Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Side 15

Bæjarins besta - 22.12.1999, Side 15
í húsinu var kolakynding og fólkið uppi og niðri skiptist á að sinna henni sína vikuna hvort. „Við kveiktum upp í kolakatlinum fyrir vinnu. Og svo þurfti að fara með öskuna niður í fjöru“, segir Benedikt. Hildur: „Við deildum líka með okkur þvottahúsi og ég byrjaði minn búskap með því að þvo á bretti. Eg hef orðað það svo, að þvottabrettið hafi verið fyrsta þvottavélin mín.“ 9. maí Og þarna fæddist frumburð- ur þeirra Benedikts og Hildar þann 6. maí árið 1951. „Það var miki! hamingja“, segir Benedikt. „Þegar leið að fæð- ingunni horfðum við reyndar til 9. maí, sem er mikill merk- isdagur í fjölskyldu minni. Foreldrar mínir gengu í hjóna- band 9. maí, ég er sjálfur fæddur 9. maí og hjá mörgu frændfólki er þessi dagur há- tíðlegur með einum eða öðr- um hætti, skírnardagur, af- mælisdagur og fleira. Það mátti því teljast eðlilegt að vænta þess að barnið kæmi í heiminn 9. maí. En svo rauk Hildur náttúrlega í það sem myndarleg og snyrtileg hús- móðir að gera hreint áður og ég stríddi henni á því að með þessum myndarskap hefði hún flýtt fyrir fæðingunni." 21. nóvember Hildur: „Úr því að Benni er að tala um 9. maí, þá má ég til að nefna aðra dagsetningu. Pabbi og mamma gengu í hjónaband 21. nóvember 1919. Þegar þriðja barn Óm- ars sonar okkar var á leiðinni var búist við fæðingunni 19. nóvember. Ómar hringdi svo og sagði að það hefði ekki gengið. Þá sagði ég: Það verð- ur þann tuttugasta og fyrsta, og það gekk eftir. Seinna komumst við að því, að 21. nóvember var líka trúlofunar- dagur pabba og mömmu hans Benedikts. Og drengurinn hans Ómars, sem fæddist í Frankfurt 21. nóvember 1990, heitir einmitt Einar Bjarni. Honum var gefið það nafn áð- ur en vitað var að fæðingar- daginn bar ekki aðeins upp á giftingardag Einars Guðfmns- sonar, heldur einnig upp á trú- lofunardag Bjarna Eiríksson- ar.“ í kjallaraherbergjunum tveimur inni á Grundum bjuggu þau Hildur og Bene- dikt í góðu yfirlæti eitthvað um tvö ár. Þegar fjölskyldan var orðin stærri þurfti meira húsrými og þau tóku á leigu íbúð við Skólastíginn, þrjú herbergi og eldhús. Þar áttu þau heima næstu tvö til þrjú árin og þar fæddist þeim dótt- irin Halldóra. Húsbygging í óvissri framtíð „En svo réðumst við í það að reisa okkur þessa stórbygg- ingu hér“, segir Benedikt. „Þá var nú andinn þannig hér í Víkinni, að menn voru nokk- uð óvissir um framtíðina. En við Jónatan mágur minn, sem höfðum staðið sameiginlega að ýmsu, vorum báðir ákveðn- ir í því að byggja okkur hús hér heima í Bolungarvík. Og það gerðum við og byggðum okkur þessi myndarhús hér hlið við hlið. Það var haustið 1955 sem við byrjuðum að grafa fyrir húsinu og þá var sökkullinn og kjallarinn steyptur." Benedikt nefnir, að vorið eftir þegar hann var að vinna við bygginguna hafi maður nokkur átt þar leið hjá. „Hann spurði hvað ég væri eiginlega að hugsa, hér í Bolungarvík væri engin framtíð. Eg vildi ekkert við hann tala á þeim nótum. Ég var á allt annarri línu og við héldum ótrauð áfram byggingunni.