Bæjarins besta - 22.12.1999, Page 14
Úr brúðkaupsveislunni á jóladag fyrir 50 árum. Ungu brúðhjónin ásamt foreldrum sínum.
Hjónin Hildur Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason í Bolungarvík eiga gullbrúðkaupsafmæli á jóladag
„Við getum ekki hugsað
okkur að fara héðan“
Á jóladag er gullbrúðkaupsafmæli
sæmdarhjónanna Hildar Einarsdóttur
og Benedikts Bjarnasonar í Bolung-
arvfk. Þegar þau játuðust hvort öðru í
Hólskirkju fyrir fimmtíu árum var
ekki aðeins lagður grunnur að löngu
og farsælu hjónabandi, barnaláni og
blessun, heldur tengdust þá einnig
þær tvær fjölskyldur sem voru horn-
steinar atvinnulífs og mannlífs í Bol-
ungarvík.
Feður þeirra Hildar og Benedikts,
athafnamennirnir Einar Guðfinnsson
og Bjarni Eiríksson, voru umsvifa-
miklir í útgerð, fiskverkun, verslun
og þjónustu í bænum. Því fór fjarri
að aðrir kæmust með tærnar þar sem
þeir höfðu hælana. Samkeppnin milli
þeirra var mikil en jafnframt heiðar-
leg og drengileg eins og þeir sjálfir.
Vissulega þótti nokkrum tíðindum
sæta í Bolungarvík, þegar börn þess-
ara keppinauta og bæjarhöfðingja
felldu hugi saman og gengu að
eigast.
Þessi fjölskyldumynd var tekin daginn þegar Halldóra fermdist. Einar stendur við hlið syst-
ur sinnar, Omar er til vinstri á myndinni en Bjarni til hœgri.
Þau Hildur og Benedikt búa
í veglegu húsi sem þau bygg-
ðu sér við Völusteinsstrætið
um miðjan sjöttaáratuginn og
hefur nú verið heimili þeirra
bráðum hálfan fimmta áratug.
I upphafi búskaparþeirra voru
húsakynnin öllu þrengri - tvö
kjallaraherbergi sem þau
fengu á leigu inni á Grundum.
Þar fæddist þeim árið 1951
fyrsta barnið, sonurinn Einar,
sem nú er forstjóri OLÍS. í
öllu rýmri leiguíbúð við
Skólastíg fæddist árið 1955
dóttirin Halldóra, sem er
læknaritari og húsmóðir í
Danmörku.
Yngri synirnirtveirlitu síð-
an dagsins ljós í nýja húsinu,
þannig að börnin fæddust öll
heima eins og þá var títt.
Bjarni er fæddur 1957, en
hann er framkvæmdastjóri
eigin fyrirtækis, B. Benedikts-
son ehf. í Reykjavík, sem
verður með hverju árinu um-
svifameira í útflutningi sjávar-
afurða. Ómar er yngstur,
fæddur 1959. Hann er fram-
kvæmdastjóri Islandsflugs og
hefur ýmislegt fleira á sinni
könnu. Öll börn þeirra Hildar
og Benedikts eru í hjúskap og
barnabörnin eru komin nokk-
uð á annan tuginn. „Við höfum
átt sérstöku barnaláni að fag-
na“, segja þau hjónin einum
rómi.
Þegar gesti ber að garði í
„Hidduhúsi“ við Völusteins-
stræti er þeirn ósjaldan boðið
til baðstofu. Þarerum aðræða
notalegt kvistherbergi með
skarsúð, sem minnir öllu frek-
ar á byggðasafn en setustofu í
lok 20. aldar. Þarna var lengst
af geymsluherbergi en hús-
móðirin er höfundur þessarar
vistarveru þar sem saman er
komið margt gamalla hús-
gagna og merkisgripa frá fjöl-
skyldum þeirra beggja.
Varð snemma
skotin í Benna
Þegar gest ber að garði nær
jólum árið 1999 virðist við
hæfi að spyrja þau Benedikt
og Hildi um upphaf sambands
þeirra, sem þau staðfestu með
heilögu heili á jóladag fyrir
hálfri öld. Og jafnframt að
biðja þau að greina frá fyrstu
búskaparárunum, þegartilver-
an var að mörgu leyti með
öðrum brag en nú er.
Vissulega höfðu þau Bene-
dikt og Hildur þekkst frá því
að þau voru börn. I afmælis-
fagnaði þegar Benedikt varð
sjötugur ávarpaði Hildur eig'
inmann sinn í léttum dúr og
Ijóstraði því upp, að hún hefði
fyrst orðið skotin í honum
þegar hann var sjö ára. „En
þaðhefurörugglegaekki stað-
ið nema í vikutíma eða svo. Á
þeim árum var maður ekki
skotinn í strákum lengi í einu“,
segir hún.
Ungi maðurinn
fór hvergi!
Það var síðan eftir að Hildur
kom heim af húsmæðraskóla
í Danmörku sem nánari kynni
tókust. Þau kynni breyttu snar-
lega þeim áformum sem
Benedikt hafði þá um næstu
framtíð. Bjarni faðir hans
hafði lengi verið umboðsmað-
ur Eimskipafélags Islands og
var búinn að ráða soninn til
fyrirtækisins McGregor & Co.
í Hull, sem hafði umboð fyrir
Eimskipafélagið. Tilgangur-
inn með þeirri ráðstöfun var
ekki síst sú, að pilturinn ungi
næði frekara valdi á enskri
tungu, en hann hafði áður lok-
ið prófí frá Verzlunarskóla Is-
lands og stóð á tímamótum.
Hann var í þann veginn að
fara utan, en „þá birtist honum
ung stúlka, sem hann féllfyrir,
og varð hans örlagadís.
Aform breyttust heldur betur
og örlög urðu ekki umflúin.
Astarneistinn sem kviknað
hafði, glœddist. Ungi maður-
inn fór hvergi. Varð hjálpar-
hella föður síns við fyrirtœki
hans og naut hlýrrar viðtöku
vœntanlegra tengdafor-
eldra“, eins og Benedikt
komst að orði um sjálfan sig á
sjötugsafmæli sínu árið 1995.
Og lífið gekk sinn gang
heima í Bolungarvík. Þau
Hildur og Benedikt trúlofuð-
ust formlega á gamlársdag
1948 og gengu í hjónaband á
jóladag ári síðar.
Húsnæðisvandræði
í byrjun búskapar
„Þá blés ekki byrlega að
komast í húsnæði hér í Bol-
ungarvík, ólfkt því sem er nú
er“, segir Benedikt. „Við vor-
um í hreinustu vandræðum að
fá húsnæði. Loks voru það
ljúf frænka mín að austan og
eiginmaður hennar hér, þau
Guðlaug Kristinsdóttir og
Eyjólfur Júlíusson, semhlupu
undir bagga og buðu okkur
tvö herbergi í kjallaranum hjá
sérinni áGrundum. Herbergin
voru síðan innréttuð þannig
að annað var svefnherbergi
sem var jafnframt setustofa
en hitt herbergið var í senn
eldhús og borðstofa. Hins veg-
ar var engin snyrtiaðstaða
þarna niðri og við urðum að
deila henni með fólkinu uppi.
Og þetta gekk alveg sérstak-
lega vel. Það voru einstaklega
góð ár sem við áttum á þessum
stað og sambýlið var eins og
best verður á kosið.“
Kolakynding
og þvottabretti
14 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999