Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 3
RAUÐI
borðinn
Alnæmissamtökin
á íslandi
Samtök óhugafólks um alnæmisvandann
Hverfisgötu 69
101 Reykjavík
Alnæmissamtökin reka upplýsingamiðstöð fyrir
almenning og bjóða fram fræðslu til skóla, fé-
laga, fyrirtækja og annarra. Þau reka félags-
heimili fyrir smitaða og sjúka og aðstandendur
þeirra. Algjör trúnaður og nafnleynd ríkja.
Skrifstofan Hverfisgötu 69 er opin mónudaga til
fimmtudaga fró kl. 12 til 16.
Sími: 552 8586
Bréfasími: 552 0582
Netfang: aids@aids.is
Veffang: www.aids.is
Kennitala: 541288-1129
Ritstjórn: Birna Þórðardóttir, Guðni Baldursson,
Heiðdís Jónsdóttir, Marta Valgeirsdóttir
Ábyrgðarmaður: Birna Þórðardóttir
Umbrot: Marta Valgeirsdóttir
Ljósmynd á forsíðu: Spessi
Prentun: Prentsmiðjan Gutenberg hf
Upplag: 6.000 eintök
Útgófudagur: 1. desember 2004
MEÐAL EFNIS
Fjölbreytt starf Alnæmissamtakanna 4
Jón Helgi Gíslason
Fjarri því að alnæmisfaraldurinn hafi náð hámarki. Rætt
við Harald Briem 6
Heiðdis Jónsdóttir
Aðgengi fyrir alla. Alnæmisráðstefnan i Bangkok 10
Jón Helgi Gisiason
Hólmstokk 2004 15
Hiv-smit flæðir yfir Rússland 16
Þýðing: Guðni Baldursson
Forvarnarvika FB
Fræðslu- og forvarnarverkefni í biðstöðu 19
Alnæmisbörn i Úganda 20
Erla Halldórsdóttir
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 24
Tala hiv-smitaðra og alnæmissjúkra
Hlustið á rödd okkar! 26
Sigurlaug Hauksdóttir
Merkjasala
X-ið styrkir Alnæmissamtökin 29
Saga frá Papúa Nýju-Gineu 30
Þýðing: Veturliði Guðnason
Vilníusarráðstefnan 32
Sigurlaug Hauksdóttir
Ráðslefna i Osló 34
L.B.
Fréttamolar 36
Þýðing: Hörður Ingólfsson
Konur og alnæmi er yfirskrift Alþjóðaalnæniisdags-
ins þann 1. desember í ár og það ekki að ástæðu-
lausu.
Geigvænlegar upplýsingar berast hvaðanæva að úr
heiminum um aukningu á hiv-smiti kvenna. Ungar
konur verða harðast úti og eru nú víða meirihluta
þeirra sem greinist með hiv-smit. Það leiðir aftur til
þess að fleiri hiv-jákvæð börn fæðast sem mörg hver
eiga skamma ævi.
í Rauða borðanum þessu sinni er í ýmsum greinum fjallað um stöðu
kvenna hvað varðar hiv/alnæmi.
Samfélagsleg staða kvenna er víða mjög veik, þær líða fyrir menntunar-
skort, eiga erfitt með að setja skilyrði um öryggi í kynlífi, fátækt rekur
margar útí vændi og í framhaldinu eiturlyfjaneyslu sem skapar síðan víta-
hring, í hernaði og styrjöldum sem víða geisa eru konur fórnarlömb
grimmdarlegs ofbeldis sem oft á tíðum leiðir til hiv-smitunar eða annarra
kynsjúkdóma sem veikja mótstöðuaflið.
Við lesum í blaðinu um úrræðaleysi og viljaleysi stjórnvalda í Rússlandi
þar sem ungar stúlkur eru meirihluti þeirra sem smitast af hiv; dæmafáa
grimmd á Papúa Nýju-Gíneu; fáránlegar hugmyndir Bandaríkjastjórnar
um skírlífi sem einu lausnina og tilraunar alþjóðasamfélagsins að bregð-
ast við vandanum.
En við lesum einnig um samhjálp og samstöðu, við lesunt um starf
Lækna án landamæra í Rússlandi og starf Erlu Halldórsdóttur í Uganda
sem bjargað hefur fjölda stúlkna frá eymd og volæði.
Kjörorð dagsins er: Hlustið á rödd okkar! Starf Erlu sýnir að það er
samfélagsleg ábyrgð hvers og eins okkar sem skiptir máli og það er hún
sem getur breytt stöðunni. Það er ábyrgð þess sem hfustar á rödd hins
sjúka og vanmátta.
Spurningin er ætíð sú sama: Ætlum við okkur að lifa í samfélagi manna
þar sem við deilum ábyrgð og finnum til samkenndar og samstöðu eða
viljum við fáfélag þar sem hin fáu útvöldu eiga réttinn?
Veljum samfélag - veljum það að hlusta!
Birna Þórðardóttir
formaður Alnæmissamtakanna á Islandi
Opið hús 1. desember
Á alþjóðlega alnæmisdeginum 1. desember munu
Alnæmissamtökin að vanda hafa opið hús og bjóða til
veislu í húsnæði samtakanna að Hverfisgötu 69.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti
milli kl. 16.00 og 19.00.
Klukkan 17.00 er fyrirhuguð dagskrá, með upplestri og
tónlist. Dagskráin tengist alþjóðlegu kjörorði dagsins en
það er Konur og alnæmi.
Allir hiv-jákvœðir og velunnarar eru velkomnirl
rauði borðinn 3