“ „Það kom aldrei annað til greina“, segir Hildur. Um þetta leyti færðist nýtt líf í bæinn. Mikið var byggt og mikil uppbygging átti sér stað í Bolungarvík frá því um miðjan sjötta áratuginn og fram undir 1980. Þau hjónin fluttust inn í nýja húsið með börnin sín tvö þegar árið 1956 og fyrsta veturinn þar fæddist Bjarni og síðan Ómar haustið 1959. „Þetta er vel búið hús en það tók auðvitað mörg ár að fullgera það, þar sem einn áfanginn tók við af öðrurn inn- anhúss. Fyrstu árin sváfu þrjú börnin í kojum í einu litlu herbergi og eitt inni hjá okkur", segirBenedikt. „Okk- ur hefur liðið ákaflega vel í þessu húsi“, segir Hildur. Þar var áður grjóturð Þar sem húsið þeirra stend- ur nú á gróðursælum reit var áður einungis holt með urð og grjóti. Allur jarðvegur og mold í lóðina og raunar í margar aðrar lóðir í Bolung- arvíkurbæ var fluttur framan úr Minni-Hlfð í Bolungarvík. Benedikt jafnaði lóðina sjálf- ur og sléttaði hana alla með venjulegri hrífu og sáði í hana - „og mér hefur sjaldan liðið betur á ævinni. Ég var stund- um að vinna í lóðinni eða í húsinu fram til tvö eða þrjú á nóttunni og síðan var ég uppi klukkan átta til að mæta í vinnuna." Við skulum nú líta inn í minjasafnið uppi í risi, þar sem húsmóðirin er arkitekt- inn. Þar er margt gamalla hluta úr fórum fjölskyldnanna beggja, bæði úr Bjarnahúsi og Einarshúsi. Þau Hildur og Benedikt segja að það sé raun- ar mesta furða hversu margt hafi varðveist, þrátt fyrir allt. Margt hafi þó glatast sem nú þætti betra en ekki að eiga, en þegar hlutirnir hafi verið útslitnir og notagildi þeirra lokið hafi fólk ekki hugsað svo mjög um það á þeim tíma eins og nú er farið að gera. Fólkið okkar er hjá okkur „Sem betur fer hafði ég snemma gaman af gömlum gripum og reyndar var ég sú eina af systkinunum í Einars- húsi sem sýndi áhuga á slíku þá“, segir Hildur. „Aftur á móti var það ríkara í fjölskyld- unni í Bjarnahúsinu að geyma hlutina. Hjá okkur var líklega meiri gestagangur og fleira fólk og það þurfti einfaldlega að rýma fyrir nýjum hlutum. En þessir gömlu munir hér eru vissulega frá æskuheimil- um okkar beggja, þó að það sé meira frá heimili Bene- dikts. Það er óskaplega nota- legt að hafa þessa gömlu hluti nálægt sér. Ég segi gjarna að fólkið okkar sé hérna hjá okk- ur. Við erum nokkuð viss um það. Við köllum þetta bað- stofuna okkar og okkur líður mjög vel að sitja hér“, segir hún. Benedikt bendir á gamla kistu sem stendur í baðstof- unni. „Amma mín átti þessa kistu“, segir Hildur, „og hafði fengið hana frá fóstru sinni. Við vitum ekki sögu hennar lengri en hún er að minnsta kosti mjög gömul. Það var lítil málningeftiráhenni þegar ég fékk hana og þegar ég var yngri var ég að hugsa um að láta mála hana. En sem betur fer varð ekki af því og svo fór að ég skóf burt það sem eftir var af málningunni og hún nýtur sín miklu betur svona.“ Þarna er einnig borðstofu- borð sem foreldrar Benedikts fengu þegar þau gengu í hjónaband fyrir liðlega áttatíu árum. Borðið ber þess merki að það hefur verið notað bæði mikiðoglengi. Borðstofustól- arnir í baðstofunni eru smíð- aðir af Ólaft snikkara, eins og hann varjafnan nefndur(Ólafi M. Ólafssyni), en hann átti heima í Steinhúsinu sem svo var kallað við Hafnargötuna í Bolungarvík. „Hann hafði smíðað stóla fyrir foreldra okkar beggja“, segir Hildur. „Kommóðan hérna er líka smíðuð af Ólaft. Hann var sér- staklega góður smiður.“ Skírnarborð úr heimahúsi Næst ber lítið borð fyrir augu. Hildur: „Þegarég man fyrst eftir stóð á því grammófónn. Þetta borð var notað við skírn- arathafnir okkar systkinanna sem vorum skírð heima. Þá var settur á það hvítur dúkur og síðan skírnarskálin. Svo á ég þarna gamla þríkveikju [eða kogara, eins og líka var sagt, skýtur Benedikt inn í] sem amma mín átti og skápinn sem hún stendur á notaði hún fyrir leirtauið sitt.Amma hafði sína hluti í herbergi sem hún hafði uppi á lofti eftir að við komum í Einarshúsið, sem nú er kallað.“ Benedikt: „Hún lagði í það metnað sinn að vera búin að hita kaffið í tæka tíð fyrir tengdasoninn, Einar Guð- fínnsson, sem hún mat afar mikils. Hann fór alltaf á fætur mjög snemma eða klukkan fimm til sex á morgnana." Hildur: „Ég var mikill morgunhani og fylgdi pabba eftir - en svo var ég kvöldsvæf að sama skapi!