Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 34

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 34
Ráðstefna í Osló um „raunveruleg" vandamál og „lúxusvandamál" HlV-smitaðra í hinum „ríka" hluta heimsins Greinarhöfundur sótti nýlega dagsráðstefnu, sem hald- in var á vegum iyfjafyrirtækisins Abbott Norge og Abbott Danmark og Pluss-LMA í Noregi. Höfundur var þarna á vegum Alæmissamtakanna á Islandi, en Abbott Danmark greiddi ferðakostnað. Ráðstefnan stóð eins og áður segir einn dag, en efnisskráin var fjöl- breytt og verður hér stiklað á því helsta er þar gat að nema. Þema ráðstefnunnar var: Lífsgæði og meðferð- arsjónarhorn. Ráðstefnan var haldin í salarkynnum norska Rauða krossins í miðborg Oslóar og var allur aðbúnaður og atlæti svo sem best verður á kosið. Þátttakendur voru um 110 frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð, ásamt greinarhöfundi frá íslandi. Finnar sendu ekki þátttakendur á ráðstefnuna, að því að mér skilst af fjárhagsástæðum. Eins og við var að búast voru þátttakendur bæði fag- fólk á sviði læknisfræði, ráðgjafar og umönnunar, svo og talsverður hópur hiv-jákvæðra. Laila Thiis Stang, framvæmdastjóri Pluss-LMA, opn- aði ráðstefnuna, bauð gesti velkoma og reifaði helstu viðfangsefni. Fjórtán þúsund nýsmit dag hvern Fyrsta erindið flutti Kirsten Jensen, ráðgjafi við AIDS-Fondet í Danmörku. Jensen gerði grein fyrir hlutverki sjóðsins en vék einnig að stöðu hiv/alnæmis á alþjóðlegum vettvangi. Fram kom í máli hennar að hlutverk AIDS-Fondet er stuðningur við sýkta, rannsóknir og upplýsingamiðl- un. Jensen greindi frá því að á heimsvísu smitast dag hvern um 14 þúsund einstaklingar af hiv-veirunni, þar af 95% í þriðja heiminum. Tvö þúsund eru börn und- ir 15 ára aldri, 12 þúsund eru á aldrinum 15-49 ára, um helmingur konur og helmingur á aldursbilinu 15- 24 ára. Vitað er að enginn er tekið hefur smit „læknast" og haldi þróunin áfram sem verið hefur má búast við að 500 milljónir hafi látist úr alnæmi árið 2050. Nýgengi er hæst meðal kvenna, ekki síst giftra kvenna sem verða að lúta vilja sýktra eiginmanna sinna, síðan berst smitið til barna þeirra. Bólusetning er mikilvægur for- varnarþáttur og stórbæta þarf aðgengi að smokkum. Það er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að varnir gegn hiv/alnæmi fela einnig í sér varnir gegn öðrum kynsjúkdómum. Meðferð þarf að fela í sér einfaldari, öruggari og ódýrari lyf, betri meðhöndlun fylgikvilla, greiðari að- gang að almennri heilbrigðisþjónustu og stuðning við íbúa á svæðum sem hafa orðið sérstaklega fyrir barðinu á þessum vágesti. Aðgengi allra þarf að vera jafnt, óháð stétt og stöðu. Jensen fjallaði vítt og breitt um fyrirbyggjandi að- gerðir, en lagði sérstaka áherslu á microbecides veiru- drepandi, kemískt efni sem kemur í veg fyrir eða tor- veldar smit. Langtímamarkmiðið er þó bólusetning sem einstaklingurinn fær í eitt skipti fyrir öll. Jensen varð tíðrætt um undarlega forgangsröðun sóttvarnarannsókna: smitsjúkdómar eins og SARS, eða fuglainsflúensa, eru ofarlega í forgangsröðun, en þróun bóluefnis gegn hiv/alnæmi er neðarlega á þeim lista. Erindi Jensens var fróðlegt og í máli hennar gætti ríkrar samúðar með þolendum hiv-smits í þriðja heim- inum. Samstarf sjúklings og meðferðar- aðila Annað erindið flutti Margit Halvorsson, hjúkrunar- fræðingur frá Svíþjóð, fjallaði það um eftirfylgd og þá ekki síst um boðskipti milli meðferðaraðila og sjúk- linga. Raunin er sú að margir hiv-jákvæðir á Norðurlönd- um eru innflytjendur með litla menntun og þar af leiðandi lítinn orðaforða. Gildir það bæði um móður- málið, málið í búsetulandinu og ensku. Ymsir þættir hafa áhrif á gæði eftirfylgdar svo sem eðli sjúkdómsins, hæfini fagaðila, móttækileiki og sam- starfsvilji sjúklingsins og virkni lyfjanna. Hvað sjúk- linginn varðar er algengt að innsæi hans í sjúkdóminn 34 rauði borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.