Evrópubandalagsins er þetta nú að þróast lengra. Evr- ópubandalagið er versta skrif- stofuríki heims, að sumu leyti verra en Sovétríkin heitin. I þorpi hér nálægt voru dag- mæður vanar að sleppa börn- um út á róló. Einn daginn var búið að hækka allar rólurnar svo að börnin komust ekki sjálf upp f þær. Það kont í ljós, að Evrópubandalagið hafði gefið út tilskipun um staðlaða hæð á rólum. Þær pössuðu undir rassana á Evrópuráð- herrunum, en það varð að lyfta börnunum upp í þær svo að dagmæðurnar urðu að halda til úti á róló. Meðalaldur Svía er miklu hærri en Islendinga. Þetta eru ekki bara tölur, það birtist í þjóðfélagslífinu. Hverfin þar sem S víar búa hér í Uppsölum eru eins og elliheimili, - ís- lenskt þjóðfélag er eins og torfæruakstur á diskóteki samanborið við það. En Sví- þjóð er lfka fjölþjóðasamfé- lag. í hverfum, þar sem inn- flytjendur búa, er líf og fjör og litskrúðugt samfélag. Hér þarf maður ekki að ferðast til annarra landa, þau eru í næsta húsi. Hér búa Kúrdar, Arabar, Persar, Bengalir, Bosníumenn og 80 önnur þjóðerni. Þetta fólk sér um það að lækka með- alaldurinn. Blómlegasta og fjölbreyttasta grein atvinnu- lífsins hér í Uppsölunt er trú- arbragðaiðn aðuri n n. Aðalmunurinn fyrir mig persónulega er, að hér mætast straumar frá öllum löndum heims og öllurn tímabilum sögunnar og að hér hef ég aðgang að einu af stærstu bókasöfnum heims. ísafjörður er vissulega heimsborg á sína vísu, meiri heimsborg en Reykjavík. en sjóndeildar- hringurinn er þröngur. Það finnst mörgum þægilegt, en ég vil gjarnan sjá sjóndeildar- hringinn og eitthvað út fyrir hann.“ Með legó í tíma í MÍ -Eru gamli MI og kennslan þar enn ofarlega í huga þér í huga þér? „Ég man varla neitt frá þeim tíma. Stína man eftir nemend- um, bæði nöfnum og útliti, en ég hef aldrei fjárglöggur verið og enn síður mannglöggur. Minnisdiskurinn í mér er líka orðinn troðfullur af atburðum síðari ára. Ég man helst eftir kvennaverkfallinu 1976, það var tilbreyting í því. Við karl- kennarar tókum börnin með í kennslustundir meðan kven- kennararnir voru á fundi. Ég tók nteð legó handa þeim og þau sátu nteð það á gólfinu meðan ég reyndi að kenna. En nemendurnir voru í of miklu stuði til að geta lært.“ - Þú munt vera að kenna íslenskum börnum... „í S víþjóð og í mörgum öðr- um löndum hafa börn innflyj- enda rétt á móðurmálskenn- slu. Þetta er mannréttindamál ogerírauninni ómissandi fyr- ir þjóðfélagið sem fyrir hendi er. Án þessarar kennslu verða ðendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. r Gámaþjónusta Vestfjarða S 456 4340 & 456 4760 f Ametyst hár- og förðunarstofa Aðalstrœti 22 - ísafirði x Eiríkur & Einar Valur hf Skeiði, ísafirði r Trésmiðjan ehf. Strandgötu 7b - Hnífsdal Sími 456 3622 10 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.