“ Tvö gömul krullujárn Meðal merkilegra hluta í baðstofunni sem enn er ógetið er rúmið hans Benedikts frá því að hann var drengur. Síðan er fjölmargt sem er öllu smærra í sniðum. Þar á meðal er krullujárn sem Halldóra móðir Benedikts notaði og annað sem Elísabet móðir Hildar notaði og þau eru ekki eins. „Þessi krullujárn voru sett í eld og síðan sett á pappír til að ganga úr skugga um að þau rnyndu ekki brenna hár- ið“, segir Hildur. „Járnið hennar mömmu er slétt en járnið hennar tengdamömmu er til þess að búa til bylgjur í hárið.“ Hnífapör Einars Guðfínnssonar Hér eru raunar allt að því óteljandi hlutir sem tengja hjónin í Hidduhúsi við liðinn tíma og fólkið sitt sem gengið er af þessu tilverustigi og engin furða þó að þeim fínnist þau ekki ein á þessum stað. Hildur opnar skúffu og tekur upp hnífapörin sem faðir hennar notaði. A einum vegg- num hangir barómetið hans. Benedikt tekur fram eld- spýtnastokk fallegan og all- fornan. Hann hefur að geyma Svea-eldspýtur með auglýs- ingu frá Gísla J. Johnsen, sem var landskunnur athafnamað- ur í Vestmannaeyjum á sinni tíð. A stokknum stendur: Því er slegiðföstu að June Munk- tell erhelsti mótorfiskiflotans. „ÞegarEiríkurbróðirminnvar í læknisnámi í Svíþjóð", segir Benedikt, „þá spurðist hann þar fyrir um eldspýtur af þess- ari tegund en enginn kannaðist við þær. Sennilega hafa þessar Svea-eldspýtur eingöngu ver- iðframleiddartil úttJutnings.“ Eldspýturnar leiða hugann að tóbaki þó að fjarri fari að allt tóbak hafi verið reykt. „Pabbi var neftóbaksmaður og hérna er tóbaksfjöl sem er nærri skorin í gegn“, segir Benedikt. „Ég er nú svo fræg- ur að hafa skorið neftóbak", segir hann. Mikil tóbaksbrúkun Tóbaksnotkun var geysi- mikil á fyrri hluta þessarar aldar og tóku menn það bæði í nefið og vörina. I tengslum við tóbakið, innflutning þess og sölu, má skjóta því hér inn, að um þessar mundir er Benedikt að fara í gegnum gögn varðandi rekstur Verzl- unar Bjarna Eiríkssonar allt frá stofnun hennar árið 1927 og varðandi önnur umsvif föð- ur síns og sín eigin. Meðal annars er hann að flokka bréf og aðra pappíra sem hafa sögulegt gildi og væntanlega er það ekkert áhlaupaverk. „Það er allt til eftir sjötíu ára starfsemi. Varðandi tóbakið, þá varð ég dálítið undrandi“, segir Benedikt, „þegar ég sá að pabbi hafði fengið 50 kg af rjóli fyrir versluninaeinu sinni í mánuði eða svo frá Brpdrene Braun í Kaupmannahöfn. Rjólið var snúið saman og minnti á kaðal. Svo voru tvær tegundir af skroi sem komu í fimm og tíu kílóa sendingum. Við vorum látin skera tóbak heima og líka var skorið úti í bæ fyrir búðina. Það hafðist ekki undan öðruvísi." Hins vegar hefur Benedikt aldrei verið tóbaksmaður. „Nei. Mér finnst reyndar golt að lykta af tóbaki. En Hildur hefur aldrei svo mikið sem sett upp í sig sígarettu og hún gaf á sínum tíma út þá yfirlýs- ingu í eitt skipti fyrir öll, að hún ætlaði sko ekki að þvo fyrir mig tóbaksklúta! Þess vegna hef ég ekki tekið í nefið þó að mér hafi þótt gott að finna Iykt af tóbaki hjá mönn- um á förnum vegi.“ Ef þú hættir ekki, þá fer ég að reykja! Að vísu hefur Benedikt að- eins borið við að reykja, öfugt við eiginkonuna, þó að ein- hver myndi ekki telja orð á því gerandi. Reykingar hans stóðu yfir í nokkra mánuði fyrir mörgum árum og þá reykti hann kannski tvær sígarettur á kvöldi. „Ég man MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 15

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.