Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 22

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 22
strax hafin opinber umræða um sjúkdóminn og búið til ýmiss kon- ar kennslu- og kynningarefni. For- seti landsins var í fararbroddi í for- varnarbaráttunni. Hann hélt aldrei ræðu, og gerir ekki enn, án þess að tala um hiv og alnæmi, alveg sama hverjir áheyrendur hans eru eða hvert meginumræðuefnið er. Síð- astliðin þrjú ár hefur hins vegar nýsmitun staðið í stað og því þarf nú að huga að því á hvern hátt má ná til þeirra sem helst smitast í dag. Stærsti hópur nýsmitaðra er ómenntað og bláfátækt fólk, sjúk- dómurinn leggst helst á þá sem ekki hafa skilning á smitleiðum eða eru svo fátækir að þeir verða að líta framhjá hættunni til þess að hafa ofan í sig og sína. Mikil áhersla er lögð á alnæmis- varnir, umræðu um alnæmi og getnaðarvarnir hjá CLF. Reglulega kemur fólk í heimsóknir frá sam- tökum sem hvetja stúlkurnar til að fara í alnæmispróf og aðstoða þær sem greinast hiv-jákvæðar. Það hefur sýnt sig að þær stúlkur sem vilja fara í alnæmispróf eru annars vegar þær sem eru alveg vissar um að þær séu neikvæðar og svo hinar sem eru búnar að gera sér grein fyrir að þær eru trúlega jákvæðar. Lögum samkvæmt þá mega vinnuveitendur eða skólayfirvöld ekki fara fram á að fólk fari í hiv- próf, en það er hægt að hvetja til þess. Það er oftast af hinu góða að fólk viti um ástand sitt, viti fólk að það er jákvætt þá getur það hagað lífi sínu samkvæmt því bæði hvað það sjálft snertir og til að koma í veg fýrir að smita aðra. CLF hefur ekki haft peninga til að kaupa lyf handa þeim stúlkum sem reynast hiv-smitaðar, en um leið og sá möguleiki kemur upp þá verður lögð meiri áhersla á að þær fari í hiv-próf og reynist þær jákvæðar þá muni þeim verða séð fyrir lyfj- um. Allar stúlkurnar sem reynst hafa jákvæðar eiga sameiginlegt er að Unnið v/ð kertagerð Cengið frá kertum Tvær stúlkur: Litlar stúlkur bíða eftir mömmu 22 borÖinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.